Stöð 2 sendir út hádegisfréttir frá Akureyri

Hádegisfréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar voru sendar út í beinni útsendingu frá Akureyri í dag, svo og hádegisviðtal við Þorstein Gunnarsson, rektor HA. Það er ánægjulegt að sjá þann metnað sem þessum útsendingum fylgir. Það er öllum ljóst að þar er mesta eljan við að flytja fréttir héðan af Eyjafjarðarsvæðinu á landsvísu. Það eru langmestu líkurnar á því að þar sé fjallað um aðalmálin sem hér er í deiglunni.

Vil lýsa yfir ánægju minni með þetta - það eru vissulega stórtíðindi að einkareknir fjölmiðlar geri betur en sá ríkisrekni. Á það verður að benda. Það er enda tímaskekkja að ríkið reki fjölmiðla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er alltaf stöð á Stöð tvö, segja þeir flámæltu. Er ríkið búið að reka fjölmiðlana?! Ja, þú segir fréttir, Glámur minn! Þeir voru ekki fyrr búnir að reka Pál Magnússon eða Vilhjálmsson, eða hvað hann nú heitir, en þeir réðu hann aftur. Í hvaða flokki er hann aftur, hann Páll? Var að fá mér kaffi í sakleysi mínu og þegar ég lyfti bollanum var sagt frá því í Ríkissjónvarpinu að þeir hebbðu rekið Pál. En þegar bollinn var á leiðinni niður aftur sögðu þeir að Páll hebbði verið ráðinn aftur í sama starf og fengið fimm milljóna króna biðlaun í millitíðinni! Ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu ennþá en læt þig vita ef ég geri það, Glámur minn. Með hlýrri kveðju norður fyrir Holtavörðu og farðu vel með þig í kuldanum, þinn vinur ævinlega í lífsins þraut, Skrámur

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Páll Magnússon er sonur Magnúsar H. Magnússonar, fyrrum ráðherra, varaformanns Alþýðuflokksins og bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Myndi segja að hann væri krati en hann hefur verið fréttamaður nærri alla sína starfsævi og aldrei sjálfur komið nálægt stjórnmálum. Það hefur ekki verið hans bransi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.3.2007 kl. 14:29

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það var virkilega gaman að sjá fréttirnar í dag, eitthvað svo notalegt að horfa á Pollinn í bakgrunninn, mig bara dauðlangar að skreppa norður, ætla samt að bíða eftir betra veðri, bestu kveðjur í höfuðstað norðurlands

Ásdís Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 14:31

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já hugurinn leitar oft Norður, en þó yfirleitt utar í Eyjafjörðinn eða á Sigló...og af því að ég er svo gömul þá man ég þá tíð þegar maður hafði val um ýmsa ferðamáta til Akureyrar....fékk sé far með Fossunum (þá voru tíðir strandflutningar), ...gat farið með flugi,...siglt með Drangi,....eða ferðast með rútunni.... nú er eini ferðamátinn einkabíllinn og á köldum vetrardögum eins og í dag....þarf að fara lengri leiðina.

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.3.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband