Ómar mun vinsælli en Ingibjörg Sólrún - konur segjast frekar neikvæðar en jákvæðar í garð ISG

Leiðtogar Skv. könnun Gallups á vinsældum stjórnmálaleiðtoga kemur fram að Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, er vinsælli en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Konur eru frekar neikvæðar en jákvæðar í garð Ingibjargar Sólrúnar, sem er eina konan sem leiðir stjórnmálaflokk í þessum kosningum.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Ómar eru allir vinsælli meðal kvenna en Ingibjörg Sólrún. Nú sem fyrr er Geir H. Haarde vinsælasti leiðtoginn. Tæplega 56% segjast jákvæðir í hans garð. Næstur er Steingrímur J. Sigfússon með 51%, 43% nefna Ómar Ragnarsson, 28% nefna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og 25% nefna Jón Sigurðsson. Fæstir, eða 23%, nefna Guðjón Arnar Kristjánsson.

Flestir eru neikvæðastir í garð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, eða 51%. 41% nefna nafn Guðjóns Arnars Kristjánssonar í þessu samhengi á meðan að 37% nefna Jón Sigurðsson. Þriðjungur aðspurðra nefna Ómar Ragnarsson en aðeins 19% nefna Geir H. Haarde. Það er því ljóst þarmeð að Geir er bæði vinsælasti stjórnmálamaður landsins og sá sem fæstir eru neikvæðastir fyrir. Er spurt er eftir kynjum styðja flestir karlar Geir, næst koma Steingrímur, Ómar, Ingibjörg Sólrún, Jón og Guðjón Arnar, sama röð og hvað varðar vinsældirnar semsagt.

Eins og fyrr segir nefna flestar konur Steingrím J. Sigfússon sem þann stjórnmálamann sem þær treysta mest, næstir koma Geir og Ómar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fjórða og því eru aðeins Jón Sigurðsson og Guðjón Arnar Kristjánsson neðar í skori hjá konum en hún. Það hljóta að teljast mikil tíðindi. Í ofanálag eru fleiri konur neikvæðar í garð Ingibjargar Sólrúnar en jákvæðar.

Þessi mæling er mjög góð fyrir Geir H. Haarde og Steingrím J. Sigfússon, sem virðast vera langsterkastir leiðtogar til hægri og vinstri. Mæling Ómars Ragnarssonar hlýtur að teljast mjög sterk fyrir hann, enda er þetta fyrsta mæling hans sem stjórnmálamanns, en hann er nú kominn á fullt í pólitískt vafstur og orðinn áberandi flokksleiðtogi.

Þessi könnun er mikið áfall fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem á sama tímapunkti í aðdraganda þingkosninganna 2003 var vinsælli en Davíð Oddsson og bar höfuð og herðar yfir aðra í mælingum hjá konum er spurt var um vinsælasta stjórnmálamann landsins. Það hafa orðið mikil umskipti og hún veikst umtalsvert.

Það eru aðeins 35 dagar til þingkosninga. Spennan er að magnast mjög - kosningabaráttan fer á fullt eftir helgina með öllum þeim þunga sem henni fylgir. Síðasti mánuðurinn verður mjög kraftmikill vægast sagt. Þessi mæling segir meira en mörg orð um stöðu mála.

Veik mæling Ingibjargar Sólrúnar virðist sýna veika stöðu hennar og Samfylkingarinnar í hnotskurn. Þetta hlýtur að vera altént verulegt áfall fyrir flokk og formann, sem greinilega á mjög undir högg að sækja nú. Þessi könnun segir alla söguna mjög vel hvað það varðar.


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar er afar kynsæll,
Imba verður sigursæl,
Addi með útburðarvæl,
Jón úti í horni vansæll,
Steini tekur með stæl,
stelpurnar á tá og hæl.

Steini Briem (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 20:22

2 identicon

Hann er verkahryðjumaður,
hann Hilmar er í góðu starfi,
hann Haarde er herramaður,
hann Geir er ei óvitlaus arfi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er þetta ekki bara að verða eins og í BNA  Ómar eins og Ronald R. eða Arnold Shwars.  vinsældir fara eftir afrekum fyrir framan myndavélarnar og ISG hefur nú ekki af neinu að státa blessunin.  Svo held ég að að Steini Briem ætti að æfa sig betur að yrkja áður en hann setur þennan leirburð á prent.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband