Kosningablær á eldhúsdagskvöldi á Alþingi

Geir H. Haarde Það líður að lokum kjörtímabilsins og aðeins 58 dagar eru til þingkosninga. Þess sáust merki á Alþingi í kvöld, en þar var áberandi kosningablær á eldhúsdegi. Allir ræðumenn komu inn á kosningarnar og biðluðu greinilega til landsmanna. Vel sást í umræðunum að engin samstaða er um breytingar á stjórnarskránni og vandséð hvernig sætta megi deilur um málin fyrir helgina, fyrir áætluð þinglok á kjörtímabilinu. Mun væntanlega ráðast á morgun hvernig málinu ljúki en lítill er sáttatónninn.

Mér fannst besti ræðumaður kvöldsins vera Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Hún flutti öfluga og sköruglega ræðu. Þar var byggt á staðreyndum um það hvernig stjórnarandstaðan sat hjá í öllum lykilframfaramálum undanfarinna ára. Þar var mjög vel talið upp. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, kom vel inn á það í ræðu sinni að efnahagur landsins stæði mjög vel um þessar mundir. Sagði hann ekki sjálfgefið að lífskjör landsmanna héldu áfram að batna og varaði við hugmyndum VG og Samfylkingarinnar um frestun og eða stöðvun framkvæmda.

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hét á stjórnarandstöðuna um samstarf í auðlindamálinu og sagði erindi Framsóknarflokksins aldrei hafa verið meira en nú. Greinilega verið að reyna að snúa vondri stöðu Framsóknar við. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sakaði stjórnarflokkanna um að hafa stjórnarskrána að leiksoppi og að svara réttlætiskröfu almennings um sameign auðlinda með sjónhverfingu í nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, gerði mikið úr stöðu VG gegn stóriðju og að þeir stefnufastur flokkur. Þannig að allir reyndu að tala vel fyrir sínu ágæti og tala til kjósenda.

Það var hiti í umræðunum, sem skiljanlegt er með þingkosningar innan tveggja mánaða. Alltaf áhugavert að fylgjast með þessu fyrir okkur stjórnmálaáhugamenn. Nú verður fróðlegast hvenær þingstörfum ljúki og hvort stjórnarskrárbreytingin nær fram að ganga. Það eru ýmis spurningamerki á þessu kvöldi og óljóst hvenær þinginu verður slitið, síðasta þingi fjölda þingmanna. Það er mikill fjöldi þingmanna sem er ekki í endurkjöri og mátti sjá þau andlit í salnum greinilega utanveltu yfir kosningaræðunum, enda er þetta fólk sem tekur ekki fullan þátt í baráttunni, t.d. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sem brátt lætur af þingmennsku.

Þetta verða líflegir 60 dagar fram til kosninga. Það verður mesta fjörið í slagnum eftir páskana eflaust en tónninn var sleginn í kvöld um það hvernig baráttan verði háð. Nú eru greinilega Samfylking og Framsóknarflokkur með vonda stöðu í öllum könnunum á meðan að VG flýgur með himinskautum og Sjálfstæðisflokkurinn mælist yfir kjörfylginu eftir sextán ára stjórnarsetu. Það mátti enda sjá hvaða stjórnmálaleiðtogar eru að mælast vel og hverjir eiga undir högg að sækja. Gott dæmi um þetta var formaður Samfylkingarinnar, sem virðist pólitískt eiga mjög erfitt þessar vikur í aðdraganda kosninganna.

En nú er stóra spurningamerkið hvenær þingi lýkur og með hvaða hætti, t.d. hvort enn verði augljós átök um stjórnarskrárbreytingar eins og fram kom í kvöld. Við fáum væntanlega betri heildaryfirsýn yfir það með morgni.

mbl.is Geir: Hægt að framlengja framfaraskeiðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lenín var afbragðsræðumaður og bæði Steini og Bíbí hafa tekið hann sér til fyrirmyndar í ræðustól Alþingis. Ég gef hins vegar Hvell-Geira, Framsóknar-Jóni, Hveragerði og hinum Frjálsblinda Magnúsi Þór hálfa stjörnu fyrir viðleitni í þessu eldhúsi í kveld. Ríkisstjórnin er greinilega fyrir löngu komin í Fallin spíta en Imba var fögur sem forðum er hún með öllum sínum kvenlega yndisþokka brosti til mín á brúnni yfir Tjörnina. Ekki komast karlanir með tærnar þar sem hún hefur háu hælana í þeim efnum, nema Steini. Þau munu því að öllu forfallalausu ganga í heilagt hjónaband í vor og biðja nú um tilfinningalegt svigrúm eftir að hafa opinberað trúlofun sína í kvöld.

Boðskortin hafa nú þegar verið send út og Addi Kitta Gau mun verða svaramaður Steina. Einnig einkaþjónn í sjávarútvegi ef á þarf að halda á heimilinu, þó enginn verði hann slordóni. Og Imba leyfir Steina að vera húsbóndi á sínu heimili. En að sjálfsögðu mun hún stjórna öllu í reynd, sjá um innkaup og annað á heimilinu, og eyða þar mestu fé, eins og aðrar konur gera. Á meðan dundar Steini sér í garðinum. En Addi mun, ef á þarf að halda, sjá um húsverk, afþurrkun alla og ryksog, enda vel til þess fallinn. Og ekki vill hann ráða til þess erlendar vinnukonur, þannig að hann verður að sjá um allt slíkt sjálfur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband