Óskiljanlega dómsmálið

Jón Gerald ásamt lögmanni sínum Það er að verða ansi torskilið og langdregið þetta Baugsmál. Ég skal fúslega viðurkenna að ég er fyrir löngu búinn að missa sjónar á því hvað var upphaf þess og hvenær það náði hámarki. Þetta er allt orðið eins og ormurinn langi; óskiljanleg lönguvitleysa. Það hefur verið dramatík í málinu að undanförnu í héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta eru að verða eins og réttarhöld í bandarísku sjónvarpi með miklu drama.

Held að það sé rétt hjá mér að Baugsmálið sé fimm ára á þessu ári, þetta er orðið langvinnt mál; löng rannsókn og það hefur farið sem jójó á milli Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur, sem eru til húsa nærri á sömu torfunni í höfuðstaðnum. Flestir fylgjast með hvernig málinu lýkur. Þessi hluti málsins stefnir í að vera harður og fróðlegt að sjá hvernig umræðan verður á meðan.

Þó að þetta mál sé orðið langdregið í huga margra Íslendinga og mjög teygt er fylgst vel með því svo sannarlega.

mbl.is Óskar eftir fundi vegna nafnlauss bréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Einstein sagði víst að ef maður getur ekki útskýrt eitthvað fyrir þriggja ára barni, þá skilur maður það ekki.

Mér finnst það ekki traustvekjandi hvað þetta mál er flókið. Ég efast ekki um að það sé eitthvað óhreint, eða amk ekki nýlega þvegið, í pokahorninu hjá jafn stóru fyrirtæki og Baugi. Hinsvegar finnst mér flækjustig og vandræðagangurinn í þessu máli renna sterkum stoðum undir þær kenningar að þetta sé ekkert annað en sambland af persónulegum fjandskap og pólitískum vilja til að knésetja Baug. 

Steinn E. Sigurðarson, 23.2.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Margt til í þessu Steinn. Góðir punktar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.2.2007 kl. 12:14

3 Smámynd: halkatla

ég held að baugsmálið hafi því miður aldrei verið meira spennandi en einmitt nú. Það er talað um "kvennamál" og Jón Gerald og Jón Ásgeir með uppsteyt við hvorn annan eða dómarann í réttarsalnum, og fleira.... en það eru allir löngu dottnir útúr þessari sápuóperu og þegar hún verður óvænt meira spenanndi þá nennir maður ekki að taka eftir því. Þetta er hneyksli fyrir Ísland á vissan hátt - en ég nenni heldur ekki að tala um það.  

halkatla, 23.2.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband