Kraftur, samstaða og gleði á landsfundi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ég var að koma heim til Akureyrar eftir yndislega helgi í Reykjavík. Landsfundurinn tókst mjög vel; einkunnarorð helgarinnar að mínu mati voru kraftur, samstaða og gleði. Um leið og heim var komið var kosningaskrifstofa flokksins fyrir kosningarnar eftir 27 daga opnuð í Hafnarstræti. Þar verður kosningamiðstöðin að þessu sinni, en ekki í Kaupangi.

Þar var fullt hús í kvöld og mikill baráttuhugur í fólki. Efstu fjórir frambjóðendur á listanum; Kristján Þór Júlíusson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Ólöf Nordal og Þorvaldur Ingvarsson, fluttu þar öflugar og góðar ræður við upphaf lokaspretts kosningabaráttunnar, mikilvægasta hjallans á leiðinni. Halldór Blöndal, fyrrum ráðherra og þingforseti, sem brátt lætur af þingmennsku eftir glæsilegan stjórnmálaferil flutti góða ræðu og brýndi menn til dáða í baráttunni. Komum við Kristján Þór og Lilla beint á opnunina en við fórum saman í bíl úr borginni. Var skemmtilegt spjall um pólitík á leiðinni.

Landsfundurinn og kosningabaráttan bera yfirskriftina Nýir tímar - á traustum grunni. Það er viðeigandi heiti að mínu mati. Ny forysta flokksins sem kjörin var á landsfundinum 2005 hefur reynst flokknum vel og unnið vel. Hún nýtur trausts þjóðarinnar eins og kannanir sýna, en staða Sjálfstæðisflokksins er mjög sterk, eftir sextán ára stjórnarsetu, lengst af undir forystu Davíðs Oddssonar. Forystan nýtur afgerandi trausts flokksmanna. Það sást vel af endurkjöri hennar í dag. Geir H. Haarde hlaut 95,8% greiddra atkvæða í formannskjöri og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hlaut rúmlega 91%. Sterk kosning fyrir þau.

8 konur náðu kjöri í miðstjórnarkjöri í dag, en kosið var um 11 sæti. Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hlaut flest atkvæði í kjörinu. Þrír miðstjórnarmenn féllu í kjörinu. Kjör hlutu: Kjartan Gunnarsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Þórunn Jóna Hauksdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, Helga Þorbergsdóttir og Örvar Már Marteinsson.

Ég bloggaði nær ekkert meðan á dvölinni í Reykjavík stóð. Ég ákvað að hafa gaman af fundinum, njóta góðs spjalls við góða vini og taka því rólega. En nú hefst mesti hiti baráttunnar af fullum krafti og hér verður gargandi skemmtileg pólitík næstu vikurnar, sem ávallt fyrr. Þeim góðu bloggvinum sem sátu landsfundinn vil ég þakka fyrir góð kynni og spjall á fundinum.

Ennfremur vil ég þakka kærlega öllum þeim sem sátu fundinn og komu til mín góðum orðum fyrir skrifin, sérstaklega formanni Sjálfstæðisflokksins sem vék að mér innilegum og notalegum orðum fyrir skrifin. Met ég mjög mikils að vita af því að hann fylgist með því sem hér er skrifað og ennfremur auðvitað öllum sem ég ræddi við á fundinum. Kærar þakkir góðu vinir!

mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð orð Þrymur. Þetta var frábær helgi og mjög gaman að hittast og rabba. Það er alltaf gaman að hitta gott fólk og ræða pólitíkina.

heyrumst

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.4.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ekki tókst mér að hitta á þig Stebbi, fór sérstaka bloggvinaleitarferð, en bara næst... en gott að þú ert kominn á fullt skrið aftur á blogginu

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 11:06

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Landsfundir Sálfstæðisflokksins eru magnaðar samkomur. Svo fæ ég ekki ekki betur séð en að Geir sé nú kominn með sætustu stelpuna uppá arminn.

Þóra Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 11:43

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ömurlegt að ná ekki að hittast kæra Herdís. Ég hefði átt að fara að borði Mosfellinga. Ég náði að tala við Ragnheiði Ríkharðs og Bryndísi meðal annars. En þetta var mjög fjölmennur og flottur fundur. Mikið mannhaf og maður hitti marga vini og spjallaði. Suma ræddi maður alltof lítið við og suma náði maður hreinlega ekki að hitta. Leitt að hafa ekki náð tækifæri til að rabba. En, krafturinn í liðinu er ótrúlegur, þetta er besti landsfundurinn mjög lengi. Hef sótt marga fundi, en þessi er með þeim allra betri. Mjög gaman. Við hittumst vonandi við tækifæri bara síðar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.4.2007 kl. 13:48

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Steini: Það er alltaf best að koma heim til sín. Annars er alltaf notalegt að fara til Reykjavíkur og hitta þar vini og kunningja. Það er samt miklu notalegra að koma aftur heim. Það er gott að vera farinn að blogga aftur á fullu.

Þóra: Þorgerður Katrín er sú langflottasta, það sýndi hún og sannaði í gær á þessum fundi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.4.2007 kl. 13:50

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Sæll aftur, já ekki spurning við eigum klárlega eftir að hittast. Tek undir með þér, ég held að þetta sé bara besti landsfundur sem ég hef farið á og náði maður að hitta marga, en ekki alveg alla.

..........og ekki spurning Geir og Þorgerður Katrín eru langflottust

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband