Frekar vandræðalegt PR hjá Pizza Hut

Jessica Simpson Það er oft margt fengið í lífinu með því að hafa sætt hvítt Colgate-tannkremsbros og aulalegt bros. Svona bros eins og Jessica Simpson hefur. Nú fer það eins og eldur í sinu að hún presenteri Pizzu Hut með hvíta brosinu þrátt fyrir að vera með ofnæmi fyrir pizzunum. Finnst þetta nú frekar vandræðalegt PR fyrir Pizza Hut. Eftir þetta hugsa allir um auglýsingarnar með henni að þetta sé nú bara bros út á auglýsingadíl.

Enda hlýtur það að teljast frekar vandræðalegt að vera að auglýsa eitthvað sem viðkomandi getur ekki notað sjálfur. Þetta væri svona eins og að sykursjúk kona væri brosandi við að auglýsa kók í glansblaði eða blindur maður með blindrastaf í hendi væri að auglýsa Stöð 2 og hversu góð dagskráin þar væri. Absúrd. Kaupir nokkur pizzu vegna þess að hvítbrosandi söngkona presentarar það? Líður okkur karlmönnum betur með pizzu því að kynbomba kynnir hana?

Veit ekki. Auglýsingar hafa þó mjög lítil áhrif á mig. Kaupi vöruna ef hún er góð og ef hún er ekki góð kaupi ég hana ekki. As simple as that. Ég veit þó að ég myndi ekki kaupa mér pizzu ef ég hefði ofnæmi fyrir henni. En þetta slæma PR fyrir Pizza Hut sýnir okkur vel að auglýsingarnar með hvítbrosandi stjörnum geta verið sem holasta síldartunna undir niðri.

mbl.is Andlit pítsukeðju með ofnæmi fyrir pítsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekkert feik í gangi þegar rotturnar eru skælbrosandi að auglýsa Taco Bell: "When you want to step up to the freshest ideas in fast food, make the bold choice for Taco Bell! Tíhí..."

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Jens Guð

  Þó að ég og þú og einhverjir fleiri séu ónæmir fyrir því hver borðar hvað þá er staðreyndin sú að fjöldi manns tekur sér fræga fólkið til fyrirmyndar.   Mér er minnisstætt þegar Siggi "pönkari", síðar frægur fyrir hljómsveitina Sjálfsfróun, fór skyndilega að þamba kókakóla í óhófi.  Þá var hann rétt um fermingaraldur.  Þegar ég spurði hann hvers vegna hann væri alltaf þambandi kókakóla var svarið:  "Út af laginu "Koka Kola" með The Clash."

  Siggi hélt mikið upp á hljómsveitina The Clash og taldi hljómsveitina ranglega vera að mæla með kókakóla.

  Annar kunningi minn með dálæti á Jerry Lee Lewis fór að drekka viský til að samsama sig ædolinu.

  Fleiri dæmi mætti nefna.  En vísa þess í stað á að reynslan hefur margsannað að fólk vill apa eftir fræga fólkinu.

Jens Guð, 28.2.2007 kl. 00:14

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Jens og takk fyrir góða sögu og skemmtilegt komment. Tek vissulega undir þetta. Þegar að ég var ungur var Cobain goðið og hann var fyrirmynd, enda var ég smá í hljómsveitum þá og hann hafði mikil áhrif. Hægt að nefna fleiri. Það er böns af fólki sem tekur stjörnurnar sínar og kóperar þær með merkilegum hætti. Kostulegt, en svona er Ísland í dag, og heimurinn líka. Þetta kemur þó í bylgjum held ég. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.2.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband