Hetjusaga Thelmu kvikmynduð

Það er gleðiefni að kvikmynda eigi hetjusögu Thelmu Ásdísardóttur. Fullyrða má allir hafi verið djúpt snortnir þegar að hún sagði sögu sína í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í október 2005. Thelma sagði þar söguna af því grófa kynferðislega ofbeldi sem hún var beitt af hálfu föður síns og fleiri karlmanna árum saman á æskuárum sínum. Styrkur hennar og kraftur við að segja frá beiskri æsku snerti alla landsmenn að mínu mati.

Fyrst og fremst dáðist ég að því hugrekki sem Thelma sýndi með því að rjúfa þögnina sem er svo mikilvægt að verði gert - þögnina um líkamlegt og andlegt ofbeldi og kynferðislega misnotkun. Fáum blandast hugur um að sú bók sem hafi haft mest áhrif á samfélagið á síðustu árum hafi verið bókin: Myndin af pabba - Saga Thelmu sem kom út haustið 2005 og var rituð af Gerði Kristnýju.

Segja má með sanni að Thelma Ásdísardóttir hafi orðið táknmynd hugrekkis og mannlegrar reisnar og hvernig hægt hafi verið að rísa upp yfir aðstæður sínar til að takast á við erfiðleika fortíðar. Þessa sögu verður að festa í minni fólks, til umhugsunar öllum, og það er því ánægjulegt að heyra fréttir af því að verði gert.

mbl.is Samið um sögu Thelmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því. Thelma er hetja.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Loon

Ég get líka verið sammála því að Thelma Ásdísardóttir er hetja. En ekki get ég fallist á að þetta sé hetjusaga Thelmu. Í besta falli er það saga Thelmu sem verður kvikmynduð en réttast væri væntanlega að kalla þetta harmsögu.

Loon, 28.2.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband