Ríkidæmi Björgólfsfeðga eykst

Björgólfur Thor

Það eru auðvitað mikil tíðindi að ríkidæmi Björgólfs Thors Björgólfssonar hafi aukist skv. Forbes. Nú eru feðgarnir báðir á listanum; Björgólfur Thor er í 249. sæti og faðirinn í því 799. Eignir Björgólfs Thors eru metnar á 3,5 milljarða dollara eða 235 milljarða króna, en Björgólfs eldri á 1,2 milljarða dollara, um 80 milljarða króna. Mikið ríkidæmi það. Thorsættin er enn mjög áberandi heldur betur.

Björgólfur Thor varð fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heimsins. Held að það sé rétt munað hjá mér að Bill Gates hafi drottnað efstur á honum síðan 1993 allavega, eða eitthvað þar um bil hið minnsta, 13-14 ár. Veldi Björgólfsfeðga er eins og flestir vita upprunnið úr gosdrykkja- og bjórverksmiðjum í Rússlandi.

Það var mjög merkilegur þáttur af Sjálfstæðu fólki þegar að Jón Ársæll fylgdi Ólafi Ragnari í heimsókn til Rússlands þar sem hann var að mæra bransa Björgólfsfeðga. Hefði fáum órað fyrir slíkum hóli við upphaf Hafskipsmálsins að Ólafur Ragnar myndi mæra þá feðga. En svona er nú heimurinn oft kaldhæðinn.

Rikidæmi Björgólfs Thors vex ár frá ári. Hann er einn mannanna sem er í forystusveit íslensks viðskiptalífs. Hinsvegar er hann auðjöfur á veraldarvísu auðvitað. Um daginn talaði hann um að flytja höfuðstöðvar Straum-Burðarás burt frá Íslandi. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig því máli muni ljúka.


mbl.is Björgólfur Thor hækkar um 101 sæti á lista yfir ríkustu menn heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjöggar og félagar, vinsælir alls staðar, vilt'ekki vera með? B&B eiga svo stóra sparigrísi að hvorki kemst yfir þá fuglinn fljúgandi né Nicelandair. Erindrekinn í Seðlabankanum vill hins vegar eiga stærsta sparibaukinn í öllu kóngsríkinu og spýr því sífellt eldi og eimyrju yfir B&B ásamt stjórnarerindrekanum BB. Og einhverra hluta vegna bætir það ekki skap þeirra drekanna að sparibaukar B&B líta út eins og Óli grís.

Steini Briem (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þeir ættu að hafa efni á að ráða fólk til að svara skilaboðum..........

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.3.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband