Hver verður framtíð Silvíu Nætur?

Silvía NóttÆvintýrið um Silvíu Nótt tók á sig nýjan og athyglisverðan vinkil fyrir nokkrum vikum þegar að Ágústa Eva Erlendsdóttir, skapari glamúrgellunnar miklu, felldi grímu hennar og kom fram í eigin persónu í Sunnudagskastljósi Evu Maríu. Þar talaði Ágústa Eva opinskátt um þessa athyglisverðu hlið sem hún hefur skapað með þessum karakter. Ágústa Eva hefur bæði hneykslað og glatt landsmenn með þessum karakter í rúm tvö ár og tekið allan skalann í tilfinningatúlkun.

Öll þjóðin hefur fylgst með Silvíu Nótt á þessum tíma. Ég horfði fyrir nokkrum vikum á þátt með henni á Skjá einum. Frekar fannst mér hann stuðandi, enda er það eflaust markmiðið með þáttunum. Þetta drama hefur þó að ég held orðið mun meira og sterkara en stefnt var að. Kannski varð líka ádeilan öðruvísi og beindist í aðrar áttir en áður var stefnt að.

Það er freistandi að spyrja hvort ævintýrinu mikla með Silvíu Nótt sé að ljúka eða hreinlega á enda nú. Það væri ekki undarlegt yrði svo, enda virðist mesta fúttið úr karakternum. En hún hafði áhrif með karakternum, kannski öfug áhrif. Eins og fram kom átti Silvía Nótt að vera ádeila, en að mörgu leyti má vera að karakterinn hafi þróast í aðrar áttir.

Allavega, varð þetta ævintýri eflaust mun hástemmdara og háfleygara en stefnt var sennilega að. Og það er auðvitað með vissum ólíkindum hversu langt Ágústu Evu tókst að koma með karakterinn og eiginlega hversu lengi hún lifði í gegnum hann. Ágústa Eva er leikkona mikilla tækifæra. Hún ætti held ég frekar að nýta þau með öðrum hætti en í gegnum þennan karakter.

Ætli það sé annars búið að gera upp Silvíu Nótt? Það verður fróðlegt að sjá hver framtíð hennar og skaparans verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já eitthvað er dauft yfir hennir blessaðri. Ég held að við höfum ekki alveg náð þessari ádeilu...erum svo vön ýmsum kostulegum karakterum hér heima...

En það er ekki annað að sjá en búið sé að búa til eina miðaldra SN sem mun keppa í Eurovision .... var það ekki í Búlgaríu, sú díva vann með yfirburðum,,en svo varð allt vitlaust...kunnuglegt

Herdís Sigurjónsdóttir, 12.4.2007 kl. 08:57

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég var heppin á Krít sl. sumar þangað sem ég fór í stutt frí að missa ekki hausinn en það var vegna þess aðeins að ég var íslensk.

Kvöld eitt fór ég ásamt fleiri íslendingum á veitingastað til að njóta góðs kvöldverðar í góðum félagsskap. Þjónninn sem tók á móti okkur spurði okkur hvaðan við við værum og við sögðum honum að við værum frá Íslandi.

Þjónninn tók við pöntunum frá okkur og síðar bar hann matinn til okkar. Þá kom í ljós að það sem við fengum passaði ekki við það sem við höfðum pantað.

Til að leiðrétta pantanirnar sem ég hélt að væri misskilningur uppskar ég ótrúlega reynslu af þjóni sem virtist verki sínu ekki vaxinn. Til að gera langa sögu stutta þá horfði hann á okkur fyrirlitningaraugum og sagðist muna framlag Íslands í Eurovision 2006

Guðrún Magnea Helgadóttir, 12.4.2007 kl. 16:49

3 Smámynd: Ragnar Trausti Ragnarsson

Èg held persónulega ad svona karakter eins og Àgústa hefur skapad aetti ad pakka nidur og segja bless. Hef hún heldur áfram med thennan karakter thá verdur fólk threytt á henni. En hef hún leggur nidur karakterinn núna thá lifir hann bara lengur í minnum okkar og í sögunni. Allt er best í hófi segja víst fródir menn.

Ragnar Trausti Ragnarsson, 12.4.2007 kl. 20:30

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Burtséð frá leikarahæfileikum Ágústu Evu, þá finnst mér karakterinn orðinn útþynntur og þreyttur. Hún eyðileggur fortíð sína með því að bæta við nútíð, hvað þá framtíð.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.4.2007 kl. 22:38

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég persónulega, var búin að fá nóg af Silvíu áður en hún fór til Grikklands og alls ekki getað skilið af hverju var haldið áfram með þetta rugl, en það er til yngra fólk í landinu og ég. Ein vitleysan enn sem maður horfir uppá þessa dagana, er þáttur með "Strákunum" þar sem þeir eru að finna arftaka sína, má ekki bara sleppa þessu? Ég er alltaf jafn þakklát fyrir takkana á fjarstýringunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 23:09

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sem betur fer getur maður slökkt á sjónvarpinu, það líða dagar og jafnvel vikur á milli þess að ég sest niður og horfi á það.

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.4.2007 kl. 01:08

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er nú einmitt gert fyrir miðlana, fréttamiðlar hafa engan áhuga (lítinn) á "venjulegu" fólki.

En ég get alveg sagt mína skoðun, mér fannst hún trunta frá því fyrsta, og það hefur allavega ekki breyst til batnaðar, þarna er ég að sjálfsögðu að tala um Sylvíu nótt.

Takk fyrir mig.

Sigfús Sigurþórsson., 13.4.2007 kl. 01:25

8 Smámynd: Egill Óskarsson

Mér finnst þetta æðislegt. Þið sem hafið kommentað hér, þið hafið öll skoðanir á Silvíu. Þar með er tilgangnum náð, sama svo hver þessi skoðun ykkar er. 

Að því leitinu til hefur þessi karakter og sú tilraun sem hefur verið í gangi í kringum hann heppnast fullkomlega. Jú, hún er ádeila á ýmislegt en hún er líka sköpuð til að  vekja upp skoðanir almennt. 

Ágústa og Gaukur og allir þeir sem hafa komið nálægt þessu eiga heiður skilinn. 

Egill Óskarsson, 13.4.2007 kl. 04:05

9 Smámynd: Skafti Elíasson

Silvía Nótt var hugsuð sem ádeila á akkúrat það sem hún varð fræg fyrir, ég horfði á nokkra búta úr þáttunum og það vakti alltaf viðbjóðs eða pirrings tilfinningar hjá mér og ég held að hún hafi skapað meira af því sem hún var akkúrat að deila á...eins og einhver sagði what you resist presists.  Væri fegin ef þessi karakter væri ekkert að flækjast inn á sjónvarpsskáinn hjá mér.

Skafti Elíasson, 15.4.2007 kl. 14:56

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin. Það hafa allir greinilega skoðun á Silvíu Nótt. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.4.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband