Góð stemmning á kraftmiklum landsfundi

Það er mikil og góð stemmning á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hér í Laugardalshöll. Fundurinn hófst síðdegis í gær með öflugri og traustri ræðu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns flokksins. Þar var traust yfirbragð sterks og vinsæls leiðtoga mest áberandi, ekkert um yfirboð eða innihaldslaust blaður. Geir hefur mjög sterka stöðu meðal flokksmanna og landsmanna, enda er hann skv. könnunum sá stjórnmálamaður sem þjóðin treystir best.

Upphaf fundarins í gær var mjög glæsilegt. Diddú og Jóhann Friðgeir sungu af alkunnri snilld nokkur lög. Að því loknu var tjaldið dregið frá og þar birtust fremst formaður og varaformaður flokksins og þétt að baki þeim stóð glæsilegur frambjóðendahópur. Mjög vandað og vel gert. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er mjög sterkur að allri umgjörð. Það er æðsta samkunda stærsta flokks landsins og krafturinn leynir sér ekki.

Það hefur verið mjög gaman að hitta góða samherjaum allt land á þessum fundi. Hér í Höllinni eru góð vinabönd treyst enn og ný myndast. Þetta er skemmtileg vinastund hér. Við söknum þó öll tveggja mætra leiðtoga í sögu flokksins, sem geta því miður ekki setið landsfund, í fyrsta skipti í fjóra áratugi. Davíð Oddsson, farsæll leiðtogi í einn og hálfan áratug, er staddur erlendis í embættiserindum og Björn Bjarnason er á sjúkrahúsi.

Þeim hafa verið sendar góðar kveðjur af fundinum. En héðan er semsagt allt gott að frétta. Eins og gefur að skilja get ég ekki skrifað með sama krafti og áður meðan á landsfundi stendur en ég mun þó reyna að senda stöku línu þegar að gott tækifæri gefst.

mbl.is Bjartsýni sögð einkenna landsfund Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að fá fréttir svona beint af fundinum. Vildi bara að ég væri þarna með ykkur, er það í anda, reyni að fylgjast vel með öllum fréttum og blogga ef með þarf. Gangi ykkur allt í haginn

Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Áreiðanlega merkilegur fundur, Ég er búinn að heyra af nýjum áherslum í málefnum aldraðra og annara sem setið hafa eftir. Hvernig komast pólitíkusar í "samband" og fá svona vitranir á fjögra ára fresti; heilun? 

Árni Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 18:34

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

"Fundurinn hófst síðdegis í gær með öflugri og traustri ræðu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns flokksins. Þar var traust yfirbragð sterks og vinsæls leiðtoga mest áberandi..."

Stefán, þú vonandi fyrirgefur, en mér finnst þú eiginlega alltof lotningarfullur og uppskrúfaður hérna þessa stundina. Þetta minnir mig svolítið á "okkar ástsæli og mikilhæfi leiðtogi og faðir þjóðarinnar Kim Il Sung".

Þessi landsfundur hlýtur að vera þér mikil hugljómun.

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Góða skemmtun. Það er alltaf gaman að hitta fólk sem maður deilir lífsskoðunum með. Það á við um alla flokka, vonandi ......

Gestur Guðjónsson, 14.4.2007 kl. 14:05

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég er mjög ánægð með fundinn Stebbi, sem er bæði vel sóttur og setinn. Gaman að taka þátt í málefnanefndunum og margar góðar samþykktir sem litið hafa dagsins ljós og fundinum ekki lokið. Sjáumst vonandi á morgun.

Herdís Sigurjónsdóttir, 14.4.2007 kl. 21:16

6 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Mjög ánægður með fundinn! Fín stefna sem flokkurinn hefur mótað. Þessi barátta næstu 27 daga verður bara skemmtileg! :) 

Reynir Jóhannesson, 15.4.2007 kl. 16:20

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er lítið mál að plata fólk. X-D

Björn Heiðdal, 15.4.2007 kl. 18:56

8 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Bíddu við Björgvin Þór og hvaða mál eru það

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 11:04

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kærlega fyrir kommentin. Ég vil benda Hauki á að ég væri ekki staddur á þessum fundi væri ég ekki ánægður með forystu hans og sérstaklega sáttur með formann flokksins. Ég er ekki í þessum flokki að ástæðulausu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.4.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband