Er ég að fara í framboð fyrir Íslandsflokkinn?

Ég sá að bloggvinkona mín, Guðrún María Óskarsdóttir, spyr í bloggkommenti á vefnum hjá mér hvort að ég sé að fara í framboð fyrir Íslandsflokkinn, nýjan flokk Margrétar Sverrisdóttur, Ómars Ragnarssonar og ýmissa annarra aðila. Fannst þetta athyglisvert komment mjög, svo ég segi það bara hreint út alveg. Hef vanist ýmsu öðru um dagana en að ég sé orðaður við framboð fyrir aðra flokka.

Það er mjög einfalt svar til við spurningunni. Ég er ekki að fara í framboð fyrir Íslandsflokkinn, eða hvaða nafni þessi flokkur mun annars nefnast. Mér líður vel þar sem ég á heima pólitískt og það eru engar breytingar framundan þar. Þannig að það er einfalt mál.

Ég ætla að vona að Sjálfstæðisflokkurinn nái fjórum mönnum hér í Norðaustri í vor. Við erum með frambærilegan mann í fjórða sætinu, Þorvald Ingvarsson, lækningaforstjóra á FSA og formann Sjálfstæðisfélags Akureyrar. Vonandi náum við að tryggja tvo Akureyringa á þing í vor.

Að því mun ég allavega berjast eftir því sem mér framast er unnt. Ég hef engan áhuga á framboði við þessar þingkosningar og hef komið því á framfæri fyrir löngu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi minn.

Það er svo langt síðan ég spurði þig um það. Hvað veit maður Stebbi, þú hefur gagnrýnt þinn eigin flokk öðru hvoru. Hef stundum tekið undir með þér til dæmis hvað varðar þátt yngra fólks til þáttöku. Norðaustur verður spennandi núna því þar er kominn hjá okkur Frjálslyndum , athafnasamasti þingmaður sem kjörinn hefur verið á Alþingi Íslendinga , Sigurjón Þórðarson.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2007 kl. 02:47

2 identicon

Sæll Stefán!

Ég hefði viljað heyra að þú værir að fara í framboð fyrir splunkunýjan flokk, flokk sem mun án efa hugsa heilstætt um verðmæti þegna þessa lands sem og náttúru.  Þar sem mér leiðist þessi gamla pólíska tugga, þá vona ég að landsmenn sjái hag sinn í því að koma nýrri ríkisstjórn að.  Satt að segja, þá held ég að nafngift ráðandi flokka hafi mikið með málið að segja - Íslendingar eru nefnilega eins og Bjartur í Sumarhúsum inn við beinið.  En málið er einfalt: Við erum ein stór fjölskylda sem þarf að hugsa vel um og alla jafnt.  Hvaða foreldri myndi meðvitað gera upp á milli barna sinna svo um munar - vonandi ekkert ! Þetta er ósköp einföld jafna; hugsa vel um þegna sína, unga sem aldna. Kenna þeim metnað og löghlýðni, svo ekki sé minnst á góðmennsku í garð náungans...  Bkv. Magnea 

magnea (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 03:39

3 identicon

Sæll Stefán!

Ég hefði viljað heyra að þú værir að fara í framboð fyrir splunkunýjan flokk, flokk sem mun án efa hugsa heilstætt um verðmæti þegna þessa lands sem og náttúru.  Þar sem mér leiðist þessi gamla pólíska tugga, þá vona ég að landsmenn sjái hag sinn í því að koma nýrri ríkisstjórn að.  Satt að segja, þá held ég að nafngift ráðandi flokka hafi mikið með málið að segja - Íslendingar eru nefnilega eins og Bjartur í Sumarhúsum inn við beinið.  En málið er einfalt: Við erum ein stór fjölskylda sem þarf að hugsa vel um og alla jafnt.  Hvaða foreldri myndi meðvitað gera upp á milli barna sinna svo um munar - vonandi ekkert ! Þetta er ósköp einföld jafna; hugsa vel um þegna sína, unga sem aldna. Kenna þeim metnað og löghlýðni, svo ekki sé minnst á góðmennsku í garð náungans...  Bkv. Magnea 

magnea (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 03:43

4 Smámynd: Pétur Björgvin

Er þetta ekki bara spurningin um tíma, yfirtakið þið í xD ekki svo við tækifæri xÍ ?? 

Pétur Björgvin, 15.3.2007 kl. 09:48

5 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Það er kannski frekar á hinn veginn. xD er nú eiginlega kominn að fótum fram.

Lárus Vilhjálmsson, 15.3.2007 kl. 12:16

6 identicon

Já, ekki er nú fríður Flokkurinn,
hann fer að skríða í kuðunginn,
mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvar ég á heima.

Það er svo mikið svoleiðis
í sveitinni, eða þannig sko,
flutningskostnaður landleiðis
lækkað hefur verðið á skro.

Margt er manna bullið,
misjafnt drukkið sullið,
smjörið upp í apamann
assgoti þá liðlega rann.

Copyrigt 2007, Eiríkur Kjögx

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband