Styrmir leitar að Styrmi í Kringlunni

Litlu fréttirnar á hverjum degi eru oft skemmtilegastar. Fréttin af tjaldinum Styrmi sem heldur tryggð við Morgunblaðshúsið í Kringlunni er ansi skondin. Sennilega er hann að leita að nafna sínum Gunnarssyni, ritstjóra og fyrrum húsbónda í Kringlunni, en hann er farinn upp í Hádegismóa með allt sitt starfslið.

Ég man að ég las um þennan tjald í Mogganum í fyrra og það er gaman að sjá tryggð hans við gamla staðinn. Fuglarnir eru reyndar vel minnugir og með á hlutina, þeir eru heldur ekki nýjungagjarnir. Veit ég þetta vel því að ár hvert verpa fuglar heima í garði í skjóli þar. Það er mjög gaman að sjá þá koma og finna staðinn sinn.

Þetta eru skynugar skepnur, enginn vafi leikur á því. Hitchcock gerði fuglana ansi grimma og harðskeytta í kvikmyndinni The Birds. Ráðlegg fuglavinum að forðast hana, en aðrir hafa merkilegt nokk gaman af henni. Kannski maður horfi á The Birds í kvöld, hver veit?

mbl.is Styrmir enn á ferð við Morgunblaðshúsið í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þEIR TJALDA ÖLLU SEM TIL ER á Mogganum en ekki tjalda þeir nú til einnar nætur úti í Móa. Þar daga þeir uppi ásamt Dagblaðinu Vísi og öðrum mjóum sem aldrei urðu að Vísi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hva, þykir þér ekki vænt um Moggann Steini?

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.4.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband