1. apríl - dagur gamans og gráglettni

1. apríl Það voru eflaust margir sem hlupu 1. apríl í dag - létu gabba sig og göbbuðu svo aðra líka. Þetta er gamall og glettinn siður að gera vel grín hvort að öðru. Ég ákvað að hlífa lesendum mínum alveg við aprílgabbi þetta árið. Þau voru fjölbreytt og skemmtileg aprílgöbbin í ár fannst mér. Ég var þó vel á verði og lét mér ekkert bregða þótt ég heyrði margt sem var of gott eða vont til að vera satt. Þannig að ég hljóp nú ekki 1. apríl að þessu sinni.

Það er ágætt að vera vel vakandi á svona degi. Enda eru mörg aprílgöbbin ansi frumleg, sum fara yfir mörkin í frumleika og verða einum of ýkt. Öðrum tekst þetta skrambi vel. Það var t.d. of gott til að vera satt að hér á mbl.is væri komið vefvarpsblogg. Fannst þetta of merkur viðburður til að hann væri kynntur á sunnudegi og mönnum hefði dottið 1. apríl í hug. Sorrí Óli og aðrir góðir félagar á vefdeildinni, en ykkur tókst ekki að gabba mig. :)

Fannst fyndið að heyra svo eftir Silfur Egils að RÚV hefði sett upp fyndið gabb um að hundruð trjáplantna hefðu fundist á lóð áhaldahúss Kópavogs. Þau væru geymd þar, lægju undir skemmdum og fólk gæti keypt þau fyrir slikk. Til að gera þetta trúverðugt tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, þátt í gamninu. Vel gert, en samt frekar langsótt nákvæmlega á þessum degi. Allt innbú Byrgisins átti svo að bjóða upp, en dagsetningin fékk marga til að hugsa. Fyndið gabb þó.

Mér fannst gabb Stöðvar 2 alveg magnað. Þar var sagt að færri hefðu komist að en vildu þegar fyrstu úrtökuprófin fyrir nýtt varalið lögreglunnar fóru fram um helgina. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, tók þátt í gabbinu og sagði alvarlegur á svip í viðtali við Svein Guðmarsson að til greina kæmi vegna góðra viðbragða að hraða byggingu nýs lögregluskóla á Keflavíkurflugvelli og jafnframt kæmi til álita að fjölga verulega í liðinu. Bent var á leið til að skrá sig. Mjög vel heppnað, ætli margir hafi skráð sig í varaliðið?

Ég hló mjög í kvöld yfir aprílgabbi Ríkissjónvarpsins en þar var sagt frá uppboði á gömlum munum úr sögu Sjónvarpsins. Ástæða uppboðsins átti að vera tilkoma RÚV ohf. en fyrsti starfsdagur opinbers hlutafélags Ríkisútvarpsins er einmitt í dag og 77 ára sögu gömlu ríkisstofnunarinnar lauk formlega þar með. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, var sýndur hvass á brá vilja selja öll menningarverðmæti sín, leikmuni og merkilega hluti. Í bakgrunni var sýnt er málverk af fyrrum útvarpsstjórum, t.d. Markúsi Erni, voru tekin niður, til að setja á uppboðið.

Gabb RÚV og Stöðvar 2 var fyndnast. Mjög gaman af þessu. Hversu margir ætli hafi annars hlaupið apríl yfir þessum og fleirum göbbum? Stór spurning, það er já eins gott að vera vel á verði á þessum degi.

mbl.is Aprílgöbb stór og smá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Engum datt til hugar að gabba mig í dag ellegar láta mig hlaupa apríl. Mun mæta mjög vör um mig til vinnu á morgun, þar á bæ gæti ýmsum dottið ýmislegt til hugar, þó það verði 2. apríl.  Mér finnst samt alltaf dáldið leiðinlegt, þegar enginn nennir að gabba mann...!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.4.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Guðný Anna. Já, það er vissara að vera var um sig á morgun þó að 1. apríl sé liðinn. Það er aldrei að vita nema að sumir vilji enn reyna að fá mann til að hlaupa apríl.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.4.2007 kl. 23:40

3 identicon

Haldið var í Hafnarferði,
heljar mekið álíbúaþing,
að aftan og allt um kring
ég er á verði í Hellisgerði.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Það vantar svolítið betri aprílgöbb sem virkilega plata he he..

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2007 kl. 02:37

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég leitaði í mogganum og fann ekki neitt..bara sá það ekki.. en tek undir að þetta var flott á RUV og Stöð 2.. hvað er þetta með Kópavog og 1. apríl ... ég man eftir öðru ágætu gabbi með kirkjuna og Mc Donalds ......

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.4.2007 kl. 09:49

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég slapp.

Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband