Kaupþing vill ekki hryðjuverkamenn í viðskipti

Kaupþing Það kallar fram kómísk viðbrögð að lesa fréttina um Selfyssinginn sem var spurður af starfsmanni Kaupþings hvort að hann tengdist einhverjum hryðjuverkasamtökum eða það væri einhver í fjölskyldunni hans sem væri viðriðinn slík samtök. Átti ekki alveg von á að íslenskir bankar spyrðu svona á árinu 2007.

Er þetta merki um nútímann í bankaviðskiptum? Eru íslenskir bankar orðnir svo alþjóðlegir að þeir double check-a hvort að viðskiptavinir þeirra séu nokkuð svo alþjóðlegir að þeir séu orðnir hryðjuverkamenn meðfram daglegu lífi hér heima á Fróni? Þetta er að vissu marki skondið en líka svo kostulega fyndið að einhverju leyti. Ég þurfti eiginlega að lesa þessa frétt tvisvar til að trúa því.

Hefði hlegið meira hefði þetta birst 1. apríl, en hann er nú nýlega liðinn, svo að ekki gat það passað. En kómískt er þetta óneitanlega. Er þetta kannski forboði um að maður fái svona spurningu þegar að maður fær sér tryggingu, jafnvel lífstryggingu. "Heyrðu ertu nokkur í hryðjuverkum?" Svona er víst Ísland í dag.

mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta sýnir bara að við erum hluti af alþjóðasamfélaginu, ekki lengur einangraðir eyjaskeggjar norður í ballarhafi.   Spurning hvort að efnahagshryðjuverkamenn í tilteknum samtökum hérlendis séu gjaldgengir hjá Kaupþingi?

Sigurður J. (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, Stebbi minn, við flokkumst undir hættulegt fólk hér á Selfossi :):) annars er okkur sagt að þetta séu nýjar reglur sem allsstaðar séu viðhafðar. Ég stofnaði 2 reikn. í Glitni í desember, handa 2ja og 3ja ára gömlum barnabörnum mínum og þetta voru alveg 2 a-4 síður, hvaðan peningurinn kæmi, hvort kæmu stórar fjárhæðir and so on og svo í síðasta mánuði stofnaði ég aftur 2 reikn. í Sparisjóðnum fyrir 5 og 7 ára barnabörn og þar upphófst sama yfirheirslan og sór og sárt við lagði að hér væru ekki upprennandi hryðjuverkamenn á ferð. Það væri forvitnilegt að vita hvort þessi rannsókn beinist eingöngu gegn Selfyssingum eða landsmönnum öllum

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 16:50

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta er magnað. Hef unnið að innleiðingu hryðjuverkavarna í siglingum og þar var okkur gefið tækifæri að beita almennri skynsemi í að velja hvaða aðgerðir farið var í. Allt þurfti að rökstyðja. Auðvitað hefði verið einfaldast að taka allar reglurnar upp og fara út í svona vitleysu, þá hefði maður ekki þurft að rökstyðja neitt, en vandamálið er að þegar reglur segja mönnum að gera eitthvað fáránlegt, verður það til þess að hinir hlutar reglnanna, sem hafa tilgang, fá á sig sama stimpil. Það er slæmt...

Gestur Guðjónsson, 7.4.2007 kl. 16:55

4 identicon

Svo því sé haldið til haga þá er þessi spurningarlisti bankanna frá ríkinu kominn vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Lenti sjálfur í svona spurningu hjá Landsbankanum og fannst það ekkert stórmál.

Svo vitnað sé beint í 1. gr. laganna um tilgang þeirra segir:
" Tilgangur laga þessara er að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með því að skylda aðila sem stunda starfsemi er kann að verða notuð til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka til að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum og starfsemi þeirra og tilkynna um það til bærra yfirvalda verði þeir varir við slíka ólögmæta starfsemi."

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 18:20

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þetta er eins og þegar maður fer til Bandaríkjanna og er spurður (á spurningalista sem maður fyllir út í fluginu) hvort maður hafi tekið þátt í þjóðarmorðum. Ég lenti í því í september og geri ráð fyrir því að það sé venjan.

Berglind Steinsdóttir, 7.4.2007 kl. 18:23

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin og fróðlegar pælingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.4.2007 kl. 18:36

7 identicon

Sé þetta nú allt rétt, er hér um að ræða gott dæmi um það að formið er algerlega að bera efnið ofurliði. Sú þróun hefur verið í gangi um alllangt skeið. Gott dæmi um ýkta mynd þessarar formgerðar er þegar stjórnmálaleiðtogar, sem allir vita hverjir eru, draga upp persónuskilríki á kjörstað til þess eins að fá að kjósa. Því eitt skal yfir alla ganga, ekki rétt? Með öðrum orðum: Skilríkið er persónunni fremra. Formið tekur efninu fram. Og enginn segir neitt. Við eigum eftir að horfa á miklu vitlausari hluti í framtíðinni. Enginn vafi.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband