Vond könnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðri

Könnun í Suðurkjördæmi Könnun Félagsvísindastofnunar sem birt var í gær úr Suðurkjördæmi er að mínu mati ekki góð fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar. Þetta er mjög lítið fylgi þannig séð miðað við söguna á svæðinu og er aðeins sjónarmun meira heldur en fékkst upp úr kjörkössum fyrir fjórum árum, en þá gekk flokkurinn klofinn til kosninga og hann missti fjórða manninn þá vegna þess klofnings.

Þetta fylgi er ekki mikið sé tekið mið af því að víða í kjördæminu hefur Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í sveitarstjórnum og nokkuð sterka stöðu. Segja má að hann hafi umtalsverð völd á sveitarstjórnarstiginu á öllu svæðinu, ef eiginlega aðeins Selfoss er tekið undan, en þar vann þó Sjálfstæðisflokkurinn mikinn kosningasigur í maí 2006 og var afgerandi hástökkvari kosninganna þar undir forystu bloggvinar míns, Eyþórs Arnalds, og Þórunnar Jónu.

Félagar mínir í Suðurkjördæmi hljóta að vera hugsi yfir þessari könnun, enda er hún að gefa mun minna en t.d. kannanir Gallups sýna og sagan hefur sagt okkur ennfremur þarna. Þrír menn í vor verða ekki ásættanleg niðurstaða. Það þýðir að flokkurinn á engan þingmann frá Suðurnesjum og þar verður engin kona inni. Fyrirfram taldi ég og tel enn að Björk Guðjónsdóttir myndi fljúga inn og það væri mikilvægt að það gerðist, enda er hún sterkasta von Suðurnesja á þingmanni og er mjög farsæll sveitarstjórnarmaður á Suðurnesjum. En það er engan veginn gefið ef marka má þetta.

Það stefnir í spennandi kosningar í Suðurkjördæmi. Niðurstaða á borð við þessa yrði pólitískt áfall fyrir Árnana, Johnsen og Mathiesen. Persónulega var ég engan veginn sáttur við framboð Árna Johnsen. Svona niðurstaða, ef af yrði, myndi held ég kristalla vel að fólk hafnar því að fá frambjóðanda með umdeilda sögu aftur inn á þing, enda var það ekki beint jákvætt fyrir ímynd flokksins. Ég er mjög afgerandi þeirrar skoðunar enn nú.

En það er greinilega mikil vinna framundan fyrir flokkinn þarna, það blasir alveg við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞArna höfum við okkar djöful að draga.

Illt er að eiga .....að einkavini

hittumst á morgun.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 12.4.2007 kl. 08:21

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég tek undir þetta Stebbi, þetta var nokkuð óvænt, en mánuður til kosninga og er ljóst að allir verða að taka á honum stóra sínum. Ég á hins vegar ekki von á að VG nái að halda sér á flugi fram til kosninga...

Sjáumst á fundinum í dag og góða ferð ..... og munið nú að keyra varlega, dýrmætur farmur

Herdís Sigurjónsdóttir, 12.4.2007 kl. 09:46

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Sjálfstæðismenn eru í sjokki, er Það ? Út af hverju er það ? Ekki þó út af Árna, sem syngur svo fallega út í Eyjum ? Var ekki fyrir séð, að Árni Johnsen færi í prófkjör, nær hann hafði fengið ærupassann í hendur ? Því var forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson ekki beðinn um að veita Árna Johnsen uppreist æru ? Hvað með tæknilegu mistökin og ónóga iðrun ? Ekki vildi ég vera kjósandi í Suðurkjördæmi í vor. Eina von eiga Sjálfstæðismenn í kjördæminu, en hún er, að nógu margir kjósendur D-listans striki út nafn Árna Johnsens. Flokkueinn þarf að halda námskeið, þar sem fólki er kennt að breyta röð frambjóðenda á löglegan hátt, svo að atkvæðin haldi gildi sínu að öðru leyti. Sjálfstæðismenn það er borin von til þess, að Árni Johnsen dragi framboð sitt til baka. Þið verðið sjálfir að ýta honum neðar á listann.

Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.4.2007 kl. 10:37

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ég var mjög sáttur við framboð Árna Johnsen í prófkjöri sjálfstæðismanna, enda á öllum að vera heimilt að bjóða sig fram. Ég er hins vegar ósáttur við að hann skuli hafa verið kjörinn í annað sæti listans.

Ágúst Dalkvist, 12.4.2007 kl. 11:50

5 identicon

Ég held að það sé kominn tími til að láta Árna Johnsen í friði. Hann tók út sína refsingu  og fær annað tækifæri. Ef hann hefði sótzt eftir fyrsta sætinu hefði hann ugglaust fengið það.

Það er hinsvegar spurning hvort óánægja með veru fjármálaráðherra á listanum sé ekki meiri en þessi meinta óánægja með Árna Johnsenn.

Vildi ekki fólk einfaldlega hafa heimamann í efsta sæti á þessum lista?

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 16:50

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég er bara nokkuð sáttur miðað við að Árni J. er annar maður á listanum.

Óðinn Þórisson, 12.4.2007 kl. 18:02

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kári, ekki veit ég, hvar þú kýst, en það er siðblinda að finnast það bara allt í lagi,

að Árni Johnsen sé á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Það er eitthvað mikið að því fólki, sem vill verja það stórslys, að hleypa Árna Johnsen inn á lista

Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Því miður eigið þið flokksbræður hans eftir að naga ykkur í handarbökin aðfaranótt 13. maí.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.4.2007 kl. 18:18

8 identicon

Kristján, vonandi kastar þú ekki grjóti úr glerhúsi.

Að kalla yfir tvö þúsund kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi siðblinda og hnykkja enn betur á þeirri fullyrðingu með því að segja að það sé líka  "eitthvað mikið að því fólki, sem vill verja það stórslys, að hleypa Árna Johnsen inn á lista", finnst mér nokkuð hæpið

Það er nú bara þannig að sem betur fer, að margt fólk er tilbúið að fyrirgefa og veita þeim sem hafa misstigið sig annað tækifæri.

Svo eru á hinn bóginn alltaf einhverjir sem eru svo fullkomnir og heilagir að þeir telja sig þess umkomna að fella einhverja eilífðardóma yfir fólki sem hefur brotið af sér.

Að mínu mati eru þú og aðrir farísear sem fellið svona dóma, væntanlega vegna eigin syndleysis , miklu siðblindari en ég og kjósendur Árna Johnsen í Suðurkjördæmi.

Og ekki kvíði ég kosningaúrslitunum. hvorki í Suðurkjördæmi né annarsstaðar.

Með kveðju,

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:59

9 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Sæll Stefán,

Þú átt stórt hrós skilið. Mér þykir fátt vera jafn virðingarvert og það að geta gagnrýnt eigin flokk og jafnvel einstaklinga innan flokksins. Það þarf hugrekki í það!  Ég er líka meira en sammála þér í máli Árna J., hann ætti að vera löngu farinn úr pólitík.

Hinsvegar get ég ekki annað en glaðst yfir þessari könnun. Sf. heldur sama fjölda kjördæmiskjörna fulltrúa og fylgistapið hreint ótrúlega lítið hjá flokknum miðað við að Margrét sé farin. Þau efstu 4 í suðrinu hjá Sf. eiga mikið hrós skilið!

Bestu kveðjur,

Guðfinnur 

Guðfinnur Sveinsson, 13.4.2007 kl. 04:12

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þeir sem verja Árna og telja að hann eigi að fá fyrirgefningu annan séns og þess háttar eru sjálfir ekki fórnarlömb siðblinds manns. Að setja Árna inn á þing er eins og að fá Njálsson til að líta eftir drengjunum á leikskólanum.

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 21:40

11 Smámynd: Sigursveinn

Sæll Stefán

Ég held að sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi þurfa ekki síður að líta á 1. sætið en 2. sætið til að finna ástæðu fyrir slöku gengi í skoðanakönnunum. Árnarnir báðir eru ástæðan. Það eru margir þeirra skoðunar í kjördæminu að verið sé að færa þingsæti úr kjördæminu og til Hafnafjarðar. Enda Mathiesenarnir einu mestu gaflarar sem þekkjast. Auðvitað er framboð Johnsen umdeilt og alls ekki til þess að styrkja flokkinn meðal óákveðna en hjá þeirri staðreynd er ekki komist að karlinn á sitt fylgi í kjördæminu eins og sást svo greinilega í prófkjörinu.   

Sigursveinn , 16.4.2007 kl. 09:15

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka fyrir góð komment og skemmtilegar pælingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.4.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband