On the road again....

ISG og Össur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson eru nú lögð upp í road-trip um landið í aðdraganda kosninga, rétt eins og fyrir fjórum árum. Þá voru þau svokallað leiðtogatvíeyki sem síðar þróaðist upp í hlutverk keppinauta um leiðtogahlutverk Samfylkingarinnar. Staða flokksins er önnur nú en þá, ekki mjög beysin.

Nú á greinilega að markaðssetja þau eins þrátt fyrir nokkuð breytta stöðu. Ingibjörg Sólrún hjólaði í Össur eftir kosningarnar 2003, það nægði henni ekki að vera á dúóstandard á við Össur. Hann var felldur og hún tók við með stuðningsmennina kyrjandi á bakvið slagorðasöngva um betra gengi undir stjórn hennar sem gömlu vonarstjörnunnar sem vann þrennar borgarstjórnarkosningar. Lífið innan flokksins átti að vera himnasæla hin mesta fyrir flokk og formann.

Tveim árum eftir formannskjör Ingibjargar Sólrúnar hafa vinstri grænir, hinn forni smælingi til vinstri, tekið framúr Samfylkingunni og góð ráð eru að verða ansi dýr fyrir formanninn sem átti að gera Samfylkinguna að mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Leitað er til formannsins fallna um hjálparsvein til ferðalags í aðdraganda kosninga. Teknar eru fallegar litmyndir með brosandi fólki í pólitískri nauð og haldið hringinn í kringum landið. Flokkurinn sem forðum átti að vera ráðandi afl berst nú við VG um hvor flokkurinn verði næststærstur á taflborði stjórnmálanna.

Það væri gaman að vita hvernig að leiðtogatvíeykinu forna líður á ferðalaginu. Samfylkingin á í verulegum erfiðleikum og háir varnarbaráttu í öllum kjördæmum. Þar er ekki sótt fram heldur barist fyrir að halda sínu. Allar kannanir nú innan við 40 dögum fyrir kosningar mæla Samfylkinguna í verulegu fylgistapi frá síðustu kosningum og í vondri stöðu. Örvæntingin þar er öllum ljós. Enda hver verða eftirmælin fyrir flokkinn að kosningum loknum fari svo að forna vonarstjarnan úr borginni skili flokknum umtalsverðu fylgistapi er á hólminn kemur?

Tveim árum eftir að Össur fékk sem sitjandi formaður aðeins einn þriðja í formannskjöri, fékk gríðarlegan skell og var hafnað fyrir Ingibjörgu Sólrúnu er hann enn lykilspilari á landsvísu. Hann er kominn á roadtrip með konunni sem felldi hann, svilkonunni sem allir höfðu svo mikla trú á. Nú þarf hún á honum að halda og Samfylkingin líka. Varaformaðurinn er einhversstaðar í skottinu á roadtripinu.

Þarna vísiterar flokkur í vanda hinar dreifðu byggðir landsins. Það sjáum við á öllum vandræðaganginum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Mér finnst þetta hálf vandræðaleg færsla hjá þér Stebbi. Össur er einn af lykilmönnum flokksins, Alþingismaður og formaður þingflokks. Kerkjan á milli þeirra er spuni frá andstæðingum flokksins, sem ég veit ekki til að séu í stöðu til að greina eitt eða neitt.

Það er engin örvænting hjá Samfylkingunni. Málefnastaðan er sterk og við berjumst eins og aðrir við að kynna okkur og okkar málefni. Til þess notum við frambjóðendur og lykilfólk - eðlilega.

Eggert Hjelm Herbertsson, 4.4.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Engin vandræðalegheit hér Eggert minn. Össur var felldur sem formaður Samfylkingarinnar með yfirburðum á sínum tíma. Fólki fannst aðrir betri við að safna fylgi. Síðan hefur leiðin aðeins legið niður á við. Hann er vissulega nokkur forystumaður í vissum kjarna. Þar helgast sterk staða hans. Margir áttu reyndar von á þegar að hann var sleginn niður að hann myndi hætta.

Það hvernig hann efldist með auðmýkjandi ósigri og falli frá formennsku er vissulega merkilegt. Ræða hans á landsfundinum þar sem hann fékk skellinn er nokkuð merkileg. Hann er enn að og enn er hann lykilmaður, það er vissulega merkilegt í sjálfu sér. Og nú þarf flokkurinn á honum að halda.

Staða mála blasir við öllum sem horfa hreint á stöðuna. Hvað brást hjá formanninum sem allir töldu sjálfgefið að yrði sigursæl?

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.4.2007 kl. 15:39

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þú verður að átta þig á að Ingibjörg Sólrún er ekki búin að fara í gegnum kosningar sem formaður - bíðum og sjáum. Látum nú ekki skoðanakannanir stjórna staðreyndum....þær eru mælingar en ekki lokaniðurstaða. Samfylkingin hefur engu tapað enn. ATH ein helsta ástæða góðs sigur Samfylkingarinnar í síðustu kosningum var innkoma Ingibjargar Sólrúnar, það er hægt að rýna í tölur og dagsetningar til að sjá það.

En þú spyrð hvað brást? Eins og ég sagði þá hefur ekkert brugðist enn, þó að mælingar sýni annað þessa stundina. Svo hefur þessi rómantíska umræða um umhverfismál og svart-hvíta nálgun VG komið flokknum í hæstu hæðir í könnunum - á því áttu fáir von.

Eggert Hjelm Herbertsson, 4.4.2007 kl. 15:52

4 identicon

TVÍEYKIÐ fer nú fyrir hinum mikla krataflokki um rústir landsbyggðarinnar en Vinstri grænir eru hinn nýi Framsóknarflokkur, hinn græni flokkur til vinstri, sem er alfarið á móti allri stóriðjunni og telur að við getum öll lifað góðu lífi af öðrum greinum, sem við getum að sjálfsögðu og munum gera. Formaður Vinstri grænna bóndi frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, dregur að sér konur og Framsóknarmenn í sama mæli og kúadellan mýið.

Hinn grái Framsóknar-Jón er hins vegar "holdgervingur" stóriðjunnar, sem hefur gert einu litlu svæði á landsbyggðinni til góða en lagt öll önnur í rúst og frestað þar bráðnauðsynlegri vega- og jarðgangnagerð vegna þenslunnar í Reykjavík og Reyðarfirði. Og ekki bætir hið arfavitlausa kvótakerfi úr skák fyrir allar sjávarbyggðirnar. Landsbyggðin in memoriam ef þessi stjórn verður áfram við völd, sem hún verður sem betur fer ekki.

Steini Briem (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 16:00

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, við verðum auðvitað að telja kannanir eitt og kosningar annað. Enn er mesti þungi baráttunnar eftir. ISG á enn eftir að vera formaður í kosningum, en hún var vissulega forsætisráðherraefni árið 2003 og lykiltalsmaður Samfylkingarinnar. Þá gekk henni vel og flokkurinn bætti við sig. Vindarnir blása öðruvísi nú og það er auðvitað mjög merkilegt að sjá kvennasveifluna til VG. Ég hef aldrei litið á Steingrím J. sem kvenréttindapostula og efast að hin mæta Margrét Frímannsdóttir hugsi í flashback-i til hans þannig. En þetta verður auðvitað að ráðast. Auðvitað reynir Samfylkingin að spila
kosningarnar eins vel og mögulegt er við svona aðstæður - reynir að berjast til enda af krafti. Nema hvað.

Við kannski sjáumst um aðra helgi og röbbum eitthvað. Það verður reyndar mögnuð helgi og hörkustuð, verður sennilega þverpólitískt stuð í borginni. :) mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.4.2007 kl. 16:01

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi...ekki lenda í því að horfa á landslagið frá sjónarhóli skoðanakannana þar sem 40-50% taka ekki afstöðu. Þú veist það eins og ég að slíkt er ekki marktækt nema sem óljós vísbending. Samfylkingin er með kraftmikið lið og þetta er bara fyrsta bylgja og þú átt væntanlega eftir að gapa þegar nær dregur kosningum. Þú sást hvert stefnir í könnun á Stöð 2 hér. Þetta er fyrsta könnun sem nær marktækri þátttöku hér. Össur og Ingibjörg voru hér í gær og það var frábært. Þau eru gríðarlega sterkt team...formenn..flokks og þingflokks.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2007 kl. 20:25

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég fylgist kannski ekki nógu vel með Samfylkingunni, en er Ágúst Ólafur Ágústsson ekki ennþá varaformaður og nr. 2 í röðinni?

Gestur Guðjónsson, 4.4.2007 kl. 20:52

8 identicon

Það verður að hafa í huga með Ágúst Ólaf að hann þorði ekki í Össur og Jóhönnu í prófkjörinu í Reykjavík.
Taldi það sigur að ná 4.sæti, efast um að Þorgerður Katrín hefði sætt sig við það sem varaformaður að lenda í 4.sæti.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 21:23

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Viljið þið ekki koma og skipuleggja þetta fyrir okkur....þið eruð svo klárir

Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband