Samkomulagi náð í auðlindamálinu

Ríkisstjórn Geirs H. HaardeStjórnarflokkarnir hafa nú náð samkomulagi í auðlindamálinu sem verður væntanlega kynnt síðar í dag af leiðtogum stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Jóni Sigurðssyni, viðskiptaráðherra. Þetta hefur verið hitamál síðustu dagana og margir fundir verið í þingflokkum stjórnarflokkanna og milli formanna flokkanna.

Það verður fróðlegt að sjá hvert samkomulag flokkanna sé. Menn munu eflaust rýna í það hvor flokkurinn hafi gefið meira eftir eða hvort þeir mætist á miðri leið, eins og jafnan gerist í samsteypustjórn tveggja stjórnmálaflokka.

Það eru aðeins tveir mánuðir til kosninga og ljóst að þetta er síðasta áberandi krísa ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu, en starfstíma þingsins á kjörtímabilinu lýkur væntanlega í næstu viku.


mbl.is Samkomulag um auðlindamál sagt vera í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnarandstöðuflokkarnir samþykkja að sjálfsögðu ekki hvaða orðalag sem er á nýju ákvæði um auðlindir í stjórnarskránni. Og ef þeir samþykkja það ekki nú, samþykkir þingið það ekki á næsta kjörtímabili, því vitað er að stjórnin fellur í kosningunum í vor. Meirihluti þeirra sem þá verða kosnir á þing þarf að samþykkja sjórnarskrárbreytingarnar ÓBREYTTAR til að þær öðlist gildi. Stjórnarflokkarnir hefðu því átt að berja saman þessar breytingar á stjórnarskránni í samvinnu við stjórnarandstöðuna, í staðinn fyrir að hunsa hana í þessu máli.

Steini Briem (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ríkisstjórnin getur ekki ákveðið neitt nema það sem er hennar vilji með meirihluta á Alþingi. Annars eigum við eftir að heyra hvert samkomulagið er.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.3.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Er einhver sem man eftir auðlindanefnd eða af hverju ákvæðið um að stjórnarskrárbinda þjóðareign á auðlindum er yfirleitt í stjórnarsáttmálanum? Athyglisvert ef eytt er fleiri árum í ítarlega sérfræðivinnu og samráð við aðila um allt samfélagið eins og gert var með auðlindanefnd, ef niðurstaða hennar er svo einskis virði og samið upp á nýtt um mál af þessari stærðargráðu í bakherbergjum rétt fyrir kosningar!
Svo eru menn hissa á því að Alþingi njóti ekki meira trausts!

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 8.3.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband