Gerjun í stjórnmálum - tvö ný framboð myndast

Alþingi Það stefnir í spennandi þingkosningar eftir tæpa 70 daga. Nú virðist ljóst að tvö ný framboð í öllum kjördæmum séu að myndast, hægri grænt framboð og framboð aldraðra og öryrkja. Muni þessi tvö framboð ná að koma með lista í öllum kjördæmum munu sjö framboð verða á landsvísu að þessu sinni. Fimm flokkar eru á þingi nú og hljóta þessi nýju framboð að sýna einhverja óánægju með það sem fyrri framboð hafa fram að færa.

Ekki er hægt að segja að mannskapurinn sem nefndur er hægri græna framboðinu komi að óvörum. Þetta eru nöfn sem hafa verið nefnd um nokkurt skeið. Flestir spyrja hinsvegar um það hvort að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra og sendiherra, verði partur af framboðinu. Kjaftasögur hafa gengið um það. Brátt fæst úr því skorið. Meira er velt fyrir sér mannskap framboðs aldraðra og öryrkja, en það hefur gengið í brasi við að koma framboðinu á kortið og fáir sem vita hverjir muni fara fyrir því á listum um allt land. Sérstakt framboð þessara hópa á sér ekki fordæmi hérlendis.

Þessi nýju framboð eru augljós vitnisburður um gerjun í stjórnmálunum. Það eru fáir sem vita hvað gerist í væntanlegri kosningabaráttu. Fari kosningarnar eftir nýjustu Gallup-könnun myndi ég sennilega spá vinstristjórn VG, Samfylkingar og Framsóknarflokks. Það er svona eitthvað í hausnum á mér sem segir það. Þessi nýju framboð eru til vitnis um óánægju með alla flokka með einum eða öðrum hætti. Það segir sig sjálft. Annars kæmu þau ekki til sögunnar. Munu þessi framboð taka fylgi frá öllum flokkum? Ekki yrði ég hissa á því. Mun hægri grænt framboð taka grænt fylgi frá vinstri? Þetta er stór spurning. Það er fátt vitað um nýju framboðin, en þau tryggja enn meira spennandi kosningar.

Gerjun í stjórnmálum í aðdraganda þingkosninganna 1987 leiddu til sögulegra aðstæðna. Í fyrsta skipti í sögu Sjálfstæðisflokksins fékk hann minna en 30% fylgi og ekki var mögulegt að mynda tveggja flokka stjórn. Það verður fróðlegt að sjá hvort að hægri grænt framboð taki mikið fylgi af Sjálfstæðisflokknum. Þetta er stór spurning sem verður fróðlegt að fá svar við. Ég held að framboð hægri grænna taki ekki síður vinstrafylgi, enda eru margir til vinstri ósáttir við flokkana þar. Með öðrum orðum; það er erfitt um að spá um áhrif nýja hægri græna framboðsins. Það getur sótt fylgi víða ef það fúnkerar t.d. eins og Borgaraflokkurinn fyrir tveim áratugum.

Munu aldraðir og öryrkjar sjá samhljóm í framboði sérmerktu þessum hópum? Eða verður þetta framboð vettvangur kverúlanta og sérvitringa sem enginn hefur viljað eða ekki viljað vinna með. Það er stór spurning. Persónulega tel ég hægri græna framboðið líklegra til einhverra afreka. Fáir vita þó hvort að þau floppa eða brillera, nú eða lenda þarna mitt á milli. Þetta verða spennandi kosningar. Tvö ný framboð tryggja meiri spennu en ella. Þetta verða líflegir 70 dagar sem framundan eru hjá okkur stjórnmálaáhugamönnunum.

mbl.is Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó." Sjálfsagt verður Jón Baldvin fjórða hjólið undir Hægri græna vagninum. Honum leiðist að láta krossfesta sig í Kvosinni. Framboð lífeyrisþega verður aldrei barn í brók. Það er andvana fætt. Níræð Framsókn áfram í stjórn? Það er hvorki gott né hollt fyrir þjóðina að sami flokkur sé nánast alltaf við stjórnvölinn og Framsókn hefur skapað hér yndisleg elliheimili fyrir sjálfa sig.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband