Heima er best - Steingrímur Sævarr farinn

Vinsælasti bloggarinn hér um slóðir síðustu mánuðina, Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri Íslands í dag, yfirgaf Moggabloggið í vikunni og hélt á nýtt bloggvefsetur hjá 365-fjölmiðlaveldinu, af skiljanlegum ástæðum. Slíkra síðubreytinga mun ekki að vænta hjá mér. Hér líður mér mjög vel og ætla að skrifa áfram á þessum vettvangi. Það eru spennandi vikur framundan og maður reynir að vera eins duglegur og mögulegt má vera við að skrifa.

Hef verið hér síðan í september og líður vel hér. Engin ástæða til að breyta því eitthvað. Þar sem hugurinn á heima líður nefnilega hjartanu best. Hinsvegar ætla ég eitthvað að hressa upp á útlit vefsins brátt, en það mun ég vinna vel með tæknisérfræðingunum hérna sem standa sig vel við stöðu mála almennt séð.

Steingrímur Sævarr hefur fjórum sinnum bent okkur á slóð nýja vefsins síns á gamla vefnum. Fannst það spes og veit ekki hvað skal segja um það. Það verður fróðlegt hvort og hvaða bloggvinir eða félagar hér á Moggablogginu muni færa sig yfir. Allavega mun ég vera hér áfram. Hér er gott að vera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Færa sig til hvers ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 3.3.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Bloggarar með verðmiða eru verðlausir bloggarar .

Sammála síðustu ræðumönnum, það sér ekki högg á vatni þó einn yfirgefi samkvæmið. Hér er stuðið og fari einhverjir af því á þá er borið fé, þá breytir það engu um stemmninguna. Hún fæst hvorki keypt né seld.

Jón Agnar Ólason, 4.3.2007 kl. 00:03

3 identicon

Komi þeir sem koma vilja,
veri þeir sem vera vilja,
fari þeir sem fara vilja,
mér og mínum að meinalausu.


Stígum fastar á fjöl,
spörum ekki skó,
Guð má ráða
hvar við dönsum önnur jól.


Tap ársins 2006 hjá 365 hf. var 6,943 milljarðar króna og eigið fé í árslok var 6,137 milljarðar króna. Greinilega allt komið í bál og brand, Ari, og nafnið verður bráðum 0 hf.

Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband