Ómar leiðir Íslandshreyfinguna - framboð kynnt

Ómar Ragnarsson Íslandshreyfingin - lifandi land, hægri grænn stjórnmálaflokkur, var kynntur á blaðamannafundi fyrir stundu. Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður, mun leiða hið nýja framboð, en Margrét Sverrisdóttir, starfandi borgarfulltrúi, mun verða varaformaður þess. Mun það bjóða fram í öllum kjördæmum og er ætlað að berjast fyrir umhverfisvernd, jöfnuði, betri kjörum aldraðra og öryrkja og nýsköpun.

Það eru vissulega stórtíðindi að Ómar leiði framboðið og verði lykilforystumaður þess í kosningabaráttunni. Þetta þýðir um leið að hann verður í öllum lykilviðtalsþáttum baráttunnar með öðrum formönnum stjórnmálaflokka og tekur meginslaginn sem alvöru leiðtogi. Ómar er okkur öllum vel þekktur sem fréttamaður, skemmtikraftur og þúsundþjalasmiður - nú verður hann hinsvegar stjórnmálamaður og kemur fram sem slíkur í kosningabaráttu næstu 50 dagana.

Framboðið er kynnt á þeim degi þegar að nákvæmlega 50 dagar eru til alþingiskosninga. Nú reynir á kraft þess og styrkleika. Ómar verður elsti stjórnmálaleiðtoginn í slagnum. Hann verður 67 ára, það sem flestir kalla löggilt gamalmenni, þann 10. maí, tveim dögum fyrir alþingiskosningar. Nú reynir á hvernig hann sé sem alvöru leiðtogi. Það verður fróðlegt að sjá.

Reyndar hefur framboð hans blasað við lengi, eða allt frá því í haust er hann hætti sem fréttamaður til að tala hreint út og ákveðið um umhverfismál. Þar birtist okkur eldhugi og baráttumaður sem hikaði hvergi. Þar birtist stjórnmálaleiðtogi.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þau leggja upp baráttuna undir forystu Ómars sem flokksformanns og Margrétar sem varaformanns. Margir töldu þetta verða hreyfinguna hennar. Svo virðist ekki eiga að vera að öllu leyti.

Var kannski deilt um einmitt þetta síðustu dagana, átökin sem ég nefndi á mánudag? Hver veit. En nú reynir á þetta. Nú hefst hiti og þungi baráttunnar. Hefur þetta framboð einhvern hljómgrunn. Ætli Gallup svari því ekki brátt fyrir okkur.

Eitt annað; framboðið virðist hafa fengið að bjóða fram með broddstaf. Í verður það, rétt eins og hjá Ísafjarðarlistanum í sveitarstjórnarkosningunum fyrir tæpu ári.

mbl.is Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Það verður líka áhugavert að sjá hvernig framboðinu gengur út frá þeirri staðreynd að þau koma nokkuð fersk inn 50 dögum fyrir kosningar og geta því notað sér tækifærisgleði Íslendinga sem láta gjarnan hrífast í asanum. Giska á að það sé einn af styrkleikum þessa framboðs hvað það kemur seint fram.

Pétur Björgvin, 22.3.2007 kl. 15:05

2 identicon

"Íslandshreyfingin, lifandi land - dauður flokkur" vill sameina Ísland Grænlandi og saman eiga löndin að nefnast Grænn Hlunkur Mínus frá Kjörís. Buon appetito a tutti!

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 15:34

3 identicon

A þýðir atlot þín,
B að í bölvun skín,
D fölsk ert og fáráð,
F lítil nú og forsmáð,
I-ið bara iss og piss,
S-ið þó ekkert diss,
V-ið fögur fyrirheit,
heit ertu, ung og feit,
V-ið og S-ið vildi fá,
ef velja tvo stafi má.

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:12

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Pétur Björgvin. Góðar pælingar þetta, er sammála því að það hjálpar þeim að spila baráttuna stutta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.3.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband