Kaffibandalagið slegið af - frjálslyndir einangraðir

Stjórnarandstaðan Það er ekki hægt að sjá annað af viðbrögðum formanna Samfylkingarinnar og VG en að kaffibandalagið hafi verið slegið af vegna auglýsingaherferðar Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum. Auglýsingin, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, vakti mikla athygli og stuðaði marga innan þessara tveggja flokka og víðar í flokkalitrófinu.

Virðist enginn vafi leika lengur á að Frjálslyndi flokkurinn sé orðinn einangraður í íslenskum stjórnmálum vegna afstöðu sinnar og talsmáta í þessum málaflokki. Þar er farið yfir öll mörk og fetað mjög lágkúrulega leið að flestra mati. Viðbrögð allra flokka og fólks víða í flokkalitrófinu segir meira en mörg orð um hvernig þessu útspili er almennt tekið. Því er hafnað með afgerandi hætti. Þetta virðist vera örvænting flokks sem er á mörkum þess að detta út.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig að þessi áhersluskerpa frjálslyndra í innflytjendamálum hefur áhrif á kosningabaráttuna. Hún virðist hafa þau áhrif fyrst og fremst að flokkurinn stendur eftir algjörlega einangraður. Það sést vel á umræðunni eftir þessa auglýsingu. Gríman féll af frjálslyndum, þeir stigu skrefið mun lengra en áður og virðast um leið um hafa einangrast. Það er enginn flokkur sem hefur lengur opið á möguleikann á samstarfi við þá.

Þegar að stofnað var til kaffibandalagsins svonefnda af stjórnarandstöðuflokkunum í haust voru margir vantrúaðir á að það væri ekta, það væri líklegt til afreka. Það sást vel af því að flokkarnir neituðu að halda sem bandalag inn í kosningarnar. Það átti bara að bíða og sjá til, næðu flokkarnir meirihluta myndu þeir taka fyrst upp viðræður um myndun stjórnar.

Nú virðist það úr sögunni. Kaffið er orðið kalt og enginn vill lengur láta reyna á að hella upp á nýtt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má segja að það sama gerðist  með Fremskritspartiet i Noregi.. Þeir fóru að tala á sömu nótum.. juku reyndar gífurlega fylgi sitt og unnu kosningasigur en eru samt alltaf í stjórnarandstöðu vegna þess að það er enginn flokkur sem vill vinna með honum... svona er nú það...

Björg F (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 15:10

2 identicon

HRÖKKVI FRJÁLSBLINDIR UPP AF STANDINUM verður trúlega mynduð hér "vinstri græn stjórn" með Vinstri grænum, Samfó og Ómari, frekar en "hægri græn stjórn" með Ómari, Sjöllum og Framsókn, því þeir tveir síðastnefndu verja með kjafti og klóm núverandi kvótakerfi, sem er að leggja landsbyggðina í rúst og 70% þjóðarinnar eru alfarið á móti.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband