Dead on arrival?

Margrét og Ómar Það er innan við mánuður til þingkosninga. Íslandshreyfingin er fjarri því að ná flugi. Allar kannanir sýna veikt gengi hennar. Ég held að hún sé búin að missa af lestinni. Fyrir nokkrum dögum sagði ég við vin minn að myndi Íslandshreyfingin ekki bæta við sig 2-4% í næstu Gallup-könnun væri vont í efni fyrir hana. Átti ég frekar von á að hún myndi komast aftur yfir 5% markið. Raunin varð önnur, enda er hún að falla stórt milli vikna, dettur niður í um 3%.

Þessar mælingar hljóta að teljast áfall fyrir flokk og forystumenn hans. Vandræðagangur þeirra við að velja á lista og kynna lista um allt land hefur verið augljós, það hefur verið augljóst klúður bakvið tjöldin. Eftirspurnin eftir flokknum virðist vera harla lítil, það er ekki kallað eftir honum. Það er talað um Íslandshreyfinguna sem hægri grænt framboð. Kannski var það fyrst og svo reynt að tala þannig í veikri von um að því sé trúað. Hvar eru hægrimenn innan Íslandshreyfingarinnar? Það er von að spurt sé.

Í dag voru kynntir frambjóðendur í fimm efstu sætum á listum Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík. Það eru fá ný tíðindi þar. Athygli vekur að ekki sé lagður fram 22 manna listi. Það eru bara 27 dagar til kosninga. Hvað er að gerast þarna? Ekki eykst trúverðugleiki flokksins með þessu. Enn er enginn heill listi þar kominn. Þetta vekur mikla athygli. Sá þó að þarna er Ólafur Hannibalsson, sonur Hannibals Valdimarssonar og því bróðir Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hann var einu sinni varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins en það er orðinn óratími síðan að hann gufaði þar upp. Ekki er Ósk Vilhjálms nýtt nafn og varla Sigurlín Margrét.

Stóri vandi Íslandshreyfingarinnar er fyrst og fremst að þessi flokkur höfðar greinilega ekki til fólks. Þessar vondu mælingar eru vissulega stór tíðindi, þau vekja athygli. En þau hafa innan við fjórar vikur. Mér finnst vandræðagangur þessa flokks orðinn áberandi mikill. Hann blasir við öllum. Það er mjög einfalt mál. Vandræðin kalla á fólk. Það er enda vont að missa af lestinni.

Ég horfði um daginn á eðalmyndina Dead on arrival, D.O.A. með Edmond O´Brien frá gullaldardögum Hollywood. Hún var og er alla tíð yndisleg - titillinn er sterkur og ástæða þess að hann er notaður kemur strax í ljós í upphafsatriðinu. Einhverra hluta vegna dettur mér þessi titill helst í hug er ég hugsa til Íslandshreyfingarinnar 27 dögum fyrir alþingiskosningar.

mbl.is Ómar og Margrét leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Stebbi minn.

Ég veit nú ekki betur en að þú hafir auglýst vandamálatilstand Margrétar Sverrisdóttur upp í hæðir hér um tíma þar sem hún yfirgaf hugsjónir sínar og sannfæringu sem hún hafði fylgt vegna eins manns sem gekk í Frjálslynda flokkinn.

Frjálslyndi flokkurinn stendur áfram fyrir sínum hugsjónum og sannfæringu eftir sem áður án Margrétar, eins og með hana innan okkar raða en ég get ekki séð fyrir mér Ómar og Margréti sem langtímasamvinnuaðila í stjórnmálum miðað við áherslur sem fram eru komnar .

kv.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.4.2007 kl. 02:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég vil nú vísa því algjörlega á bug að ég hafi eitthvað sérstaklega einn og sér og meira en aðrir auglýst upp Margréti eða hennar fólk. Málefni þessa flokks og umræðan um hann hafa verið mikið í fréttum, allt frá því að Frjálslyndi flokkurinn klofnaði á kostulegum landsfundi. Þessi saga hefur blasað við öllum. Ég hef fjarri því verið einhver örlagavaldur í þeim efnum, enda vil ég hvergi koma nálægt hvorugum flokknum, þessum nýja eða hinum sem nú lofsyngur Jón Magnússon í Reykjavík.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.4.2007 kl. 02:27

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er alveg klárt að Íhaldshreyfingin er andvana fædd.  Fyrir það fyrsta kemur hún alltof seint fram.  Það er allt í klessu hjá henni á síðustu metrunum.  Einungis hefur núna tekist með erfiðismunum og togstreitu að klambra saman framboðslistum í tveimur kjördæmum þegar 3 vikur eru til kosninga.  Meðmælendaskrár í öllum kjördæmum eru óklárir.  Allt á þessum bæ er bráðabirgða eitthvað. 

Ég tek fram að ég ber virðingu fyrir einlægum áhuga Ómars fyrir náttúruvernd.  Hitt vekur furðu að Margrét skuli kyngja viðhorfum Ómars til fiskveiðikvótans og áhuga fyrir inngöngu í Evrópusambandið.  Það er kúvending frá fyrri baráttumálum.  Og tæplega eitthvað sem klofningsbrot hennar úr Frjálslynda flokknum er áhugasamt um.

  Þar fyrir utan er vandséð að hægri menn flykki sér um stóriðjustopp hreyfingarinnar.  Ef svo ólíklega vill til að takist að manna framboð í öllum kjördæmum og skila inn tilskyldum meðmælalistum erum við að tala um 2ja % dæmi.  Þetta framboð er dauðadæmt ásamt brölti framboðs aldraðara.  Sem er í besta falli 1% dæmi. 

Jens Guð, 16.4.2007 kl. 02:48

4 Smámynd: Karl Tómasson

Stefán við reysum ekki hús á sandi og við spilum ekki rokk og ról án æfingar.

Íslandshreyfingin var án vafa byggð á hugsjón. Sú hugsjón var til fyrir og allir kappkosta við að eigna sér part af henni.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Ég fylgist með spilaranum þínum minn kæri.

Karl Tómasson, 16.4.2007 kl. 03:05

5 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Sæll Stefán.

Það má heldur ekki gleymast að flokkurinn þinn, ásamt öðrum, hefur nú líka skapað þannig umhverfi að það er mjög erfitt að komast af stað með nýja flokka. Það krefst mikillar vinnu, mikilla fjármuna og stórkostlegrar þrautsegju.

Það er því ekkert skrítið að það sé erfitt að komast af stað. Gömlu flokkarnir hafa reyst sér virkisveggi svo nýliðun verði sem minnst. Þess utan taka þeir svo allir þátt í að mölva niður trúverðugleika þeirra sem reyna að komast inn á völlinn. Í mínum bókum er það andlýðræðislegt, enda er aukið val einvörðungu gott fyrir kjósendur.

Nú beini ég þessum skrifum ekkert endilega bara að Íslandshreyfingunni. Þetta er ferillinn í hvert sinn sem það kemur fram nýtt framboð. Nema hvað að nú er löggjöfin orðin enn harðari þar sem ný framboð fá enga peninga og mega vart afla þeirra heldur. Það er því ljóst að það fer enginn af stað í svona brölt nema fyrir endalaust sterka hugsjón. Það er eitthvað sem menn ættu ekki að gera lítið úr.

Og ég endurtek. Það er ekkert að því að kjósendur hafi meira val, heldur en minna. Það er gott fyrir okkur öll og hollt fyrir þá flokka sem fyrir eru. Þetta ættir þú að skilja vel, enda gilda þarna sömu lögmál og á markaði. Einokun er vond, samkeppni er góð.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 16.4.2007 kl. 10:33

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gárungarnir segja nú, að kjörorð Íslandshreyfingarinnar   ..Lifani land" sé nú orðið  ,,Langt í land"

Sel það ekki dýrara en ég keypti.

Þakkir fyrir fundinn

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.4.2007 kl. 11:27

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Jens: Það er augljóst að eitthvað stórlega er að hjá þeim. Annars er þetta ekki listi, þetta eru fimm nöfn á lista. Barnið er ekki fætt fyrr en það er allt komið úr móðurkviði.

Kalli: Það er svosem varla svo að einn flokkur eigi einhverja hugsjón einn, en það er hinsvegar alveg ljóst að fleiri fylkja sér að baki þeirri hugsjón innan VG en Íslandshreyfingarinnar. Það er líka jafnljóst að það er fátt hægri við frambjóðendur og tal þessa flokks.

Jónas: Ég var nú fyrir það fyrsta algjörlega andvígur ríkisvæðingu stjórnmálaflokkanna. Ég skrifaði um það grein. Þú getur lesið hana hér á þessari slóð. Annars er aldrei hægt að stofna neitt nema að fólk finni hjá sér þörf og kraft til að styðja eitthvað. Það vantar eitthvað meira upp á þarna en peninga sýnist mér. Það vantar fólk, það vantar maskínu byggða á mannafli. Án hennar skipta peningar afskaplega litlu máli.

Bjarni: Þakka þér kærlega fyrir spjallið um helgina. Hefði viljað rabba lengur en það gefst vonandi betri tækifæri til þess síðar. Þetta var frábær landsfundur og mikil skemmtun, fínt start inn í fjórar mjög kraftmiklar en skemmtilegar vikur.

Steini: Já, það væri gaman að hittast og spjalla ef þú átt leið hingað norður. Pólitískt spjall er alltaf mjög gott. En með Íslandshreyfinguna, þetta er farið að minna mig á bensínlausan bíl upp á hálendi. Þetta er að stefna í disaster að óbreyttu. Allavega er þetta orðið nokkuð vandræðalegt. Enginn heilsteyptur listi og það eru bara 26 dagar til kosninga.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.4.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband