Öflug landsfundarbylgja - frjálslyndir þurrkast út

Leiðtogar Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig talsverðu fylgi milli vikna í nýjustu könnun Gallups. VG tapar sess sínum sem næststærsti flokkurinn um nokkurra vikna skeið. Frjálslyndi flokkurinn þurrkast út og tapar talsverðu fylgi milli vikna og Framsóknarflokkurinn tapar fylgi. Ríkisstjórnin heldur velli í könnuninni með 33 þingsæti, einu færra en stjórnin hefur nú.

Athygli vekur að þeir flokkar sem héldu landsfundi sína um síðustu helgi, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, hækka mjög og virðast hafa hlotið hefðbundna landsfundarbylgju, sem reyndar gerðist ekki í tilfelli Framsóknarflokksins fyrir nokkrum vikum. Þessir tveir flokkar hafa nú 2/3 atkvæða, 65%, og sýnir þessi könnun annað landslag en fyrir viku þegar að þeir höfðu vel innan við 60%.

Samkvæmt þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn 28 þingsæti (bætti við sig 6), Samfylkingin fengi 17 (töpuðu 3), VG fengi 13 (bættu við sig 8) og Framsókn fengi 5 (tapaði sjö). Frjálslyndir, sem fengu fjögur þingsæti vorið 2003 fá eins og fyrr segir ekkert þingsæti í þessari könnun. Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin ná engu flugi.

Þessi könnun er mikið áfall fyrir vinstri græna sem greinilega eru að missa flugið sem þeir hafa verið á. Samfylkingin bætir nokkru við sig og verður fróðlegt að sjá hvort að það heldur í næstu könnunum, eða er bara skammvinn fylgisbóla. Staða Sjálfstæðisflokksins er mjög sterk.

Heilt yfir stefnir í spennandi kosningar. Fall kaffibandalagsins margfræga hefur verið áberandi í vetur. Það trúir enginn lengur á það og það fjarar sífellt undan því. Annars eru enn 23 dagar til kosninga og mikið þannig séð enn eftir.

Eins og sést í þessari könnun er fylgið á miklu flugi og varhugavert að spá nokkru um hvernig fer að lokum, enda mörg spurningamerki í stöðunni.


mbl.is Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Fylgið var byrjað að fara upp hjá Samfó fyrir landsfund, sbr. landshlutakannanirnar sem voru gerðar fyrir sjónvarpsumræðurnar. Ég amk ætla að leyfa mér að vona að Samfó sé á leiðinni upp. Fyrir síðustu kosningar, þá var fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að aukast með hverri könnun sem óákveðnum fækkaði -- grunar að það verði þannig einning nú.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19.4.2007 kl. 15:55

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Gleðilegt sumar.Við skulum spyrja að leikslokum

Ólafur Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 16:51

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mér finnst síðasta athugasemd nokkuð langsótt. Þarf Ómar ekki að komast á þing til að verja SF og VG falli ? Það er samt gaman að velta þessu fyrir sér.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 20.4.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband