Banaslys í umferðinni

Minningarkrossinn í Kirkjugarði AkureyrarÞað er sorglegt að heyra af enn einu banaslysinu í umferðinni. Þetta er annað banaslysið á árinu 2007 - og það gerist á Suðurlandsvegi. Það hefur lengi verið talað um hætturnar þar - vonandi verður leiðin þar um brátt tvöfölduð. Árið 2006 var eitt það sorglegasta í umferðinni hérlendis. Rúmlega 30 einstaklingar létu þá lífið í umferðarslysum hérlendis.

Það var mjög napurt ár, enda veit ég að margar fjölskyldur voru í sárum á þeim krossgötum, sem þeim fylgdu. Í grunninn séð vekja þessi sorglegu umferðarslys okkur öll til lífsins í þessum efnum, eða ég ætla rétt að vona það. Dapurleg umferðarslys seinustu mánaða og hörmuleg örlög fjölda Íslendinga sem látist hafa eða slasast mjög illa munu vonandi fá okkur til að hugsa vel um umferðarmál.

Ég votta aðstandendum samúð mína.


mbl.is Kona lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Hjartanlega sammála, tvöföldum þenna veg sem allra fyrst.

Davíð Þór Kristjánsson, 21.3.2007 kl. 15:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála, ég bý á Selfossi þannig að þetta er nærri mér og það eru líka fleiri vegir sem mér líkar illa að keyra á. Að fara á föstudegi t.d. norður á Akureyri, minnir mig helst á rússneska rúllettu, mjór vegur, engar axlir og mikill hraði, viðurkenni að ég var dauðhrædd síðast þegar ég keyrði norður. Mér finnst að vegamál og öryggi okkar íbúa þessa lands í hvaða formi sem það er, séu kosningamál og um það á að myndast breið samstaða, því að æsa sig yfir þúfum og þverám, meðan landinn týnir lífinu á lélegum vegum. Munum að forgangsraða.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 16:11

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt hjartanlega sammála,vonadi að við sjáum að okkur og gerum eitthvað rótækt þarna/ Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 21.3.2007 kl. 17:49

4 identicon

Það þarf að tvöfalda þjóðveginn sem fyrst á milli Selfoss og Akureyrar og gera jarðgöng undir Vaðlaheiðina.

Steini Briem (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband