Konurnar að flýja Samfylkinguna

Ágúst Ólafur og Ingibjörg Sólrún Það er merkilegt að sjá krísuna sem blasir við Samfylkingunni; fylgið er í frjálsu falli og frammistaða formannsins er umdeild. Ofan á allt er merkileg sú staðreynd að konur virðast vera að flýja flokkinn unnvörpum. Skoðanakannanir sýna kristalskýrt að kvennafylgi flokksins er minna en jafnan áður og þær virðast í auknu mæli horfa í aðrar áttir. Þetta gerist þó að formaður Samfylkingarinnar sé kona.

Á meðan að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var vonarstjarna vinstrimanna sem borgarstjóri í Reykjavík er horfði til landsmálaframa var það metið henni mikilvægt að vera kona á framabraut - í kosningunum 2003 var hún með eftirminnilegum hætti kynnt sérstaklega í glæsilegri litaútgáfu skælbrosandi andspænis svarthvítum karlkyns forverum á valdastóli; allt frá Hannesi Hafstein til Davíðs Oddssonar. Umdeild auglýsing, en skýr skilaboð - mjög afgerandi. Þá var stuðningur kvenna við Samfylkinguna talsverður eins og flestir muna.

Það að konurnar horfi annað er táknrænt og athyglisvert fyrir konuna sem mesta möguleika á að leiða ríkisstjórn, þó minni möguleikar séu á því nú en var árið 2003. Þá barðist hún við Davíð Oddsson, manninn sem hún dýrkaði að þola ekki. Nú er Davíð farinn..... líka mesti vindurinn úr seglum Ingibjargar Sólrúnar. Táknrænt - en athyglisvert, ekki satt?

mbl.is Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi flótti úr Samfylkingunni snýst ekkert um þá staðreynd að Ingibjörg Sólrún er kona heldur að stjórnmálamenn missa traust þegar þeir tala eins og þessi hefur gert. Það þarf að varast að tengja allt kyni fólks. Það eru nákvæmlega jafn margar hæfar konur í foustu í stjórnmálum og vanhæfir karlar. Semsagt 50/50 og þá þarf ekkert að ræða þennan kynjamun stöðugt. JAFNRÉTTINU VERÐUR EKKI NÁÐ Í KVENNAKLÍKUHÓPUM FREKAR EN Í KARLAKLÍKUHÓPUM. Virðing fyrir heiðaleika, dugnaði og áræðni er það sem allir þurfa að sýna í stjórnmálum. Við erum lánsöm í okkar flokki Stefán að hafa þannig fólk, karla og konur. Við þurfum hinsvegar að þora að standa vörð um að á alla sé hlustað, konur og karla. Ef stjórnmálamenn hlusta ekki á raddir almennings hætta þeir að heyra þær. Raddirnar fara annað! Það er Ingibjörg Sólrún að sannreyna í dag. Hún hefur ekki hlustað!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Það er einkennilegt hvernig allir nota þennan frasa í "frjálsu falli". Fylgi Samfylkingarinnar hefur verið 22-25% nú í mjög langan tíma (síðan fyrir áramót) í flestum könnunum. Samt alltaf þegar ný könnun kemur þá nota menn frasann. Jú vissulega er talsverðu fylgi tapað úr 31% (í kosningum) í 23% eins og staðan er núna. Ég hef hins vegar séð Sjáflsstæðisflokkinn vera mðe 45-48% í mörgum könnunum fyrir skemmstu, en nú með 36-38%. Ég er ekki sáttur við 22-25% fylgi, síður en svo. En þannig er það búið að vera lengi og fallið því löngu búið.

Eggert Hjelm Herbertsson, 6.3.2007 kl. 10:46

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ég held að það sé töluvert til í þessu hjá Jónínu. Tek undir að aðal vandamál ISG er einmitt að fólk treystir henni ekki eftir allt sem hún hefur látið útúrsér. Tek einnig undir að það hefur ekkert með kyn hennar að gera enda er ég á þeirri skoðun að konur standa algerlega jafnfætis körlum á öllum sviðum.  Í ljósi þessa finnst mér ótrúlegt hjá Samfylkingunni að einblína svona á foringja sinn og þá persónudýrkun sem þar er í gangi og þá eingöngu út frá kyni hennar finnst manni. Ég er viss um að útkoma Samfylkingarinnar væri mikið betri ef flokkurinn í heild sinni væri að há kosningabaráttuna, nota frambjóðendurna á listunum mikið meira en gert er. En getur kannsi verið að frambjóðendurnir séu búnir að gefast upp fyrir þessar kosningar og vilji helst ekki láta bera mikið á sér svo þeir geti komið tiltölulega "hreinir" til leiks næst???  Nei ég bara spyr

Guðmundur H. Bragason, 6.3.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband