Ólafur Ragnar og Dorrit fá ekki að gista í höllinni

Dorrit og Ólafur RagnarAthygli hefur vakið að forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, fengu ekki að gista í konungshöllinni í Osló nú er þau eru viðstödd sjötugsafmæli Haraldar Noregskonungs. Konungborið fólk fær aðeins gistingu í höllu konungs og þjóðkjörnir leiðtogar verða að gera sér að góðu að vera á hóteli. Ólafur Ragnar og Tarja Halonen falla því undir önnur viðmið og fá ekki að gista í sama húsi og þeir konungbornu.

Málið hefur verið nokkuð í umræðu í Noregi, enda merkilegt að norrænir þjóðarleiðtogar fái ekki allir inni í höllinni. Hirðin hefur svarað með afgerandi hætti að það sé ekki það sama að vera konungborinn og vera ekki með blátt blóð í æðum. Eru því Ólafur Ragnar og Tarja flokkuð með öðrum hætti. Þau eru einu kjörnu þjóðhöfðingjarnir sem fá boðsmiða í afmælið og sitja því utangarðs í þessu afmæli þegar að kemur að gistingunni.

Þó að Ólafur Ragnar sé flokkaður skör neðar en aðrir er ekki beinlínis eins og honum og Dorrit sé vísað á lélega gistingu í borginni. Kjörnu norrænu þjóðarleiðtogarnir gista nefnilega með mökum sínum á Hotel Continental, sem er sennilega virðulegasta hótelið í borginni og með öllum þeim þægindum sem þjóðhöfðingjar, meira að segja þeir sem ekki hafa blátt blóð í æðum, geta verið stoltir af. Þau leggja því ekki kolli á auvirðilegan kodda, er ekki beinlínis í kot vísað.

Það er samt það merkilegasta við þetta afmæli að norrænir þjóðhöfðingjar sitja ekki við sama borð - þeim er raðað í þá sem hafa blátt blóð í æðum og þeirra sem koma af ósköp venjulegum ættum og hafa þurft að eyða fúlgu fjár til að ná kjöri á valdastól. Við skulum vona að Dorrit og Ólafur Ragnar séu ekki á bömmer yfir þessu, verandi á Hótel Continental. Annars tók Spaugstofan þetta vel fyrir áðan - magnaður húmor vægast sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott á þau, kannski fatta þau núna að þau eru ekki kóngur og drottning í ríki sínu, eru bara almúgafólk og ættu að haga sér samkvæmt því, en virðast halda annað.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Fyndið að neita fólki um gistingu í höllinni... Jæja, sumt fólk vill stéttarskiptingu - ekki ég.

- Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 24.2.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Halldór Borgþórsson

Fengu þau frítt að borða eða tóku þau með sér eitthvað nesti ????  Lýsir þetta nokkuð skítlögðu eðli  hjá  konungi að úthýsa  Óla en hýsa aðra ????

Halldór Borgþórsson, 24.2.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Svartinaggur

Ekki er ég neinn sérstakur aðdáandi Ólafs Ragnars (enda kaus ég hann aldrei). Hitt er svo annað mál hvort okkur finnst að forsetaembættinu hafi verið sýnd sú virðing sem því ber (ekki það að Óli hafi sýnt því neitt sérstaka virðingu). Er þetta yfirlýsing Nojaranna að forsetaembætti séu eitthvað annars flokks miðað við konungdæmi? Það væri svo sem ekkert í fyrsta skipti að hinar Norðurlandaþjóðirnar sýndu okkur hroka. Það hefði líka verið að bíta höfuðið af skömminni hefði verið boðið upp á eitthvert farfuglaheimili.

Svartinaggur, 24.2.2007 kl. 23:04

5 identicon

28 menn hafa borið titilinn konungur Íslands, þar á meðal Ólafur IV Noregskonungur. Og flestallir Íslendingar hafa blátt blóð í æðum, komnir út af Haraldi hárfagra Noregskonungi. Dorrit verður hins vegar næsti forseti Íslands.

Steini Briem (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 23:12

6 identicon

Já, þetta var ákvörðun Íslendinga að stofna lýðveldi en ekki konungsdæmi á sínum tíma.

En það var víst hægðarleikur að stofna konungsdæmi, menn voru komnir með einhvern þýskan aðalsmann til að taka starfið að sér. Sá hefði fengið inn í höllinni, um það er engin spurning. 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband