Ásýnd og bakgrunnur fjöldamorðingjans könnuð

Cho Seung-huiBandarískir fjölmiðlar og lögregluyfirvöld eru nú komin á fullt í það verkefni að kortleggja ævi og persónu Cho Seung-Hui, 23 ára nema í Tækniháskólanum í Virginíu, sem myrti rúmlega 30 einstaklinga í skelfilegu blóðbaði í skólanum. Það hefur nú verið staðfest að hann var að verki í báðum tilfellum, sem ég minntist á í færslu hér fyrr í dag.

Mér finnst þetta það brútal og ótrúlega kuldalegt voðaverk að hann hlýtur að hafa átt sér einhverja vitorðsmenn. Verður svosem erfitt að fá úr því skorið. En þetta mál hlýtur að vera stærra en svo að hann hafi alveg einn verið að verk. Mun hann hafa verið einfari, mjög sér á báti og ekki mjög inntengdur í stóra vinahópa á skólasvæðinu ef marka má fréttir. Mér fannst athyglisverð lýsingin sem ég las áðan um það hvernig hann bar sig við þetta voðaverk. Þetta hefur verið mjög ákveðinn verknaður og ekkert hik. Þetta er sorglegt.

Ég hef fengið komment hér og líka tölvupósta, m.a. frá vinum mínum sem búa vestan hafs. Þetta er eins og gefur að skilja í öllum fjölmiðlum þar og er frétt um allan heim. Fátt er meira áberandi í dag hér heima á Fróni en þetta mál. Um er að ræða atburð sem verður lengi í minnum hafður. Ég hef séð það í kommentum hér að sumir snúa þessu máli upp í heift gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Það er sami gamli söngurinn. Það er eins og það er bara, en það verður að líta á málið í víðara samhengi.

Enda er hér um að ræða verknað, þó óvenjulega kuldalegur sé í þessu tilfelli, sem hefur gerst víða um heim meira að segja í rólegheitabæjum víða um heim. Listar um það er að finna hér í eldri færslum frá þeim sem kommentað hafa til mín. Það eru vissulega mjög sláandi listar. En þeir sýna vanda í þessum efnum sem ná mörg ár aftur í tímann. Annars finnst mér þetta mál vera svo miklu stærra og kuldalegra en mörg önnur og ég held að það fái sérstakan sess er frá líður.

Einn sendi mér póst og spurði um hvaða skoðun ég hefði á byssueign og tengdum málum. Ég hef alla tíð verið talsmaður þess að herða lög um byssueign og setja ströng viðurlög í þeim efnum. Það á að vera grunnmál og vonandi mun þessi harmleikur leiða til þess að umræðan í þessum efnum komist á annað og farsælla stig en áður hefur verið í Bandaríkjunum. Ég hef sjálfur alltaf verið á móti skotvopnum til einkaafnota og vildi helst banna það að nær öllu leyti.

Ég sé nú á bandarískum fréttavefum að haldin verður minningarathöfn á skólasvæðinu í dag vegna fjöldamorðanna. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Laura Welch Bush, verða þar viðstödd. Þjóðarsorg er í Bandaríkjunum og friðsælt skólasamfélag verður aldrei samt. Það verður alltaf úr þessu markað minningum um það sem gerðist þar 16. apríl 2007.

mbl.is Morðinginn í Virginíu var kóreskur námsmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: PW

Sæll Stefán, 

Þú minnist á að það þurfi einmitt að líta á þessa hluti í víðara smahengi. Með því að taka þátt í þeim Séð og Heyrt skrípaleik sem einblínir á hver og hvaðan maðurinn var og hvort hann hafi á endanum framið sjálfsmorð eða verið skotinn af lögreglumönnum (eins og það skipti einhverju máli núna) er ekki verið að líta á þessa hluti í víðara samhengi, heldur er verið að einblína á einstaklinginn sem í raun er bara örlítill hluti af þessu vandamáli sem er að verða æ stærra í bandarísku samfélagi. Það er einmitt kominn tími til að líta á þessi mál í víðara samhengi og spyrja dýpri og mikilvægari spurninga: Af hverju er þetta að gerast trekk í trekk í Bandarískum skólum og ekki annarsstaðar í heiminum? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir þessa atburði? Hvernig eru samfélagslegar aðstæður öðruvísi í Bandaríkjunum miðað við önnur vestræn ríki? osfrv...

Auðvitað er lýst yfir þjóðarsorg eftir atburði sem þessa, annað væri hneysa fyrir ráðamenn landsins. Ímyndum okkur hver viðbrögðin yrðu eftir slíka árás í Frakklandi. Líkur væru á að meira en opinber þjóðarsorg tæki við, fólk af öllum toga, úr öllum stéttum, myndi æða út á götur og mótmæla þeim sorglega raunveruleika sem þeir lifa við.  Almenningur myndi hafa mun meiri áhrif á stjórnvöld um að bregðast við þessari skólamorðs bylgju sem ríður yfir Bandaríkin. Þegar ég tala um viðbrögð við þessum atburðum á ég ekki við að breyta þurfi menntaskólum og háskólum í vopnuð virki heldur mætti til dæmis rannsaka hvaða samfélagslegu þættir leiða til slíkra glæpa og bjóða upp á þá (Ég ætla ekki að vera að telja upp mínar eigin hugmyndir um þessa orsakaþætti hér). 

Gremja mín beinist alls ekki að þér og þínu ágæta bloggi heldur hinum grunnu spruningum sem brenna á vörum manna um allan heim þegar slíkir atburðir gerast, sérstaklega í Bandaríkjunum. 

Pétur 

PW, 17.4.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband