Dorrit lærbrotnar á skíðaferðalagi í Aspen

Dorrit Dorrit Moussaieff, forsetafrú, lærbrotnaði á skíðaferðalagi í Aspen í Bandaríkjunum í vikunni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur nú haldið til Bandaríkjanna til að vera við hlið hennar. Forsetahjónin hafa oft haldið til Aspen á skíði, en þangað heldur jafnan ríka og fræga fólkið til útivistar, og frægt varð þegar að þau voru stödd þar á aldarafmæli heimastjórnar á Íslandi 1. febrúar 2004.

Átta ár eru á þessu ári síðan að Ólafur Ragnar axlarbrotnaði í útreiðartúr á Suðurlandi. Það var þá sem þjóðin kynntist fyrst eiginlega Dorrit, en fréttamyndirnar af henni stumrandi yfir forsetanum og er hann var fluttur til Reykjavíkur urðu frægar.

Forsetafrúin mun hafa farið í aðgerð vegna lærbrotsins og dvelur á sjúkrahúsi í Colorado. Ég óska henni góðs bata.

mbl.is Dorrit lærbrotnaði í skíðaslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm, Dorrit verður að vera í topp standi þegar hún verður forseti Íslands.  

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband