Stjórnarsamstarf ekki í hættu - róast yfir stöðunni

Ríkisstjórn Geirs H. HaardeStjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks virðist ekki í hættu eftir fund formanna og varaformanna flokkanna í morgun. Þar tónuðu Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson niður allan ágreining og sögðu ummæli Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, hafa verið oftúlkuð. Engin niðurstaða hefur enn náðst í málinu en fjölmiðlamenn tóku þessum ummælum með þeim orðum hvort Framsókn hefði lagt niður skottið.

Ef marka má ummælin sem féllu í morgun verður þetta ekki mál sem látið verður stranda á að ráði. Framsóknarmenn hafa vissulega látið misjafnlega hörð falla. Allir vita að Jón Sigurðsson var mun vægari í orðavali en Siv Friðleifsdóttir og gerði hann lítið úr ágreiningi. Engu að síður höfum við heyrt hvöss ummæli ráðherra og stjórnarþingmaður hefur talað um að hún eigi að segja af sér. Það eru fá dæmi um slíkt í seinni tíð og deilan varð ansi hvös er líða tók á helgina. Eitthvað virðist nú hafa róast yfir og greinilega ekki sami þungi í málinu og var t.d. á föstudag.

Ekki veit ég þó hvort fjölmiðlar hafi rétt fyrir sér í því að Framsókn hafi lagt niður skottið, en hinsvegar er rólegra yfir málinu en stefndi í að yrði. Ég veit ekki hvað Framsókn ætlar að gera en rólegheitayfirlýsingar formanns og varaformanns þeirra benda til þess að þetta mál muni ekki skipta sköpum í því sem framundan er. Það verður þó fróðlegt að sjá hvert samkomulag verði um málið, en það er þó ljóst á viðbrögðum framsóknarleiðtoganna að þetta er ekki mál sem þeir ætla að lát stranda á. Eða það verður bara að ráðast.


mbl.is Formenn stjórnarflokkanna ræddu ýmis málefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Tíðindalaust af Vesturvígstöðvunum." Fer allt vatnið úr pottinum ef aftur sýður upp úr? Framsókn liggur í rauninni ekkert á, því frumvarp um að setja ákvæði í stjórnarskrána um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar verður hvort eð er samþykkt á þingi eftir að núverandi ríkisstjórn er fallin. Framsókn langar náttúrlega til að eiga heiðurinn af því að koma þessu máli í gegnum þingið núna en stjórnarflokkarnir eiga eftir að koma mörgum málum í gegnum þíngið áður en því verður slitið eftir tíu daga. Hins vegar er ekkert undarlegt við það að Framsókn fái unglingaveikina svona seint í vetur, því rjúfa á þing um leið og það hefur samþykkt breytingu á stjórnarskránni.   

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 14:07

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þessu er eg ekki sammála eg hefið vilja slita þessu fyrir löngu,Buin að fá nog af þessu samstafi,og vona að þetta endurtaki sig ekki okkar veggna XD manna /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 5.3.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband