Púslin koma saman - grimmilegt fjöldamorð

Cho Seung-hui Eftir því sem púslin á bakvið harmleikinn í Virginia Tech raðast saman og verða heildstæð mynd verður sífellt ljósara hversu grimmilega skipulagt þetta fjöldamorð var af hálfu S-Kóreumannsins Cho Seung Hui. Nú hafa komið upp á yfirborðið myndband hans og yfirlýsing um voðaverkin, sem hann sendi NBC-sjónvarpsstöðinni á milli morðanna á heimavist og skólahúsnæði, en tveir tímar liðu þar á milli.

Það er vægt til orða tekið að þetta myndband veki óhug og skelfingu. Grimmdin og geðtruflunin í persónu þessa manns er svo augljós að með ólíkindum sé að ekkert hafi verið gert til að taka á málum hans. Uppljóstranir hafa nú komið fram um að hann hafi verið á geðlyfjum, hann hafi farið í geðrannsókn og kennarar hafi margoft varað við honum, þar á meðal kennari hans í enskudeildinni sem fékk frá honum mjög truflaða ritgerð sem sýndi öll merki skapgerðareinkenna sem voru stórhættuleg fyrir svona samfélag. Samt var ekkert að gert, þetta er auðvitað skelfilegt mál í alla staði.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa fjallað mjög ítarlega um þetta mál. Það hefur skekið bandarískt samfélag. Það er þjóðarsorg í Bandaríkjunum. Hef horft á fréttir af þessu máli á Sky News. Það er vissulega mjög athyglisverð umfjöllun. Svörin á bakvið fjöldamorðin koma fram, en spurningarnar verða þó sífellt háværari. Það er ljóst að pottur er brotinn að nokkru leyti í þessum málum. Það er með ólíkindum að enginn hafi gert neitt róttækt í málum þessa manns, sem greinilega var snarbilaður og hafði verið sem tifandi tímasprengja um mánaðarlangt skeið, gott ef ekki í nokkur ár. Þetta er nöturlegt.

Eftir standa margar spurningar um þessa persónu. Svörin koma mörg fram. Best koma þau fram í því sem hann skildi eftir sig. Þetta myndband er sorglegt og það er átakanlegt að horfa á það. Það er líka með ólíkindum að heilir tveir tímar liðu á milli skotárásanna tveggja, eins og fyrr segir. Það er óafsakanlega langur tími, og er ekki undrunarefni að þeir sem eftir lifa í Virginia Tech og fjölskyldur þeirra sem voru myrtir af Cho Seung Hui vilji svör og farið verði almennilega yfir málið. Þetta er harmleikur sem heldur sífellt áfram að verða skelfilegri.

Sem betur fer er íslenskt samfélag órafjarri svona veruleika. En sársauki fólks í Bandaríkjunum finnst þó vel alla leið hingað. Það er alveg ljóst að verulega mikið er að undir niðri í bandarísku samfélagi. Þessi veruleiki vekur upp mun fleiri spurningar en nokkru sinni fæst svarað.

mbl.is Sendi sjónvarpsstöð pakka á milli árásanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ágætt blogg.
Svona hryllingur skeður í Írak á hverjum degi síðan stríðsmangarar ruddust inn í Írak. Það væri æskilegt að fjölmiðlar, að hluta til ábyrgir fyrir ástandinu í Írak, taki fyrir samskonar hrylling í Írak og kynni það jafn vel fyrir landsmönnum í Ameríku og á Íslandi. Annars erum við að fylgja hræsninni.

Ólafur Þórðarson, 19.4.2007 kl. 16:28

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er það daglegur viðburður í Írak að óður byssumaður fari inn í skóla og skjóti fólk í návígi? Annars er staðan í Írak ekki góð, en það er ríki sem engin stjórn virðist á. Þarna erum við að tala um skólahverfi sem hefur alla tíð verið rólegt og gott, engin vandamál hafa verið. Það er ólíkt hvort fólk sé statt á vígvelli eða friðsælu samfélagi. En þetta er bæði vissulega skelfilegt, finnst samt einum of aumt að bera þetta tvennt saman.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.4.2007 kl. 16:39

3 Smámynd: Ragnar Trausti Ragnarsson

Thad sem thyrfti ad raeda er náttúrulega vopnalögin í BNA, sem eru hreint út sagt ótrúleg og ekki baetti thad stöduna thegar Bush yngri komst til valda. Thad tharf ad gera eitthvad róttaekt í landi thar sem talid er sjálfsagt ad allir megi bera vopn. 

Ragnar Trausti Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 19:36

4 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Ég stundaði nám í Virginia Tech í mörg ár.  Er það þá líka hræsni að tala um morð í öðrum löndum?  Er það ekki hræsni að tala um morð hérlendis þá líka? Þau verða öll svo ómerkileg m.v. það sem er að gerast í Írak.  Írak er í fréttuma alla daga,  Virgina Tech ekki.  Ég vildi svo sannarlega að hvorgur staðanna væri í fréttum fyrir voðaverk. Hvers virði er dómhark um fréttaflutning af voðaverki í Virginiu með endalausum skírsotunumí Bush og Írak, sem eru vond mál og gjörtöpuð.  Þið talið um hræsni - ég sé bara ægilega blöndun í heila sumra og út kemur orðið hræsni.  Þið talið um að gera þurfi eitthvað róttækt í USA. Gott og vel.  Mynni á kosningarnar hér heima - við íslendingar höfum kosningarétt þar en ekki í BNA.  Vona að sú áminning teljist ekki hræsni.  Ég kaus aldrei Bush!  Believe or not!

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 20.4.2007 kl. 00:43

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvort sem brjálæðingur keyrir inn í hóp fólks og sprengir sig og fólkið upp, eða byssumaður fer inní skóla gildir litlu. Það þarf áfallahjálp og fórnarlömbin breiður hópur. Mikið blóð, margir særðir, mikil angist etc etc.

Málið er að svona atburðir (fjöldamorð) eiga sér stað á hverjum degi næstum í Írak. Það er ástand sem VIÐ höfum tekið þátt í að skapa. Um daginn var versti dagur í Írak , eitthvað um 200 manns drepnir með svona árásum á borgara. Sú frétt hvarf eins og dögg fyrir sólu en fjölmiðlar héldu áfram að tala um VTech (sem er s.s. eðlilegt) en það vantar balansinn í fréttirnar. Þessu er ekki fylgt eftir með Írak. Við viljugu erum jú hlutaábyrg fyrir ástandinu þar.

Það sem angrar mig er hvernig fjölmiðlar bregðast og dreifa athygli frá aðalmálunum: Vopnaframleiðendur og brask þeirra.

Kveðja frá Manhattan.

Ólafur Þórðarson, 20.4.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband