Rómaður ellismellur syngur í Höllinni

Sir Cliff Richard Ellismellurinn Sir Cliff Richard söng öll sín þekktustu lög á litríkum tónlistarferli í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það hafa væntanlega margir verið ánægðir með það að fá hann loks til landsins, en merkilegt nokk hefur hann aldrei komið hingað fyrr.

Það verður seint sagt að ég sé aðdáandi Cliffs, en ég kynntist honum þó fyrir margt löngu enda áttu foreldrar mínir það sameiginlegt að hafa gaman af tónlist hans merkilegt nokk og áttu einhverjar plötur með honum. Sir Cliff kom vel fyrir í Kastljósviðtali á mánudag, sem var áhugavert að sjá. Cliff á mörg góð lög.

Hann er partur af Eurovision-sögunni eftir að hafa næstum því tekist að vinna Eurovision árið 1968 með Congratulations. Silvía Nótt og Cliff Richard eiga ekki margt sameiginlegt en hafa þó bæði sungið í Eurovision með lag undir þessu heiti.

Uppáhaldslag mitt með Cliff, það eina sem ég hef fyrir alvöru fílað fyrir utan Congratulations, er Summer Holiday, sígilt og gott lag. Það er hér í spilaranum.

mbl.is Sir Cliff Richards á tónleikum í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég er ekki aðdáandi Cliffs en ég var nú samt svo frægur að sjá hann einu sinni á sviði. Það var í söngleik í London sem hét "Time" og fjallaði um jarðarbúa (Cliff) sem var "tekinn" og látinn svara til varna fyrir jörðina af geimverum sem fannst jörðin vera orðinn ógn við himingeiminn.

Leikarinn frægi Laurence Olivier tók þátt í leikritinu en kom ekki fram sjálfur heldur ljáði röddina sína og var andlitið á honum tölvugert á sýningunni. Það voru hreint frábærar tæknibrellur í sýningunni og ég skemmti mér konunglega. Cliff stóð sig vel.

Mér dauðbrá síðan þegar sýningunni lauk og ég heyrði skræki á gangveginum. Það voru fullt af miðaldra konum sem hlupu upp að sviðinu og köstuðu blómum til Cliff í uppklappinu :-)

Kristján Kristjánsson, 29.3.2007 kl. 16:23

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið.

Skemmtileg saga og gaman að lesa. Góð skrif.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.3.2007 kl. 16:44

3 identicon

CLIFF-SPILIRÍ foreldra þinna virðist nú ekki hafa farið mjög illa með þig, Stebbi minn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband