Femínistarnir varla ánægðir með Clooney

George Clooney Leikarinn George Clooney hefur aldrei verið feiminn við að stuða allhressilega. Það má fullyrða að hann hafi allavega ekki heillað femínista upp úr skónum með þessum ummælum sínum að hann vilji ættleiða unga, ríka og fallega konu. Svo er greinilegt að hann ætlar ekki beint að hugsa um heilsuna mikið meira. George Clooney hefur verið hjartaknúsari kvikmyndaheimsins í áraraðir og heillaði fyrst konur heimsins með leik sínum í Bráðavaktinni, ER.

Hann hefur verið farsæll leikari og síðustu árin ennfremur sýnt snilldartakta sem leikstjóri. Í dag er liðið ár síðan að Clooney hlaut óskarinn fyrir túlkun sína á CIA-leyniþjónustumanninum Bob Barnes í pólitísku fléttumyndinni Syriana. Þar fór hann algjörlega á kostum. Við sömu athöfn var hann tilnefndur fyrir leikstjórn í Good Night, and Good Luck, en tapaði fyrir Ang Lee sem hlaut verðlaunin fyrir Brokeback Mountain.

Clooney verður varla eftirlæti femínistanna eftir þetta.... eða hvað.

mbl.is Clooney hefur áhuga á því að ættleiða unga og fagra konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Karlkvölin var að djóka ... ég tel mig vera femínista og fannst þetta bara fyndið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2007 kl. 22:33

2 identicon

Goggi klónaði hefur nú alveg efni á að ættleiða gamla, ljóta og fátæka konu. Ættu femínistar að vera á móti því?

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 23:14

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann hefur frjálsan vilja ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já það er alveg rétt Gurrí og Kolbrún. Þetta var djók og skrifin mín voru líka svolítill húmor líka. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.3.2007 kl. 23:26

5 identicon

Fröken Guðríður veit greinilega meira en við hin og getur kannski sannað það með minjagrip.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 23:26

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sem feminista er mér ekki misboðið heldur.  Karlinn er með húmor, það er fínt.  Þú líka Stefán

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2007 kl. 23:34

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, ég lofaði Clooney að gefa ekkert upp um samfundi okkar! Það fer allt í heimspressuna sko!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.3.2007 kl. 00:38

8 identicon

Það er of seint, fröken Guðríður. Þetta er komið í Bæjarpóstinn á Dalvík.


Gurrí brennur enn í muna
meir en nokkurn skyldi gruna
er Goggi gaf henni undir fótinn.
Fyrir sunnan Fríkirkjuna
fóru þau á stefnumótin.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 01:21

9 Smámynd: Ester Júlía

Hann er bara þrælskemmtilegur karlinn - meinfyndinn

Ester Júlía, 6.3.2007 kl. 07:55

10 identicon

Við Maleistar (þögull meirihluti) erum hæstánægðir.

grímnir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 08:27

11 identicon

Húmorinn í þessu er náttúrulega sá að kall kvölin þarf núorðið að ættleiða unga dömu því engin þeirra hefur sjálfviljug áhuga á ræflinum. Enda orðinn svolítið þreyttur.

ex354 (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband