Íslandshreyfingin skiptir um leiðtoga í Norðvestri

Íslandshreyfingin Það vekur athygli að Íslandshreyfingin hefur skipt um leiðtoga í Norðvesturkjördæmi. Í kjördæmaþætti Stöðvar 2 þar fyrir nokkrum vikum var þar mætt Helga Jónsdóttir frá Akranesi sem vildi taka þátt í umræðum og titlaði sig sem væntanlegan leiðtoga framboðslistans. Voru hún og Margrét Sverrisdóttir mjög ósáttar við að Helga gæti ekki tekið þar þátt.

Í yfirlýsingu Íslandshreyfingarinnar í dag, 23 dögum fyrir alþingiskosningar, er nafn Helgu Jónsdóttur hvergi að finna yfir efstu frambjóðendur. Pálína Vagnsdóttir, athafnakona frá Bolungarvík er nú kynnt til leiks sem leiðtogi Íslandshreyfingarinnar í kjördæminu. Pálína er mikil kjarnakona, hún er komin af öflugu fólki vissulega. Hún ásamt systkinum sínum gáfu út hina landsþekktu plötu Hönd í hönd í kjölfar andláts föður síns og mágs.

Systir Pálínu, Soffía Vagnsdóttir, er skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur, forseti bæjarstjórnar þar og forystukona fyrir Samfylkinguna á ýmsum vettvangi. Hún hefur alla tíð verið áberandi í samfélaginu fyrir vestan. Frænka þeirra systra, Valgerður Hrólfsdóttir, var lengi bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri og var fyrsta og eina konan sem var stjórnarformaður orkufyrirtækis Akureyrarbæjar og leiddi fyrst Norðurorku, en hún féll frá langt fyrir aldur fram. Hún var litrík forystukona í bæjarmálum okkar.

Það er eflaust fengur fyrir Íslandshreyfinguna að fá Pálínu Vagnsdóttur í forystusveit sína en það er samt frekar athyglisvert að sjá þó þessi leiðtogaskipti á svona skömmu tímabili. Hvað varð um Helgu Jónsdóttur?

mbl.is Íslandshreyfingin kynnir fimm efstu frambjóðendur sína í Norðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Stefán. Fróðlegir pistlar og spara manni sjálfum oft mikinn tíma í heimildaöflun.  Ég hef nú ýmsar meiningar um þessi skref hennar Margrétar almennt, finnst það aldrei sannfærandi þegar ný framboð spretta upp úr deilum, verða sjaldnast langlíf. Pálína er flott - hef hitt hana nokkrum sinnum og er nokkuð viss um að hún verður skelegg og kröftug í kosningabaráttunni. Er samt ekki viss um að hún sé á þeim stað sem hjarta hennar stendur til. Sjáum hvað setur. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 20:32

2 identicon

PS- smáleiðrétting - sem stendur hjarta hennar næst - vildi ég sagt hafa  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég var einmitt að velta því sama fyrir mér þegar ég sá þennan lista. Þetta er mjög einkennilegt hjá Íslandshreyfingunni og lýsir betur en margt annað vandræðaganginum við að koma saman lista.

Eggert Hjelm Herbertsson, 19.4.2007 kl. 21:10

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Furðulegt að þau birta bara 5 efstu nöfnin á listunum. Helst dettur manni í hug að það sé bara ekki búið að manna listana og ekki er það til að auka á trúverðugleika framboðsins að listarnir liggi ekki fyrir þegar aðeins 3 vikur eru til kosninga.

Björg K. Sigurðardóttir, 20.4.2007 kl. 01:10

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin.

Anna: Þakka þér fyrir góðu orðin. Met þau mjög mikils.

Eggert: Já, þetta vekur svo sannarlega athygli. Mikill vandræðagangur, er já orðið sem helst kemur upp.

Steini: Já, þetta er að verða óttalegt flopp.

Björg: Algjörlega sammála. Þetta er óttalegur vandræðagangur og enginn listi liggur enn fyrir, 23 dögum fyrir kosningar. Reyndar er framboðsfrestur ekki enn liðinn, en þetta er samt frekar vandræðalegt fyrir framboð sem vill vera tekið alvarlega.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.4.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband