Sterk staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður

Könnun í Reykjavík suðurSkv. kjördæmakönnun Gallups í Reykjavík suður mælist Sjálfstæðisflokkurinn með fimm kjördæmakjörna þingmenn. Samfylkingin mælist næststærst, er því stærri en VG en báðir flokkar hafa tvo kjördæmakjörna menn. Samfylking og Framsókn missa kjördæmakjörinn þingmann. Íslandshreyfingin er stærri en Framsókn en fær ekki þingmann frekar en Frjálslyndir.

Sjálfstæðisflokkurinn: 42,5% (38,3%)
Samfylkingin 24,9% (33,3%)
VG: 18,8% (9,3%)
Íslandshreyfingin: 5,4%
Framsóknarflokkurinn: 4,5% (11,3%)
Frjálslyndi flokkurinn: 3,9% (6,6%)
Baráttusamtökin 0%

Þingmenn skv. könnun

Geir H. Haarde (Sjálfstæðisflokki)
Björn Bjarnason
Illugi Gunnarsson
Ásta Möller
Birgir Ármannsson

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Samfylkingu)
Ágúst Ólafur Ágústsson

Kolbrún Halldórsdóttir (VG)
Álfheiður Ingadóttir

Fallin skv. könnun

Jónína Bjartmarz
Sæunn Stefánsdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Mörður Árnason

Þetta er merkileg niðurstaða. Framsóknarflokkurinn tapar miklu fylgi og Jónína Bjartmarz og Sæunn Stefánsdóttir eru órafjarri þingsæti. Frjálslyndir falla niður og eru minni en Íslandshreyfingin sem stendur nær þingsæti en í könnun fyrir nokkrum vikum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur mjög vel með fimm kjördæmakjörna og gætu eygt möguleika á sjötta manni í þessari stöðu, Dögg Pálsdóttur, hæstaréttarlögmanni. Samfylkingin tapar nokkru fylgi og missir einn kjördæmakjörinn mann í stöðunni og Mörður Árnason er kolfallinn af þingi skv. þessu. VG bætir miklu við sig en missir nokkuð frá síðustu kjördæmakönnun.

Þetta er allavega athyglisverð mæling, sem gefur ágætis vísbendingar og pælingar í pólitísku umræðuna.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi minn samur og jafn. Fimmti maður sjalla er tæpur í þessari könnun. Ásta Ragnheiður við það að detta inn og svo er Mörður ekki kolfallinn eins og þú segir....sennilega inni sem uppbótarmaður. Fjórði maðurinn var uppbótarmaður síðast og mér finnst þú farinn að verða skemmtilega frjálslegur í túlkun á tölum

Jón Ingi Cæsarsson, 21.4.2007 kl. 22:18

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Dögg gæti líka alveg orðið jöfnunarmaður í þessari stöðu. Ekkert hægt að fullyrða um það. Það að vera næstum því inni er svipað og var sagt um Láru Stefáns síðast í Norðaustri. Það er víst ekki nóg að vera næstum því inni. Annars er þetta bara könnun eins og hverjar aðrar. Það sem hún segir þó umfram allt er að Framsókn og Samfylking tapa miklu fylgi og Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig. Þetta er trendið í könnunum síðustu mánaða.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.4.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband