Spenna í Hafnarfirði - kjördagur á morgun

Alcan Það stefnir í spennandi kosningu um stækkun Alcan í Straumsvík í kosningu bæjarbúa í Hafnarfirði á morgun. Þetta er kosning sem fylgst er mjög með um allt land, enda gæti niðurstaðan orðið örlagarík fyrir kosningabaráttuna til Alþingis. Merkilegast við kosningabaráttuna er þó hiklaust að bæjarstjóranum í Hafnarfirði hefur tekist að tala um málið mánuðum saman án þess að taka afstöðu. Afrek það.

Það er auðvitað mjög áberandi að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa ekki sagt bofs um málið. Margir þeirra, sérstaklega Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, og Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar og leiðtogi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hafa talað um málið án þess að leggja sína skoðun fram. Þar virðist talað svo ekki þurfi að styggja forystu Samfylkingarinnar sem tekið hefur afgerandi afstöðu gegn stækkun. Merkileg staða, sem vekur athygli langt út fyrir Hafnarfjörð.

Falli tillagan verður sennilega talað um að Samfylkingin hafi stýrt málinu rétta leið í kosningaferli og verið ábyrg og flott - verði hún samþykkt muni VG segja að Samfylkingin hafi leitt málið til sigurs fyrir Alcan í Hafnarfirði eflaust. Við megum ekki gleyma því að Ögmundur Jónasson er kominn í framboð á kragasvæðinu eftir tólf ára þingsetu fyrir Reykjavík. Sú tilfærsla var mjög til marks um að keyra ætti t.d. á þessu máli og andstöðu VG við það, enda hefur VG tekið mjög afgerandi afstöðu gegn stækkun.

Er á hólminn kemur er kosið um framtíðina þarna. Vill fólk stærri stóriðjukost í nágrenni bæjarins og eða jafnvel eiga á hættu að missa álverið. Síðarnefnda planið er greinilega aðaltaktík þeirra hjá Alcan og stuðningsmanna álversins; að það muni fara verði það ekki stækkað. Einnig verður höfðað til þess hversu stór þáttur Alcan sé á svæðinu í atvinnumálum og þessháttar og hversu miklar tekjur komi frá þeim til bæjarins.

Mér finnst umræðan hafa snúist talsvert á nokkrum vikum. Fyrir jólin hefði ég spáð því að tillagan myndi kolfalla með einhverjum mun. Er ekki eins viss í dag og spái því að þetta geti farið á hvorn veg sem er, jafnvel að tillagan verði samþykkt. Hallast frekar að samþykkt skipulagsins frekar en hitt.

Mikla athygli mína hefur reyndar vakið að ekki skyldi kosið um stækkunina samhliða alþingiskosningum þann 12. maí, eftir 44 daga, en þess í stað kosið viku fyrir páskahátíðina. Það er greinilega mat meirihluta Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að þetta mál þurfi að klárast fyrir lokasprett kosningabaráttu til þings.

Í atkvæðagreiðslunni er í fyrsta sinn í Hafnarfirði notast við rafræna kjörskrá en það þýðir að kjósendur eru ekki bundnir af kjördeildum. Það er flott hjá þeim. Annars hefur blasað við að þetta sé meginumræðuefnið í kjördæminu síðustu vikur og flestir bíða spenntir eftir úrslitunum.

Það fróðlegt að sjá á hvorn veginn þetta fer er á hólminn kemur.


mbl.is Taugatitringur fyrir álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

19da eða 21sta öldin í túnfæti Hafnfirðinga

Á morgun kjósa Hafnfirðingar um það hvort þeir vilji hafa 19du aldar fabrikku í túnfætinum eða ekki. Álbræðsla ofaní íbúðabyggð er þriðja heims fyrirbæri sem ætti ekki að sjást í velmegunarsamfélagi eins og okkar, ekki frekar en opin holræsi.


Athugasemdir

1

Heyr Heyr. Alveg sammála. Ég trúi ekki að Gaflarar láti þetta yfir sig ganga.

Takk fyrir gott Blog. 

Óskráður (Olafur Sveinbjornsson fyrrum starfsmaður Álversins), 30.3.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Ólafur Als

Best að bæta þessu þá við:

Ég hvet Hafnfirdinga til þess að samþykkja hið nýja deiliskipulag og opna þar með fyrir möguleika á stækkun álvers.

Ólafur Als, 30.3.2007 kl. 06:58

3

Sæll Páll.

1. Um er að ræða álver ekki álbræðslu.

2. Þetta er snyrtilegur hátækni iðnaður, alls ekki handverk frá 19. öld.

3. Hvar eiga að vera?

a) bílaverkstæði?

b) malbikunarstöðvar?

c) fiskiðjuver?

d) steypustöðvar?

e) flugvellir?

f) hafnastarfsemi?

g) byggingarfyrirtæki?

h) húseiningaframleiðslufyrirtæki?

i) röragerðir, bæði steyptu - og önnur efni?

j) sláturhús?

k) kjötvinnslur?

l) matvælaframleiðslufyrirtæki?

m) bakarí?

n) trésmíðaverkstæði?

o) vélsmiðjur?

r) stálsmiðjur?

s) verksmiðjur?

t) gosdrykkjaframleiðslufyrirtæki?

u) bjórframleiðslufyrirtæki?

v) kassagerðir?

x) möl, sand og grjótvinnslur?

y) járnsmiðjur?

z) vöru- og sendibílastöðvar?

þ) kexverksmiðjur?

æ) kleinugerðir o.fl, o.fl., o.fl?

ö) og síðast en ekki síst, - niðurrifsmenn -?

Nútíma álver eru snyrtilegur hátækni vinnustaður, sem skapar mikil útflutningsverðmæti, hefur starfsfólk þar sem um 15-20% er með háskólamenntun, 35-40% með iðnmenntun og eða meistararéttindi í iðngreinum, restin með sérmenntun í starfi á vinnustaðnum, kaupir stöðugt og mikið magn orku af okkur í 30-40 ár, sem gerir okkur kleyft að eiga orkuframleiðslufyrirtækin skuldlaus að þeim tíma liðnum, skapar fjölmörg störf á vinnustað og einnig í þjónustufyrirtækjum, sem eru vel launuð og "föst í hendi" í a.m.k. 30/40 ár, er vinnustaður þar sem starfsmenn vilja upp til hópa lengst starfa á sama stað á Íslandi.

Vei þér hræsnarar.

Þeir sem þekkja til vita, að flest þau fyrirtæki í öðrum greinum, sem talin eru hér upp a) til ö) hér að ofan eru a.m.k. flest ef ekki öll, með óhreinni oog sóðalegri starfsemi en nútímalegt álver. Samt dettur fæstum hræsnaranna í hug sú heimska að kjósa starfsemi þessara "óhreinni barna hennar Evu" burt úr borgar, bæjar eða sveitarfélögum nútímans. 

Af hverju skyldi það nú vera? Hefur hræsni og/eða útlent eignarhald eða bara nafnið stóriðja með það að gera? Það veit ég ekki.

Væntanlega er það verðugt verkefni sálfræðinga til rannsóknar.

Bestu kveðjur.

Guðm. R. Ingvason

Óskráður (Guðm. R. Ingvason), 30.3.2007 kl. 09:20

4 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Af hverju ættli velmeigunarsamfélagið stafi? Ekki var velmeigunin

brösug fyrir 1975.

Leifur Þorsteinsson, 30.3.2007 kl. 10:24

5

Svona stærðar verksmiðja (með stærri álverum og mun stærra en álverið á Reyðarfirði) með tilheyrandi turnum og annari sjónmengun á einfaldlega ekki heima í þéttbýli og hvað þá á höfuðborgarsvæðinu. Lágreist iðnaðarhverfi er allt annar handleggur en RISA álbræðsla.

Ég er frekar hlynntur álverum en vildi frekar sjá nýtt álver rísa fyrir norðann við Húsavík. Það veitir ekki af atvinnu fyrir norðan og ég held að við höfuðborgarbúar höfum úr nægum tækifærum að moða.

Óskráður (Páll), 30.3.2007 kl. 10:47

6

 

Ég hef velt því fyrir mér að nefnt efnabrennsluhelvíti skilaði fjórum miljörðum í hagnað á sl. ári það eru miklir peningar en ekki meiri peningar þó stjórnendur Kaupþings innan við tíu fengu í hagnað af kaupréttarsamningum sínum. Hvað skilaði Landsvirkjun í hagnað?

Óskráður (Kristján Sig. Kristjánsson), 30.3.2007 kl. 12:22

7

Skelfilegt ef þetta verður samþykkt. Hafnfirðingar eru líka að kjósa um áframhaldandi þenslu og viðskiptahalla sem allir sjá að verður að fara að bremsa af. En margur verður af aurum api og er ég hræddur um að þetta verði samþykkt.

Óskráður (Siggi), 30.3.2007 kl. 12:49

8

Opin holræsi? Átt þú hér við Tjörnina í Reykjavík?

Óskráður (Róbert Trausti Árnason), 30.3.2007

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 15:51

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mér finnst Lúðvík Geirsson svo ágætur, sem hann er, hafa verið í eins konar kafbátaleik í þessu máli gagnvart umbjóðendum sínum annars vegar og formanni sínum hins vegar. Vilji hann verða formaður Samfylkigarinnar, nær ISG hættir að loknum kosningum í vor, hefur hann haldið kolrangt á spilunum. Menn eiga að þora að standa við gerðir sínar í stjórmálum og geta tekið skarið af á rétttum tíma og kunna að nota tækifærin, er þau berast inn á borð þeirra á silfurfati. Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.3.2007 kl. 16:24

3 identicon

JÁ, KJÓSIÐ VERÐBÓLGU, VERÐHÆKKANIR OG HÆSTU VEXTI Í HEIMI! Hér er gríðarlega mikið atvinnuleysi, bara níu þúsund útlendingar í vinnu, 9% af vinnuaflinu, langhæsta hlutfallið á öllum Norðurlöndunum, verðbólgan hér bara 7% en 1,9% á evrusvæðinu, og það kostar bara 240 milljónir að taka hér 20 milljóna króna húsnæðislán til 40 ára. Hvað er það á milli vina?! Og hvaða máli skiptir kaupmátturinn í landinu þegar launin eru há í álverinu?!

Sniðugt að verðið í búðunum verður orðið jafnhátt í vor og það var fyrir lækkunina á vaskinum um daginn. Það skapar líka vinnu að rífa niður allar stórvirkjanirnar, öll raflínumöstrin, allar raflínurnar og stóriðjurnar þegar jöklarnir eru bráðnaðir eftir nokkra áratugi, jökulárnar horfnar og því engin vatnsorka þar lengur til staðar. MJÖG SKYNSAMLEGT ALLT SAMAN!

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 17:19

4 Smámynd: Haukur Kristinsson

held þú steini briem sért soldið öfgafullur, horfir 200 ár fram í tíman, veistu hvernig umhorfs verður þá, vonandi drepið þið ykkur ekki sjálf vegna stækkunar alcan og þessa rosa mengunar sem þið sjáið frá alcan. sé það ekki þó ég búi rétt hjá

Haukur Kristinsson, 31.3.2007 kl. 04:25

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin og góðar pælingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.3.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband