Stórundarlegur dómur

Ég verð að viðurkenna að ég varð nokkuð hissa þegar að ég sá fréttina um dóm héraðsdóms Norðurlands vestra í þessu myndsímamáli. Mjög athyglisvert. Það er eitthvað alveg nýtt að ákæruvald hafi þurft að sýna fram á kynferðislega örvað hugarástand til að fá menn dæmda fyrir brot á 209. grein hegningarlaganna. Það hefur hingað til þótt nóg að fyrir liggi að ákærðir fremdu tiltekna athöfn sem særði blygðunarkennd fólks.

Það getur varla annað verið en að þessum dómi verði áfrýjað og honum snúið við fyrir Hæstarétti Íslands. Fátt annað hægt að segja svosem um þetta.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir að taka mynd af naktri konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Er það þetta sem lostug hvöt þýðir?! Kynferðislega örvað hugarástand?! Svo þykist fólk þurfa glósur með Njálu, ha, ha, ha 

Kolgrima, 29.3.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Kolgrima

Það virðist varla vera kveðinn upp dómur orðið, svo að hann vekji ekki hörð viðbrögð - sennilega kominn tími til að endurskoða hegningarlögin.

Fylgist alltaf með stjórnmálaumræðunni hjá þér, takk.

Kolgrima, 29.3.2007 kl. 00:24

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Hreiðar granni þinn Eiríksson skrifar einmitt góðan pistil um þetta á bloggi sínu - http://slubbert.blog.is/blog/slubbert/entry/160374/ 

Þorsteinn Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 00:32

4 identicon

NÚ MEGA STELPURNAR sem sagt spranga um allsberar á götunum á Sauðárkróki og dómarar landsins verða ekki graðir af því að berja konur á Evuklæðum augum, heldur þarf þar annað og meira til, Viagra og önnur graðmeðul. Nú held ég að Mogginn verði að birta stóra og góða mynd af dómaranum á forsíðunni, ásamt þessum myndum af stelpunni, sem eru hvorki lostugar né særa blygðunarkennd manna. Bara allt í gúddí! Bíð spenntur eftir Mogganum inn um lúguna á morgun, Styrmir minn!

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 00:36

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Alveg hreint stórundarlegt!

Heiða Þórðar, 29.3.2007 kl. 00:44

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu Stebbi. Langar svo að kalla þig frænda. Mér finnst alltaf þegar ég kíki á bloggi og sé Stebbifr. að það þýði Stebbi frændi, átti í den frænda á Akureyri, sem var Stebbi frændi og var í uppáhaldi hjá mér, á reyndar ennþá Stebba frænda sem er yngir en hinn og er þessi líka í uppáhaldi hjá mér. Þekkirðu þá bræður Benda, Balla og Halla og rest?? mín fjölsk. á Aey.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 01:41

7 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@Ásdís

Röðin verður að vera rétt hjá þér stelpa: Halli, Balli, Bendi, Haukur og Frissi

Þorsteinn Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 01:46

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin.

Kolgríma: Þakka þér fyrir góð orð um skrifin og fínar pælingar.

Þorsteinn: Takk fyrir að benda á skrif Hreiðars. Mjög góð skrif þar á ferð, við erum algjörlega sammála greinilega. Enda varla hægt, þessi dómur er svo gjörsamlega fáranlegur, allavega get ég ekki annað sagt.

Heiða: Já, heldur betur.

Ásdís: Já, vonandi erum við skyld. Það hlýtur bara að vera. Allir sem vilja annars vera skyldir mér mega vera það, mjög einfalt mál. Það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki og það er það yndislega við þetta bloggvinakerfi að ég hef kynnst góðu fólki sem ég met mikils og böndin við þau sem ég hef þekkt lengi hafa bara styrkst. Stundum er ég ekki sammála bloggvinunum, en það breytir engu. Það er erfitt að vera sammála um allt, en gott að hafa þessi góðu bönd, enda held ég þetta net sem myndist með bloggvinakerfinu gefi okkur öllum hér mikið. Er stoltur af þeim góða hópi fólks sem hefur viljað hafa mig sem vin, sem er góður slatti þeirra sem hafa tengst mér, og þeim sem ég sem ég hef beðið um að tengjast mér. Mjög gaman. Kannast við þau, en veit ekki hvort það er skyldleiki. Væri gaman að vita það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.3.2007 kl. 02:23

9 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Maðurinn hefur verið hýr.

Jón Sigurgeirsson , 29.3.2007 kl. 10:26

10 identicon

,,Það hefur hingað til þótt nóg að fyrir liggi að ákærðir fremdu tiltekna athöfn sem særði blygðunarkennd fólks."

Það er gott að sjá nafni að þú hefur lagt í mikla rannsóknarvinnu um þetta ;)

Því miður er þetta ekki alveg rétt. Í fyrsta lagi er það mjög algengt að sýna þurfi fram á einhverja ákveðna huglæga afstöðu brotamanns svo að eitthvað ákvæði laga nái yfir háttsemi hans.

Í öðru lagi má benda á þennan dóm hæstaréttar í máli nr. 523/2005 http://www.haestirettur.is/domar?nr=3853 Sérstaklega þessum orðum héraðdómarans.

,,Ljóst má vera að lostugt athæfi í skilningi 209. gr. almennra hegningarlaga er athöfn af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Ákærði hefur borið því við að það athæfi hans sem hann telst hafa framið samkvæmt framansögðu hafi ekki verið af kynferðislegum rótum sprottið og að hann hafi eingöngu verið að „fíflast“. Hlutrænt séð og svo sem aðstæðum var háttað í umrætt sinn verður ekki staðhæft að verknaður ákærða teljist lostugt athæfi í framangreindum skilningi. Þar við bætist að í sakarmati verður ákærði að njóta vafans sem í málinu er um þá huglægu afstöðu sem bjó að baki verknaði hans. Samkvæmt þessu verður ekki á það fallist með ákæruvaldinu að ákærði hafi með háttsemi sinni í umrætt sinn gerst sekur um brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga. Þá kemur ekki til álita í málinu að taka afstöðu til þess hvort önnur refsilagaákvæði kunni að taka til þessarar háttsemi hans. Hann verður því sýknaður af refsikröfu ákæruvalds."

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:40

11 identicon

Ætli sé þá ekki líka í lagi að hrista dindilinn framan í smástelpur svo fremi sem maður er aðeins að "sprella"?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 13:24

12 Smámynd: Kolgrima

Góður, Eva!

Kolgrima, 29.3.2007 kl. 14:38

13 identicon

Nei það yrði sennilega alltaf talið lostugt athæfi. Það hefur einmitt verið reynt að nota þessa ,,bara að stríða" vörn í nokkrum dómum um 209. gr., en dómarar hafa ekki húmor fyrir því að menn séu að veifa félaganum á sér framan í aðra. Það finnst þeim lostugt en ekki fyndið.

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 15:06

14 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

tek undir með þér, manni finnst þetta svolítið skrýtið, en talandi um skyldleika og frændsemi, þá þekkti ég ágætlega Hönnu ömmu þína og Tona á Akureyri þegar ég var unglingur.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 29.3.2007 kl. 15:45

15 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Halli: Gott að heyra að þú þekktir Hönnu ömmu og Tona afa, ég hef alla tíð kallað hann afa og er stoltur af því enda var hann mér allt sem nokkru sinni getur kallast afi í raun og veru. Þú hefur þá farið í raftækjabúðina í Brekkugötu? Það var yndislegur tími að vera þar í bernsku. En þakka þér fyrir kommentið og gott að vita að þú þekktir ömmu og afa.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.3.2007 kl. 16:17

16 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Guðmundur Páll, og góðar pælingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.3.2007 kl. 17:34

17 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já ég fór í nokkrum sinnum í raftækjabúðina hjá honum, bróðir minn var giftur Guðnýju dóttir Kidda í Ægisgötunni, það var um ´72-´75 sem ég var þar og var mikið með Kristjáni bróður Guðnýjar, hann var þá eitthvað að vinna hjá Tona í búðinni.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 29.3.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband