Veruleikafirring samráðsforstjóra

Mér fannst mjög merkilegt að sjá samráðsolíuforstjórann Kristinn Björnsson tala í Kastljósi í vikunni. Orð hans voru jafnmikil veruleikafirring og þegar að við sjáum þegar að áfengissjúklingur heldur á glasi í hendi með áfengum drykk við barborðið og segist kæruleysislega ekki eiga við neitt vandamál að stríða.

Dómur Hæstaréttar fyrr í þessum mánuði hreinsaði forstjórana ekki að neinu að mínu mati. Gallarnir á málinu hjálpuðu þeim. Ég hef alla tíð verið viss um að samráð átti sér stað. Hverjir báru ábyrgð á því? Veggir fyrirtækisins eða manneskjur? Ég held að hugsandi fólk þurfi ekki að velta því lengi fyrir sér.

Ég skildi ekki ummæli Kristins í þessu viðtali. Hann svona tók undir sumt en sagði hitt vitleysu. Þetta var óttalegur hráskinnaleikur, leikur að orðum. Óttaleg veruleikafirring. Það er allavega mitt mat. Það var afleitt að ekki var hægt að taka á þessu máli. Það hefði sakfelling verið að mínu mati.

Enda er öllum ljóst að samráð fór fram og það vita allir hverjir bera ábyrgð á því.

mbl.is Smjörklípa í Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Höfuðsyndirnar sjö eru:

1. Drambsemi
2. Ágirnd
3. Óhóf
4. Óskírlífi
5. Öfund
6. Reiði
7. Leti

Olíufurstarnir eru sekir um þær flestar, ef ekki allar. Þarf að kanna það betur.


"Ég er, sko ég hugsa að menn hafi áttað sig á því sko þegar upp var staðið hvort að menn gerðu sér grein fyrir því vegna þess að það að einhver sko, einhver viðskipti komust á milli stórs félags, eins og olíufélags og einhvers annars stórs aðila, er ekki eitthvað sem gerist á einum degi. Sko, þetta er mikill undirbúningur, þetta eru miklar fjárhæðir og háar og þetta eru svona hlutir sem eru kannski lengi í bígerð. Ég tala nú ekki um ef þú ert að ná þér í einhvern nýjan kúnna og eitthvað þannig að gerast.

Krakkar mínir, komiði sæl! Ég er jólasveinninn!"

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Það hefði verið betra fyrir forstjóra olíufélaganna að vera dæmdir,en þurfa að vera eins og einhverjir meintir" huldumenn"dómskerfisins.Hvílík feruleikafirring,er nema von að dómstólar njóti aðeins 30 % trausts þjóðarinnar samk.skoðanakönnun Gallup fyrir nokkru.

Kristján Pétursson, 22.3.2007 kl. 18:35

3 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Veruleikafirring er:

Að halda því fram að það sé grundvöllur fyrir samkeppni í sölu á einsleitri vöru eins og bensíni, á lítilli eyju úti í ballarhafi.

Að halda að það komi sér eitthvað við hvernig verðlag er ákveðið hjá seljanda vörunnar.

Að halda að það sé hægt að halda uppi reglugerðafrumskógi og hamla aðgengi erlendra aðila að olíumarkaði á Íslandi og á sama tíma halda verði á olíu lágu.

Að halda að maður geti átt kökuna sína og borðað hana líka.

Rúnar Óli Bjarnason, 22.3.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband