Sjálfstæðisflokkurinn með fjóra menn í Norðaustri

Þorvaldur Ingvarsson Sjálfstæðisflokkurinn mælist með fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi í nýjustu mánaðarkönnun Gallups. Skv. þessu er því Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri og formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar, inni á þingi. Þetta eru góð tíðindi fyrir sjálfstæðismenn hér og uppörvandi þegar að 70 dagar eru til kosninga. Þetta er mun betri staða en var í aðdraganda kosninganna 2003 og greinilegt að stefnir í góðar kosningar verði haldið vel og rétt á spilum.

Skv. könnuninni eru Framsóknarflokkurinn, VG og Samfylkingin öll með tvö þingsæti. Frjálslyndi flokkurinn mælist ekki með þingmann, ekki frekar en í síðustu könnun. Breytingin milli mánaða er því að við tökum mann af vinstri grænum, væntanlega er það jöfnunarþingsætið sem færist á milli. Þorvaldur fer þá inn á kostnað Björns Vals Gíslasonar á Ólafsfirði.

Inni fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru því: Kristján Þór Júlíusson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Ólöf Nordal og Þorvaldur Ingvarsson. Aðrir inni eru sem fyrr: Steingrímur J. Sigfússon og Þuríður Backman (fyrir VG), Valgerður Sverrisdóttir og Birkir Jón Jónsson (fyrir Framsókn) og að lokum Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson (fyrir Samfylkingu).

Gott þetta!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óperan er ekki búin fyrr en sú feita hefur sungið sitt síðasta og ég sé í minni kúlu að Birkir Jón muni krunka úti ásamt nafna sínum eftir kosningarnar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nei, þetta er bara rétt að byrja. Þungi kosningabaráttunnar er að hefjast af fullum krafti. Þessi könnun sýnir okkur sjálfstæðismönnum að við eigum að setja markið á fjóra þingmenn í vor. Það er alveg hægt að ná því sé vel unnið. Þetta er mun betri mæling en á sama tíma fyrir fjórum árum og því ekki annað hægt en að vera ánægður.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.3.2007 kl. 18:00

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Hey ekki gleyma mér - á eftir að bjóða mig fram

Rúnar Haukur Ingimarsson, 3.3.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband