Íslendingar skotnir í Josh Groban

Josh Groban Það er greinilegt að Íslendingar eru skotnir í Josh Groban, ef marka má aðsóknina á tónleika hans í maí og áhugann á þeim. Þar varð uppselt í forsölu á einni mínútu. Það munu vera 700 miðar. Ótrúleg aðsókn hreint út sagt. Þetta er nú með því ótrúlegra held ég hreinlega. Það er greinilegt að þeir sem ætla að fá sér miða í almennri sölu á morgun verða að vera duglegir að berjast fyrir miðum.

Josh Groban er að mig minnir ekki nema 26 ára gamall. Er með ótrúlega góða lýríska baritónsöngrödd. Það eru svona fjögur til fimm ár síðan að hann sló í gegn. Minnir að fyrsta alvörulagið hans hafi verið To Where You Are, sem Óskar Pétursson söng í íslensku útgáfunni. Annars þekki ég feril hans svosem ekkert mikið meira, veit þó reyndar að mamma hans er ættuð að einhverju leyti frá Noregi, en faðir hans er af gyðingaættum. 

Eitt þekktasta lag Josh Groban, You Raise Me Up, er hér í spilaranum. Óskar Pétursson hefur líka sungið það í íslensku útgáfunni. Norðmaður samdi lagið. Margir vilja meina að það sé undir áhrifum að lagi Jóhanns Helgasonar, Söknuður, sem Villi Vill gerði ódauðlegt skömmu fyrir andlát sitt fyrir þrem áratugum. Þau eru sláandi lík þessi tvö lög allavega.

mbl.is 700 miðar seldust á innan við mínútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég tek nú alveg undir það. Þó að Groban eigi svona eitt og eitt gott lag myndi ég aldrei fara á tónleika með honum. Bara ekki mín deild, einfalt mál. En þetta er alveg ótrúlegur fjöldi. Jæja, við vitum þá allavega hvar allar miðaldra húsmæður Reykjavíkur og konur á 20 plús verða staddar að kvöldi 16. maí hehe :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.3.2007 kl. 17:45

2 identicon

AIR (The Virgin Suicides) spilar hér í júlí en það er ekki komin nákvæm dagsetning á það, sagði franska sendiráðið í dag. Pocket Symphony kom út 5. mars. Band sem klikkar ekki!

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 18:39

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið. Ég er nú með lag með Groban í spilaranum hjá mér. Efast samt um að ég færi á tónleika með honum, en hann er svo sannarlega góður söngvari. Tek heilshugar undir það. Með þeim betri á sínu sviði í dag að mínu mati, enda er hann vinsæll um allan heim.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.3.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband