Ágústa Eva fellir leiktjöld Silvíu Nætur

Silvía NóttÆvintýrið um Silvíu Nótt tók á sig nýjan og athyglisverðan vinkil á sunnudagskvöldið þegar að Ágústa Eva Erlendsdóttir, skapari glamúrgellunnar miklu, felldi grímu hennar og kom fram í eigin persónu í Sunnudagskastljósi Evu Maríu. Þar talaði Ágústa Eva opinskátt um þessa athyglisverðu hlið sem hún hefur skapað með þessum karakter. Ágústa Eva hefur bæði hneykslað og glatt landsmenn með þessum karakter í rúm tvö ár og tekið allan skalann í tilfinningatúlkun.

Öll þjóðin hefur fylgst með Silvíu Nótt á þessum tíma. Hún hefur verið í miðpunkti bæði í umræðunni og verið bæði stingandi og heillandi í senn. Hápunktur og um leið botn hennar hlýtur að vera sami viðburðurinn merkilegt nokk. Sigurinn heima í Eurovision með Til hamingju Ísland var sætur en skellurinn mikli með Congratulations í Aþenu í maí 2006 var mikill, enda voru væntingar hennar og landsmanna miklir til árangurs. En segja má að ævintýrið hafi gengið of langt, dramatíkin og stingandi karakterinn hafi farið yfir strikið í Grikklandi. Á miðri Eurovision-leiðinni fór karakterinn yfir rauða strikið varhugaverða.

Það kom margt merkilegt fram í þessu viðtali. Eva María er auðvitað snilldargóður spyrill og mjög blátt áfram. Ágústa Eva opnaði karakterinn alveg upp á gátt og dró ekkert undan. Sérstaklega var athyglisvert að heyra hana lýsa Aþenu-ævintýrinu. Hún var víst alveg að leka niður af álagi og taugastrekkju er þessu lauk. Reyndar má segja að mesta afrek Ágústu Evu hafi verið að lifa í gegnum karakterinn allan þennan tíma og halda dampi. Enda er þetta frábær leikkona, hún sannaði kraft sinn og styrk sem karakterleikkonu í Mýrinni, þar sem nafna hennar, Eva Lind Erlendsdóttir, varð ljóslifandi í góðri túlkun hennar.

Það er freistandi að spyrja hvort ævintýrinu mikla með Silvíu Nótt sé að ljúka eða hreinlega á enda nú. Það væri ekki undarlegt yrði svo, enda virðist mesta fúttið úr karakternum. En hún hafði áhrif með karakternum, kannski öfug áhrif. Eins og fram kom átti Silvía Nótt að vera ádeila, en að mörgu leyti má vera að karakterinn hafi þróast í aðrar áttir. Allavega, varð þetta ævintýri eflaust mun hástemmdara og háfleygara en stefnt var sennilega að. Og það er auðvitað með vissum ólíkindum hversu langt Ágústu Evu tókst að koma með karakterinn og eiginlega hversu lengi hún lifði í gegnum hann.

Ágústa Eva er leikkona sem á mörg tækifæri framundan myndi ég segja. Hún hefur allavega sýnt að hún getur leikið, getur túlkað allan tilfinningaskalann. Það eru viss tíðindi að leikþættinum sem slíkum sé lokið. Reyndar var svolítið spes að sjá Ágústu Evu tala svo opinskátt um karakterinn, enda hefur hún annaðhvort komið fram í karakter eða hreinlega talað í kringum hann í öðrum túlkunum. Ætli það sé búið að gera upp Silvíu Nótt? Það verður fróðlegt að sjá hver framtíð hennar og skaparans verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SILVÍA NÓTT kom til mín um daginn og tjaldaði til einnar nætur. Say no more.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verð nú að viðurkenna að ég er orðin mjög þreytt á þessi dæmi með Silvíu Nótt, ótrúlega þreytt dæmi sem ég skil ekki tilganginn með. En ég náttl. fjarstýringu á TV svo ég get bara skipt eða slökkt. En málið er að mér finnst þessir þættir ekki gera neitt, eða vera neitt, ádeila á hvað ?? Hómer Simpson vinur minn er ádeila, ég fíla hann. Ágústa Eva er hins vegar spennandi karakter finnst mér og vildi ég gjarnan sjá hana í fleiri hlutverkum eins og í Mýrinni, ég hef lík heyrt vel látið af henni á sviði. En Sylvía Nótt, egium við ekki bara að jarða hana, mér líður svona svipað að horfa á SN eins og þegar ýmsir ráðherrar klæmast á erlendu tungumáli sem þeir ekki kunna, maður fær svona asnahroll og skammast sín pínu

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2007 kl. 17:11

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, mikið ansi líktinst hún nú vinkonu sinni, Silvíu, blessunin!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:36

4 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Mér fannst Sylvía nótt alltaf frábær karakter og var fljótur að sjá ádeiluna í honum. Skildi aldrei foreldra sem leyfðu barnungum dætrum sínum að líta á Sylvíu sem átrúnaðargoð. Ég á við Sylvía var aldrei barnvæn og í raun bönnuð innan 16 ára. Ég á sjálfur dóttir sem er að verða 6 ára í ár og leikskólinn hennar var á floti í Sylvíu Nótt, en sem betur fer tókst mér að halda henni að mestu leiti frá því að dýrka Sylvíu nótt  og ekki klæddi hún sig upp á öskudagh í fyrra í hennar gerfi, nei takk  En Ágústa Eva og karekterinn hennar Sylvía nótt skemmt mér konunglega allan tímann. Takk fyrir mig Ágústa Eva

Guðmundur H. Bragason, 3.4.2007 kl. 20:43

5 identicon

Hverjum er ekki fokk sama, haha...

Til hamingju samt, góð tilraun.

Kálfur (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 00:31

6 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Bendi á að Ágústa Eva sagði að hún og hennar fólk hefði aldrei sagt að "leikritið" væri byrjað og þau myndu heldur ekki segja einn góðan veðurdag að það væri búið. Svo enn er von á öllu!

Vilborg Valgarðsdóttir, 4.4.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband