Grænn fálki - hægri grænar áherslur

Sjálfstæðisflokkurinn Það var skemmtilega spes að sjá sjálfstæðisfálkann málaðan í grænum litum á forsíðu Moggans nú um helgina. Las fréttaskýringuna á forsíðunni sem fylgdi myndinni. Þar var talað um hægri græna hlið Sjálfstæðisflokksins. Mjög áhugaverðar pælingar sem þar koma fram vissulega. Finnst mjög gott að sjá Moggann með fréttaskýringar á forsíðu. Eflir blaðið mjög.

Mér finnst það ekki fjarri lagi að hægra græna hliðin á Sjálfstæðisflokknum verði meira áberandi. Mér finnst Illugi Gunnarsson, verðandi alþingismaður, hafa verið mjög áberandi í að tala fyrir þeim áherslum. Er sammála þeim. Illugi kom þeim vel á framfæri í prófkjöri flokksins í Reykjavík í október. Það er ekki og á ekki að vera feimnismál að tala um græna hlið Sjálfstæðisflokksins. Það er eðlilegt að þeir sem hafa þá hlið verði meira áberandi í þeirri umræðu.

Ég hef alltaf litið á mig sem frekar í þessa átt. Það er eðlilegt að rætt sé um umhverfismál. Ég tel persónulega að þetta verði eitt af málunum í kosningabaráttunni sem er við það að hefjast á fullu. Tel að mjúku málin verði þar í forgrunni. Það er mjög gott mál, tel ég, enda eru velferðar- og umhverfismál mikilvæg. Ég tel t.d. að umræða um umhverfismál verði mikil á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í apríl. Þar verða áherslur í þessa átt lykilmál í málefnastarfinu.

Ég verð að vera sammála þeim áherslum að nú sé brátt nóg komið hvað varðar stóriðju. Kárahnjúkavirkjun var stórt verkefni. Menn hafa litið á Húsavík sem mikilvægt mál. Lengra en það á ekki að ganga. Það verður að setja stopp á einhverjum tímapunkti. Ég tel að við séum að upplifa hann. Það er mikilvægt að þessi mál verði rædd í kosningunum í vor. Skýrar línur eru alltaf mikilvægar - sérstaklega í þessum málaflokki.

Það er eðlilegt að flokkarnir taki skýra afstöðu til málanna og kjósendur taki svo af skarið eftir það. Það er okkar allra að ákveða kúrsinn í þessum efnum. Gleymum því ekki að landið er okkar allra... Það er því eðlilegt að þetta verði kosningamál... annað er ekki viðeigandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þessi græni fálki er brandari. Hvernig getur stóriðjuflokkur málað sig grænan rétt fyrir kosningar: út í horn . Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.2.2007 kl. 03:18

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg verð aðsegja það lika að í minum flokki Xd er meirihluti fyrir þvi að vera ljosgrænn,ekki þetta ofstæki á öllum sviðum,það mun ekkert fara frá okkur þessi óvirkjaða Orka sem við eigum,Flitum okkur mjög hægt!!!Orkan þarna og fer ekkert/Við skulum bara fara okkur hægt/og skoða betur hvað fólkið i landinu vill er það ekkiÐÐÐÐÐ/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 25.2.2007 kl. 10:10

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég veit ekki hvað þið djélistamenn kallið "ljósgrænt" en vonandi ekki stefna flokksins ykkar síðustu 16 ár! Eina ofstækið síðustu árin er stóriðjustefna þessarar ríkisstjórnar. Annars er batnandi mönnum best að lifa :)

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.2.2007 kl. 10:41

4 identicon

Dálítið hallærislegt svo ekki sé meira sagt...en allt verður að reyna.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband