26.3.2007 | 19:58
Skiptar skoðanir um lögbrot Spaugstofunnar
Mikið hefur verið rætt og ritað um atriði Spaugstofunnar á laugardagskvöldið þar sem lög um þjóðsöng lýðveldisins voru brotin og settur gríntexti við hann. Hef ég fengið mörg komment um þetta mál og ennfremur slatta af tölvupóstum. Þar koma fram skoðanir bæði með og á móti, sumir eru ansi harðorðir. Það er eins og það er bara. Heilt yfir finnst mér eins og fram hefur komið að þetta mál snúist ekki um gríntextann heldur lögbrotið sem slíkt.
Einhverjir spyrja sig eflaust; mun Spaugstofan og Páll Magnússon, útvarpsstjóri, verða ákærð fyrir þetta? Veit það ekki, en þarna reynir hiklaust á lög um þjóðsönginn. Það er mjög einfalt mál í sjálfu sér. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Verði ekki tekið á þessu máli er alveg kristalskýrt að lögin um þjóðsönginn og refsiákvæðin með öllu gagnslaus. Það er mín skoðun að það verði að taka á þessu máli með þeim eina hætti sem fær er. Lögin segja það. Mín skoðun skiptir í sjálfu sér engu máli. Lögin eru sett til að fara eftir þeim.
Margir hafa spurt mig um hver skoðun mín sé á þjóðsöngnum. Við því er einfalt svar. Það hefur verið mat mitt og skoðun til fjölda ára að við Íslendingar eigum fallegasta þjóðsöng í heimi. Lofsöngur er við ljóð sr. Matthíasar Jochumssonar, sem var prestur hér á Akureyri í einn og hálfan áratug, undir lok prestsferils síns. Eftir honum er nefnd kirkja okkar Akureyringa, minningarkirkja sálmaskáldsins og prestsins. Skammt frá stendur Sigurhæðir, þar bjó hann frá því húsið var byggt árið 1903 allt til dánardags árið 1920. Þannig er mál með vexti að ég er mikill unnandi kveðskapar Matthíasar, er því svosem ekkert alveg sama um þetta.
Ég hef til dæmis alla tíð verið algjörlega á móti því að skipta um þjóðsöng. Tel það í raun jafnast á við guðlast að tala um að henda honum og skipta um. Vissulega eigum við mörg falleg ættjarðarlög sem gaman er að syngja á tyllidögum og tignum stundum í sögu þjóðarinnar. En ekkert þeirra jafnast á við þjóðsönginn. Brást ég harkalega við í nóvember 2004 þegar að Sigríður Ingvarsdóttir og Hilmar Gunnlaugsson, varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, báru fram þingsályktunartillögu þar sem þau vildu skipta um þjóðsöng. Var þetta frekar dapurt mál fyrir þau bæði á skammri innkomu á þingi á þeim tíma.
En þetta mál snýst ekki um það hvort þjóðsöngurinn sé fallegur, einfaldur eða erfiður til söngs eða of mikill trúarlegur söngur. Þetta snýst um lög um þjóðsönginn og brot á honum. Það er ekki flókið mál. Þetta er prófmál á það hvernig koma skal fram við og hver staða hans sé. Það er mjög einfalt í sjálfu sér. Sumir líta eflaust á þetta sem spurning um heiður séra Matthíasar. Veit það ekki alveg. Það gæti vel verið að meistari Matthías væri harður virkjunarandstæðingur væri hann lifandi. En þetta snýst um hvernig koma skal fram við þetta lag. Það voru sett lög um lagið, lög sem eiga að vernda það.
Brot á því eru sem betur fer sárafá. Fyrir 25 árum var þjóðsöngurinn rokkaður upp í frægri kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Það var umdeilt - tekist var á um það. Sama á við um þetta mál, sem er umdeilt og tekist á um það hvort að lögin eru marklaus eður ei. Það verður fróðlegt að sjá hvort lögin séu aðeins til skrauts eður ei.
Einhverjir spyrja sig eflaust; mun Spaugstofan og Páll Magnússon, útvarpsstjóri, verða ákærð fyrir þetta? Veit það ekki, en þarna reynir hiklaust á lög um þjóðsönginn. Það er mjög einfalt mál í sjálfu sér. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Verði ekki tekið á þessu máli er alveg kristalskýrt að lögin um þjóðsönginn og refsiákvæðin með öllu gagnslaus. Það er mín skoðun að það verði að taka á þessu máli með þeim eina hætti sem fær er. Lögin segja það. Mín skoðun skiptir í sjálfu sér engu máli. Lögin eru sett til að fara eftir þeim.
Margir hafa spurt mig um hver skoðun mín sé á þjóðsöngnum. Við því er einfalt svar. Það hefur verið mat mitt og skoðun til fjölda ára að við Íslendingar eigum fallegasta þjóðsöng í heimi. Lofsöngur er við ljóð sr. Matthíasar Jochumssonar, sem var prestur hér á Akureyri í einn og hálfan áratug, undir lok prestsferils síns. Eftir honum er nefnd kirkja okkar Akureyringa, minningarkirkja sálmaskáldsins og prestsins. Skammt frá stendur Sigurhæðir, þar bjó hann frá því húsið var byggt árið 1903 allt til dánardags árið 1920. Þannig er mál með vexti að ég er mikill unnandi kveðskapar Matthíasar, er því svosem ekkert alveg sama um þetta.
Ég hef til dæmis alla tíð verið algjörlega á móti því að skipta um þjóðsöng. Tel það í raun jafnast á við guðlast að tala um að henda honum og skipta um. Vissulega eigum við mörg falleg ættjarðarlög sem gaman er að syngja á tyllidögum og tignum stundum í sögu þjóðarinnar. En ekkert þeirra jafnast á við þjóðsönginn. Brást ég harkalega við í nóvember 2004 þegar að Sigríður Ingvarsdóttir og Hilmar Gunnlaugsson, varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, báru fram þingsályktunartillögu þar sem þau vildu skipta um þjóðsöng. Var þetta frekar dapurt mál fyrir þau bæði á skammri innkomu á þingi á þeim tíma.
En þetta mál snýst ekki um það hvort þjóðsöngurinn sé fallegur, einfaldur eða erfiður til söngs eða of mikill trúarlegur söngur. Þetta snýst um lög um þjóðsönginn og brot á honum. Það er ekki flókið mál. Þetta er prófmál á það hvernig koma skal fram við og hver staða hans sé. Það er mjög einfalt í sjálfu sér. Sumir líta eflaust á þetta sem spurning um heiður séra Matthíasar. Veit það ekki alveg. Það gæti vel verið að meistari Matthías væri harður virkjunarandstæðingur væri hann lifandi. En þetta snýst um hvernig koma skal fram við þetta lag. Það voru sett lög um lagið, lög sem eiga að vernda það.
Brot á því eru sem betur fer sárafá. Fyrir 25 árum var þjóðsöngurinn rokkaður upp í frægri kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Það var umdeilt - tekist var á um það. Sama á við um þetta mál, sem er umdeilt og tekist á um það hvort að lögin eru marklaus eður ei. Það verður fróðlegt að sjá hvort lögin séu aðeins til skrauts eður ei.
Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.3.2007 kl. 19:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Stefán Friðrik Stefánsson
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Ég er alveg hissa á þeim að hafa verið að grínast svona með þetta, en mér finnst að þeir ættu að fá áminningu en ekki kæru. Mér finnst þeir hinsvegar of djarfir og svifast einskis að gera þetta, en þeir ættu að fá eina aðvörun.....
Inga Lára Helgadóttir, 26.3.2007 kl. 20:11
Þjóðsöngslögin eru frá árinu 1983, bara 24 ára gömul, þannig að það er spurning hvort ekki eigi að taka tillit til vilja löggjafans í ekki eldri lögum. Þar er refsiramminn tvö ár en "einungis" eitt ár í fána- og skjaldarmerkislögunum, sem eru frá 17. júní 1944, þegar nánast allir voru að drepast hér úr þjóðrembu. Þessi tvenn lög eru gríðarlega ströng og margir útlendingar furða sig á reglunum um meðferð fánans og þjóðsöngsins. Það hefur örugglega ekki hvarflað að Þjóðverjum að þeir væru að brjóta íslensk lög með því að spila íslenska þjóðsönginn of hratt og þeim finnst reglur um íslenska fánann hlægilegar. Hins vegar er ég þeim ekki sammála um það, þar sem ég hef alist upp við annað og kann að brjóta saman íslenska fánann.
Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:02
Ég lít á þetta sem marklaust grín.Þessi þáttur er búinn að skapa ákveðna grínhefð,sem þjóðin vill hafa og notið meira áhorfs en nokkuð annað sjónvarpsefni.Vissulega eigum við ávallt að bera virðingu fyrir þjóðsöngnum og þjóðfánanum okkar,en söngur Spaugstofumanna var veg sunginn og þeir vel klæddir með hátíðlegu yfirbragði.Við skulum bara sussa einu sinni,svo er þetta búið.
Kristján Pétursson, 26.3.2007 kl. 23:17
Þakka ykkur fyrir kommentin.
Inga Lára: Mjög gott komment. Ég vil að sjálfsögðu ekki stinga þeim í steininn á now-inu og refsa þeim. Áminning eða einhver væg athöfn væri við hæfi held ég, er ekki að tala fyrir því að þeir fái einhvern skell svosem. Það er allavega nauðsynlegt að velta þessu fyrir sér. Þetta fær mann til að hugsa um þessi mál.
Steini: Það skiptir engu máli hvort lögin séu frá 1983 eða 2002. Þau eru lög þrátt fyrir það. Eftir þeim ber að fara. Þú talar um Þjóðverjana. Er alveg sammála því að það var til skammar hvernig þjóðsöngurinn var spilaður þar. En það er annar hlutur að setja nýjan texta við lag Sveinbjörns og presentera þetta þannig. Hafi þetta átt að vera húmor féll hann flatur - varð Spaugstofunni til skammar bara.
Jón Kristófer: Góðir punktar. Hvað mig varðar er textinn aukaatriði. Hefði einu gilt hvað textinn hefði sagt. Það breytir ekki þeim grunni að laginu var breytt. Það er stóri punkturinn yfir höfuð. Það var auðvitað mjög mikilvægt að fólk í Þýskalandi og víðar um Evrópu sneri baki við kommúnisma og felldi kúgunarstjórnir. Það var bara barátta fyrir grundvallarmannréttindum í löndum vitfirrtra einræðisherra með einsflokks drottnun yfir öllu. Hvað bjórinn varðar er það okkur enn til skammar að slík forræðishyggja hafi verið yfir svo lengi og landsmenn ekki fengið að kaupa sér bjór. Vinstrimenn stóðu meginpart allir gegn því frelsi eins og allir vita, t.d. formaður VG sem kaus gegn því árið 1988 í lokaafgreiðslu. En í heildina; mér er ekki sama um þjóðsönginn og skrifa þess vegna. Hann stendur á vissum stalli finnst mér og það á að vera þannig.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 26.3.2007 kl. 23:17
Lögin frá 1983 taka vel á þessu máli. Það svarar því vel. Ef menn meina ekkert með refsiákvæðunum á að afnema þau finnst mér. Að því leyti er þetta visst prófmál myndi ég segja. Mér hefði fundist þetta annað hefðu þeir tekið t.d. Öxar við ána eða Ísland ögrum skorið - svei mér þá bara. Þjóðsöngurinn er þjóðsöngur. Við erum líka blessunarlega með þjóðsöng sem hefur verið á stalli og fengið að vera í friði nær algjörlega. Hann er líka mjög spes, hann hefur verið á stalli. Til allrar guðslukku hefur þjóðsöngnum okkar ekki verið nauðgað eins svakalega og þeim bandaríska sem hefur verið ofspilaður og ofgerður að mínu mati. Fallegt lag en það hefur verið einum of upptendrað. Ég hef sagt mína skoðun allavega, lögin eru allavega mjög skýr. Þau gilda í þessu máli, eða ættu að gera það.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 26.3.2007 kl. 23:38
Mér finnst þetta mjög ósmekklegt. Þetta var Spaugstofunni til skammar. Það er mín skoðun. Fer ekkert leynt með það og finnst gagnrýni mín hafa verið hóflega orðuð. Annars sá ég í kvöldfréttum að forsætisráðuneytið telur þetta ósmekklegt. Það má því eiga von á einhverjum viðbrögðum þaðan. En það voru sett lög um þjóðsöngurinn og gildi hans og því er hann auðvitað mjög sérstakur. Það gilda um hann önnur viðmið en önnur lög hvað það varðar. Ef menn telja illa farið með fánann eða honum sýnd vanvirðing geta menn eflaust kvartað. Þekki það ekki. Það gerir klúður Spaugstofunnar ekkert betra.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.3.2007 kl. 00:16
Snilldar pistill, tekur á öllum hliðum málsins. Takk fyrir mig.
Ingólfur Gíslason, 27.3.2007 kl. 00:32
Þeir ættu að vera kærðir, bara einfaldlega til þess að reyna á tjáningarfrelsi hér á landi. Þrátt fyrir að einhverjum finnist þetta ósmekklegt þá munu alltaf einhverjir telja grín ósmekklegt, sama um hvað efnið er. Hugsaðu þér bara hvernig hefði verið tekið á móti Hugleiki Dagssyni fyrir ca. 20 árum.
Fræðingur, 27.3.2007 kl. 00:34
Þarna er eg ér algjörlega ósammála Stefán Friðrik,við bara horfum a´þetta sem pura grin/Enda ekki annað ,þó oft megi satt kjurt lyggja/Kveðja ///Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 27.3.2007 kl. 00:37
Mér finnst að það eigi að sýna þjóðsöngnum þá virðingu sem lögbundin er. Þetta er á mjög dökku svæði og lögbrot er lögbrot. Það er bara mjög einfalt mál. Mér finnst ekki hægt að líta framhjá því. Þetta snýst allt um brot á lögum. Enda sagði ég það að ef menn meina ekkert með þessum lögum á að afnema þau. Get ekki ímyndað mér annað en eitthvað verði gert í þessum efnum. Virðist vera að menn bíði hvað yfirmenn RÚV gera í þessu. Nýr útvarpsstjóri tekur ekki til starfa fyrr en eftir helgina og settur útvarpsstjóri gerir varla neitt í þessu, annars ræðst þetta bara. Auk þess vil ég ekki að það endi hér eins og í USA að menn fari með þjóðsönginn alveg í súginn, hann verði svo ofspilaður og gegnumnotaður að menn hætti að meta hann einhvers. Að því leyti finnst mér þetta prófmál. Mér finnst þjóðsöngurinn standa á stalli sem slíkur.
Annars var ég mjög hissa á að enginn hefur nefnt ummæli mín um varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins sem voru alveg úti á túni á sínum tíma og komu með fáránlega þingsályktunartillögu. Hefði kannski skilið það hefðu þetta verið sitjandi þingmenn en þetta voru varaþingmenn í tveggja vikna innkomu. Þeim til skammar, segi ég og skrifa. Hélt að einhver gerði eitthvað úr ummælum mínum um þau og þeirra tillögu en það gerðist ekki. Merkilegt, en það var svosem vel tekið eftir gagnrýni minni á þeim tíma, enda skrifaði ég mjög beittan pistil gegn verklagi þeirra.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.3.2007 kl. 00:38
Sigþór: Þakka þér góð orð.
Fræðingur: Það er einmitt það sem ég vil að menn láti reyna á þetta. Það gilda lög um þjóðsönginn og þau voru brotin. Þetta er mjög einfalt mál.
Halli: Það er allt í lagi að vera ósammála endrum og eins svo framarlega að það sé allt í góðu. Annars verður seint sagt að ég sé einhver fjandmaður Spaugstofunnar. Ég hef gegnum tíðina keypt spólurnar þeirra og alla tíð horft á þáttinn og frekar talað máli hans fremur en hitt þegar að hann hefur verið slappur. Þeir eru reyndar alltaf misjafnir, enda úr misjöfnu að moða eflaust. Mér fannst afmælisþátturinn þeirra afspyrnu lélegur að öllu leyti. Þeim er að fara aftur.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.3.2007 kl. 00:42
Var það ekki Árni Johnsen sem gerði einfaldari og "söngvænni" útgáfu af þjóðsögnum fyrir nokkrum árum til að notast við brekkusöng hvar og hvnær sem væri. Ég man ekki betur en að hafa hlýtt á þetta í útvarpinu og skilist að gerð hefði verið plata til sölu á þjóðhátíð í Eyjum með þessari útgáfu. Ef ég man rétt þá var forsætisráðuneytið líka þá spurt af dægurmálafréttamönnum útvarps: "má þetta?" og þeir þá bara yppt öxlum, annað virðst nú þegar spaugstofan hróflar við söngnum en þegar Árni gerði það.
Annars er skrítið að við skulum ekki líta til túlkunar okkar á þjóðsöngnum og möguleika sköpunargleði okkar með skæri og saumnálar og fánann, sömu augum og Bandaríkjamenn þ.e. sem rétt til tjáningar- og málferlisis. Og hvar í flokki skyldu þeir vera sem helst vilja takmarka það tjáningaferlsi okkar?
Helgi Jóhann Hauksson, 27.3.2007 kl. 04:29
Ég skil ekki þessa viðkvæmni og fanatík í sambandi við þjóðsönginn og endurtek því það sem ég hef áður sagt hér á blogginu:
Lög eru auðvitað lög, en hvernig væri ástandið í þjóðfélaginu ef þeim væri framfylgt út í yztu æsar?
Það er t.d. löglegt að kaupa áfengi í ÁTVR, en ólöglegt að vera með það á almannafæri. Hvernig á þá að koma því heim t.d.
Þjóðfáninn dinglar víða, út um hvippinn og hvappinn heilu næturnar og ekkert er gert í málinu, einfaldlega vegna þess að þá gerði löggan lítið annað. Svo mætti lengi telja.
Það er ekki hægt að framfylgja lögum almennt, með svona smásmugulegum hætti eins og sumir vilja í sambandi við þjóðsönginn. Það er úrelt að vera með svona kredduhugarfar og ég hélt að það tilheyrði fyst og fremst VG.
Það er við hæfi að áminna þessa gleðigjafa svona formsins vegna og láta þar við sitja.
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 09:28
Þessi söngur var með texta sem var brandari. Frekar lélegur brandari.
Þeir brutu lög. Jú alveg örugglega. Að lögregla og dómskerfi fari
að velta sér uppúr þessu,er út í hött og fyrir neðan þeirra virðingu.
Snorri Hansson, 27.3.2007 kl. 13:25
Fallegasta þjóðsöng í heimi? Á þetta að vera grín?
Það væri út í hött að ætla að lögsækja menn fyrir brandara í sjónvarpinu. Ef menn eru svona löghlýðnir, væri þá ekki nær að fara að fylgja eftir lögum t.d. hvað varðar áfengisauglýsingar, sölu á klámi o.fl. sem klárlega er bannað en viðgengst nú samt?
Svala Jónsdóttir, 27.3.2007 kl. 14:56
Takk fyrir kommentin.
Steingrímur: Lögin eru til þess að fara eftir þeim. Það er mjög einfalt mál. Þarf ekkert að ræða það frekar. Lögin eru allajafna mjög skýr. Sé þeim ekki beitt er það valdhöfum til skammar og rýrir traust fólks á þeim. Þeir sem stjórna illa og geta ekki stýrt hlutum rétta leið eiga það á hættu að tapa kosningum. Ekki ætla ég að verja það ef að menn telja lögum ekki beitt rétt. Mér finnst ég tala mjög skýrt í þessu máli og heilt yfir hvað þetta varðar. Ef lögunum er ekki beitt rétt er ekkert með þau að gera.
Helgi Jóhann: Ég hef sjálfur á þjóðhátíð sungið þjóðsönginn í brekkusöng með fleiri þúsund öðrum. Fannst það mjög gaman bara og það er og hefur alltaf verið mjög góð stund. Þar var þjóðsöngurinn sunginn, lag Sveinbjörns og ljóð Matthíasar. Í tilfelli Spaugstofunnar var gerður nýr texti, finnst þetta ekki alveg sambærilegt vegna þess, en það má vel vera að einhverjir hafi talið Árna fara illa með þjóðsönginn. Varla geta þeir sem verja textabrenglun Spaugstofunnar verið ósáttir með útgáfu Árna. Hvað mig varðar snýst þetta fyrst og fremst um að skipta um texta við þjóðsönginn, breyta honum með áberandi hætti. Ég sé ekkert að því að hver syngi þjóðsönginn með réttu ljóði.
Kári: Þetta er mikilvægt álitaefni finnst mér. Það er eðlilegt að þessi umræða fari fram. Það verður fróðlegt að sjá hvað forsætisráðuneytið gerir í þessu.
Snorri: Refsiákvæði laganna eru mjög skýr. Lögin voru brotin. Málið er ekkert óskýrt svosem þannig séð. Ég er svosem ekki að kalla eftir dramatískum aðgerðum, fyrst og fremst að menn hugleiði þessi mál og sýni hvort lögin um þjóðsönginn eru marklaus eður ei.
Svala: Mér er fúlasta alvara með skrifum mínum.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.3.2007 kl. 15:15
Ég er alls ekki að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé fullkominn. Hann á sína galla. Hinsvegar hef ég talið hann besta kostinn. Ella myndi ég væntanlega skila auðu. Hinir flokkarnir hugnast mér engan veginn. Myndi aldrei geta stutt þá. Þetta er sá flokkur til hægri sem er næstur mér. Í sumum efnum gengur hann þó ekki nógu langt. Sé ég ósáttur við flokkinn eða það sem einhverjir forystumenn þar gera hef ég ekki hikað við að skrifa um það. Ég hef aldrei verið blindur flokkshestur og verð aldrei, kannski hefur það komið mér að einhverju leyti í koll í gegnum lífið að vera ekki blindur flokkshestur eða uppalinn í flokknum. Það má vel vera. En ég gekk í flokkinn á eigin forsendum og starfa þar á eigin forsendum, ekki annarra.
Á Akureyri er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þetta er eina tilfellið til þessa þar sem þessir flokkar hafa bundist samtökum um að vinna saman. Ég fer ekki leynt með það að mér finnst þessi meirihluti ekki sterkur, hann er líflaus og mikil deyfð yfir honum. Eflaust ræður þar miklu hversu margir bæjarfulltrúar eru nýjir og að forystan er á flökti að vissu marki. Er ekki ánægður með stöðu bæjarmálanna í dag og tel margt klúður þar hafa verið gert. Sérstaklega er ég ósáttur með hvernig ungu fólki hefur kerfisbundið verið haldið frá beinum áhrifum hér af flokkskjörnum. Ég er ekki gagnrýnislaus á þennan meirihluta. Tel að hann muni veikjast sífellt eftir því sem líður á, sérstaklega eftir að Hermann Jón verður bæjarstjóri sumarið 2009.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.3.2007 kl. 17:04
Þú ert með öðrum orðum að segja að ég trúi einhverju í blindni. Þú þekkir mig lítið fullyrðirðu það. Það er mjög einfalt mál. Ég hef alltaf litið mjög opið á stjórnmál og skrifað um þær frá mjög ólíkum hliðum.
Annars er þessi umræða hér orðin góð og læt ég henni lokið hérmeð.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.3.2007 kl. 19:23