Einlæg iðrun og skapgerðarbrestir

Kim Basinger og Alec Baldwin Leikarinn Alec Baldwin hefur alla tíð verið þekktur fyrir það að vera skapmikill og önugur ef eitthvað gengur honum á móti. Þessar fréttir um símskilaboðin sem hann sendi til dóttur sinnar hefur verið honum til skammar og hann hefur nú beðist afsökunar. Það hefur reyndar verið mikill hiti í einkalífi Baldwins um áralangt skeið og átök hans fyrir forræði dótturinnar verið mikið í fréttum.

Einu sinni voru Alec Baldwin og Kim Basinger mjög ástfangið par í Hollywood og áberandi í slúðurumræðunni. Þau voru mjög í sviðsljósinu. Þau léku saman t.d. fyrir þrettán árum í endurgerð kvikmyndarinnar The Getaway, þar sem leikarahjónin Steve McQueen og Ali MacGraw fóru á kostum árið 1972, sem var ein besta mynd ferils þeirra. Endurgerðin þótti vera nokkuð floppuð og myndin féll mjög í skugga forverans sem hefur öðlast sögulegan sess í kvikmyndasögunni.

Þegar að Kim Basinger fékk óskarinn, mörgum að óvörum, í mars 1998 fyrir túlkun sína í L.A. Confidential var Alec við hlið hennar og gladdist mjög. Frægar voru myndirnar af þeim þetta kvöld í kvikmyndaborginni þar sem hann var ekki síður í sviðsljósinu en verðlaunaleikkonan. Sigur Basinger var reyndar umdeildur, enda töldu margir að Gloria Stuart hefði frekar átt verðlaunin skilið fyrir túlkun sína í Titanic. Basinger var hiklaust stjarna myndarinnar, en L.A. Confidential er hiklaust ein af eftirminnilegustu kvikmyndum tíunda áratugarins, rómuð svört undirheimamynd, hin besta frá Chinatown árið 1974.

Það er æði langt síðan að glamúrinn rann af Basinger og Baldwin. Bitbein þeirra allt frá harkalegum skilnaði hefur verið dóttirin Ireland, mjög athyglisvert nafn vissulega, og hagur hennar. Þessi símskilaboð láku til fjölmiðla og sýnir vel heiftina í Baldwin og skapgerðarköst hans. Ekki bæta þau fyrir honum í baráttunni fyrir forræði t.d. Iðrun hans í yfirlýsingu til fjölmiðla er jafnvel sönn en þetta mál hefur skaðað mjög fyrir honum. Spurning hvort að það fylgi honum lengi, en það er þó alveg víst að hann hefur litla stjórn á sér í þessum málarekstri.

En það er vissulega skondið að fylgjast með lífi stjarnanna og jafnvel vandræðalegustu mál geta orðið forsíðuuppsláttur.

mbl.is Baldwin biðst afsökunar á skömmunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband