Sköllótt og tattúveruð Britney slær í gegn

Sköllótt Britney Það er vægt til orða tekið að fræg ímynd glamúrgellunnar Britney Spears sem saklausrar blondínu sé endanlega komin í súginn og fátt þar eftir sem minnir á forna frægð. Nú er stjarnan greinilega endanlega búin að flippa yfir um, eða það er ekki fjarstæðukennt að hugleiða þann möguleika örskotstund allavega. Hún hefur nú rakað af sér allt hárið og í ofanálag búin að tattúvera sig.

Það er svona frekar ólíklegt að stílistinn hennar hafi ráðlagt henni þessa villtu karakterbreytingu. Í kvöld sá ég kostulegt myndskeið af Britney á Sky þar sem hún kemur til tattústofunnar í San Fernando-dalnum og sýnir beran skallann. Kostulegar myndir sem dókúmentar hratt fall stjörnu. Hún er orðin jafnberskjölduð á hausnum og Egill Ólafsson, Steingrímur J. Sigfússon og Ómar Ragnarsson. Hún gekk þó ekki alla leið til heljar og lét tattúvera skipperamerki á upphandlegginn eða djöflatákn á bakið heldur lét sér nægja að fá lítið brostákn á upphandlegg.

Ég man þegar að Britney var að byrja að ótrúleg ímynd saklausrar stelpu, allt að því hreinnar meyjar með tæra englaásýnd, var búin til fyrir hana. Sú ímynd var kostulega hjúpuð. Hún var undir þeim merkjum mjög lengi. Á tveim til þrem árum er ferill hennar fokinn út í veður og vind og hún er orðin eins og útlifuð tuskudúkka sem heldur aðeins áfram að steypast í glötun. Hún virðist vera að taka sess Önnu Nicole Smith sem gleðidívu sem fer sínar leiðir og hikar ekki við að hneyksla. Ekki langt síðan að hún var mynduð nærbuxnalaus og nú lítur hún út eins og Ripley í Alien 3. Hrá týpa.

Britney virðist ekki lifa neinu skemmtilífi. Hún er greinilega orðin eitthvað gúgu og gaga, sem varla kemur á óvart. Það er ekki fjarstæðukennt að telja að henni vanti stórlega hjálp frá glötun. Hún er nefnilega á hraðri niðurleið og aðeins spurning hvenær að hún steypist endanlega í duftið. Vona að henni verði allavega forðað frá sömu örlögum og stjörnunnar Önnu Nicole sem nú liggur smurð í kæliklefa í líkhúsi í Flórída - bíður nú þess að dómari ákveði hvort hún verði grafin í Texas eða á Bahama-eyjum.

Skelfileg örlög það - og nöpur.... fyrir hvaða konu sem er; fræga eða óþekkta. Í rauninni er þetta kennslubókardæmi um hvernig frægðin getur leikið fólk. Hún getur verið dauðadómur í sjálfu sér sé hún ekki höndluð.

mbl.is Britney snoðklippt á húðflúrsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Góð grein hjá þér eins og ávallt.  Ég man eftir Britney þegar hún var að byrja sinn feril, barnaleg og ómótuð , bjó hjá pabba og mömmu og var að deita fyrstu ástina, Justin Timberlake.  Það er skelfilegt að sjá hana falla ofan í þennan frægðarpytt sem margir frægir hafa dottið ofan í sbr. Anna Nicole Smith.  Það þarf virkilega sterk bein til að höndla frægðina.

Ester Júlía, 19.2.2007 kl. 07:01

2 identicon

Flott grein.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 11:01

3 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Það er tími til komin að hún fari í svokallað "reality check" og átti sig á því hvar hún er stödd.  Móðir með 2 krakka og lætur svona.  Hún þarf núna sterka einstaklinga sem geta hjálpað henni á uppbyggilegan hátt og gefið henni alvöru ráð og aðstoð

Brosveitan - Pétur Reynisson, 19.2.2007 kl. 12:37

4 identicon

Já, verst að búið er að loka Byrginu. Heimsins óhamingju verður allt að vopni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband