Morgunspjall með Gesti Einari og Hrafnhildi

Ég mun fá mér morgunkaffi með Gesti Einari og Hrafnhildi í fyrramálið á Rás 2 laust eftir hálfníu. Við ætlum að ræða í bítið um bloggmenninguna og ýmislegt skemmtilegt tengt blogginu. Verður eflaust mjög skemmtilegt spjall og áhugavert. Virkilega gott að fá boð um að spjalla í svona góðum þætti, en ég hlusta alltaf á þáttinn þeirra og finnst hann bestur af þeim sem eru snemma á morgnana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að því, Stebbi minn. Farðu vel með þig.

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 01:06

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það verður fylgst með þér!

Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 07:40

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Til hamingju með viðtalið hjá Gesti Einari og Hrafnhildi, var að hlusta og þú varst fagmannlegur þar.

Sigfús Sigurþórsson., 14.3.2007 kl. 08:51

4 identicon

Snöfurmannlega gert, eins og þín var von og vísa, Stefanus. Klæddu þig vel í stórhríðinni á Akureyri, sem aumir Sunnlendingar kalla snjóbyl. Ekki vita þeir heldur í Hreppunum hvað dráttarvél er fyrir nokkuð. Landbúnaðarráðherrann heldur að hún sé kynlífsverkfæri.

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 09:07

5 identicon

Mjög fínt hjá þér

Glanni (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 09:36

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir að hlusta - takk fyrir góð orð. Þetta var mjög gaman, enda er þetta léttur og skemmtilegur morgunþáttur. Mjög gott spjall, og áhugavert að tala aðeins um bloggið og þetta skemmtilega samfélag hér.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.3.2007 kl. 09:46

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já þvi miður misti eg af þessu!!!!!/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 14.3.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband