Samfylking í mótbyr horfir framhjá vanda sínum

ISGÞað hlýtur að hafa verið erfitt fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að opna landsfund Samfylkingarinnar á föstudag hafandi fengið framan í sig svo til í sömu andrá að flokkurinn væri að mælast með lægsta fylgi sitt í könnunum Gallups í rúm fimm ár, 18,1%. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Samfylkinguna og gríðarlega mikið fall sé miðað við kosningarnar 2003, sem eru marktækustu viðmunarmörkin, enda markar það auðvitað núverandi þingstyrk.

Ég fylgdist mjög lítið með landsfundi Samfylkingarinnar. Á meðan að hann stóð var miðpunktur landsfundar Sjálfstæðisflokksins í sömu borg. Ég var staddur þar. Við gátum glaðst, enda er staðan góð. Það sem ég helst sá og heyrði voru fyrirsagnir í blöðum og orðrómur víða í þeirri borg þar sem flokksmenn ólíkra flokka voru samankomnir til fundahalda. Það allt sagði mér að þar fer flokkur sem á erfitt með að líta í eigin barm, erfitt með að greina vanda sinn og er með formann sem á erfitt með að feisa vonda daga. Ofan á allt annað var þeim þungbært að vakna upp við lesbóksgrein Jóns Baldvins á laugardaginn. Hún var mjög massíf.

Þetta var landsfundur haldinn í skugga kannana sem sýna að Samfylkingin muni tapa mestu fylgi þeirra fimm flokka sem sitja á Alþingi. Fari kosningar á þann veg sem kannanir eru að boða okkur verður mikið rætt um framtíðina. Þó að Samfylkingin skori 22% eins og könnun Fréttablaðsins boðaði eða fari jafnvel allt upp í 25% er fylgistap hennar enn mikið og áberandi. Þetta er flokkur sem gnæfði yfir til vinstri eftir síðustu kosningar og var drottnandi þar. Staðan hefur breyst mjög og VG er komin upp að hliðinni að hinum forna stóra bróður sínum og jafnvel orðinn stærri en hann og horfir jafnvel spekingslega niður til hans. Stór tíðindi það.

Ingibjörg Sólrún ákvað að taka þann kostinn að mála upp nær sömu mynd og hún gerði er hún felldi svila sinn, Össur Skarphéðinsson, af formannsstóli á landsfundinum 2005. En það er erfitt að líta á stöðuna sem óbreytta milli þessara tveggja ára. Kannanir sýna að Ingibjörgu Sólrúnu hefur ekki tekist að gera það á þessum tveim árum sem hún stefndi að. Staða flokksins er áberandi mun verri nú en þegar að Össur skildi við, var sparkað fyrir svilkonu sína. Stóru fyrirheitin sem Ingibjörg Sólrún og stuðningsmenn hennar boðuðu í formannskjörinu 2005 hafa brugðist.

Það eru 26 dagar til kosninga. Það virðist vera að aðeins pólitískt kraftaverk geti bjargað Ingibjörgu Sólrúnu. Hver dagur er altént orðinn mikilvægur fyrir flokk og formann. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins var með merkilegum hætti dregin upp mynd þess sem gæti gerst færi allt á versta veg - vondar kannanir yrðu að vondum kosningaúrslitum og sterk vonarstjarna vinstrimanna í áraraðir yrði að andliti kuldalegs kosningaósigurs. Hvað mun enda gerast springi samfylking vinstrimanna í loft upp? Það er stóra spurningin.

Ingibjörg Sólrún hefur ekki átt sjö dagana sæla. Kannanir eru henni mjög erfiðar, þjóðin treystir henni ekki og konur eru að flýja Samfylkinguna í áberandi mæli. Þetta er stóra myndin - hún er dökk vissulega. Samfylkingin horfðist ekki í augu við þessa mynd um helgina. En þess þá meiri verður skellurinn gangi kannanir eftir.

En nú ráðast örlögin. 26 dagar eru ekki langur tími... en þeir munu þó ráða pólitískri framtíð formanns sem hefur ekki náð markmiðum sínum á 700 dögum.... tveim árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Samfylkingin stendur ekki og fellur með Ingibjörgu Sólrúnu. Hún er forystumaður um þessar mundir og frábær sem slík. Auðvitað vitum við að kannanir hafa verið að mæla okkur langt undir settu marki, en þá er bara að þjappa okkur saman og berjast fram að kosningum.

Ég óska Sjálfsstæðismönnum til hamingju með sinn landsfund - það sem ég hef séð í fréttum er að fundurinn hafi farið fram með miklum ágætum.

Landfundur Samfylkingarinnar var mjög góður, góð mæting, um 1500 landsfundarfulltrúar, ásamt fleirum á setningu og slitum. Ég hef ekki upplifað eins góða stemmningu í stjórnmálum fyrr og er sannfærður um að við náum góðu flugi á næstu vikum. Allavega gerum við okkar besta og sjáum hvert það fer með okkur.

Eggert Hjelm Herbertsson, 16.4.2007 kl. 17:36

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Það þarf ekkert pólutiskt  kraftaverk Stefán til að hjálpa Ingibjörgu Sólrúnu.Hún gerir það eins og hingað til á eigin verðleikum.Hún stóð af sér 9 ára andstöðu íhaldsins í Borgarstjórn og hún mun  einnig gera það í landsmálapólutíkinni.Lægðirnar hafa verið nokkuð djúpar,en eru að grynnast og hæðin er í sjónmáli.

Kristján Pétursson, 16.4.2007 kl. 18:01

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sf er eitthvað að bæta við sig en endaniðurstaðan er þessi ef sf  fær minna fylgi en fyrir 4.árum er eðlilegt að skipta um formann.
Menn mega ekki gleyma því sem Ingibjörg sagði við sf-fólk þegar hún tók slaginn við Össur, hún sagði að hún myndi gera flokkinn jafnstóran ef ekki stærri en Sjálfstæðisflokkinn - um þetta snýst hennar framtíð í pólitík.

Óðinn Þórisson, 16.4.2007 kl. 19:55

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Steini, mér finnst þú svooo skemmtilegur, vildi að þú kíktir einhverntíman á mitt blogg og skildir eftir skemmtileg komment.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 20:56

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ingibjörg er í pínu.  Hún missti tilverutilgang sinn í pólitíkk.

Hún missti DAVÍÐ ODDSON.

Allt hennar sinni snerist um hann og eldurinn sem henni brann, var samkeppni við og hugsunin um DAVÍÐ.

Þegar DAVÍÐ hætti, kulnaði eldurinn og hún varð bara réttur og sléttur Stalínisti.

Ekkert spennandi heldur grámyglulegur Stalínisti.

Sumir eru sem Máninn, fá ljóma sinn frá öðrum sem skína bjart.

Svo er um sólrúnu, hún virðist bara hafa verið endurkast af DAVÍÐ ODDSYNI.

kveðjur þriðjudag eftir sumarmál.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.4.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband