Umdeildur þjóðsöngur - lögbrot Spaugstofunnar

Spaugstofan Spaugstofumenn stuðuðu marga fyrir viku með umdeildu grínatriði þar sem skipt var um ljóð á þjóðsöngnum. Sumum fannst þetta í lagi - mörgum misbauð það. Þeir komu aðeins inn á þjóðsönginn í gærkvöldi í þætti sínum með húmorískum hætti. Spurðu gamlingjana í spurningaþætti hvernig þjóðsöngurinn byrjaði og þeir byrjuðu að kyrja þjófasönginn úr Kardimommubænum. Þetta var beittur húmor fannst mér. Gat frekar hlegið að þessu.

Fékk mikil viðbrögð á umræðuna um þjóðsönginn í vikunni hér á vefnum. Eflaust mál vikunnar hérna á blogginu mínu, enda fékk ég svo mörg athyglisverð komment, bæði komment sem ég var gríðarlega ósammála og eins mjög sammála, svo var dassi af kommentum inn á milli sem voru svona mitt á milli okkar þeirra sem fanns þetta slappur húmor og þeirra sem fannst þetta bara allt í góðum gír. Merkilega víður skali sem þar var að finna. Þetta voru skemmtileg skoðanaskipti og áhugaverðar pælingar sem komu þar. Þó að ég hafi sumum verið ósammála voru skoðanaskiptin mjög góð og lifandi.

Eins og ég sagði í viðtalinu við Hrafnhildi og Gest Einar fyrir nokkrum vikum finnst mér virkilega gaman að fá komment. Það er eins og gefur að skilja svo að ég get aldrei verið sammála öllum. Ég hef reynt á þessum vef bæði að segja frá og ég er ekkert feiminn að segja mínar skoðanir, vera með lifandi skoðanir á mönnum og málefnum. Það tekst mjög vel vona ég, allavega fæ ég góð skrif frá þeim sem lesa. Það væri alveg skelfilega leiðinlegt ef við værum öll sammála um alla hluti, þó það sé auðvitað sætt og notalegt að vera sammála.

Þjóðsöngurinn er og verður umdeildur. Kannski er það niðurstaða alls þessa máls. Enda vissi ég alveg um leið og ég sagði skoðanir mínar á þessu gríni Spaugstofunnar að ég fengi ekki eintóm halelújakomment. Enda var það ekki tilgangurinn. En þetta var bara gaman að skrifa hreint út og heyra skoðanir allra sem skrifuðu. Það er alltaf gaman að heyra í lesendum og met ég mikils að hafa lesendur með skoðanir og þeir hafa fullt tækifæri til að hafa skoðun líka.

Þetta er í nær öllum tilvikum skemmtilegt en það kemur fyrir að svartur sauður sé inn á milli, þó fáir séu þeir. En það er bara þannig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband