Ríkisstjórnin eykur þingmeirihluta sinn

Ríkisstjórn Geirs H. Haarde Ríkisstjórnin eykur þingmeirihluta sinn í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag; Framsóknarflokkurinn hækkar milli vikna og mælist með sjö þingsæti og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 29 þingmenn og yfir 40% fylgi. Samfylking og VG mælast nærri jafnstór á meðan að Frjálslyndi flokkurinn mælist fallinn af þingi með engan þingmann rétt eins og Íslandshreyfingin.

Þessi könnun boðar merkileg tíðindi. Hún sýnir traustan meirihluta stjórnarflokkanna, meira að segja traustari en hann er í dag. Framsóknarflokkurinn virðist vera að rétta úr kútnum og auka fylgi sitt. Samfylkingin bætti við sig í síðustu viku í kjölfar landsfundar. Sú sveifla gengur snarlega til baka og flokkurinn fellur lóðbeint í sama 20% farið sem hann hafði fyrir landsfund. Könnunin sýnir því yfir 10% fylgistap Samfylkingarinnar frá kosningunum 2003 og að hann sé helmingi minni en Sjálfstæðisflokkurinn.

Það er merkilegt að sjá trausta stöðu Sjálfstæðisflokksins og góða mælingu ríkisstjórnarinnar. Það virðist vera sem að tilkoma Íslandshreyfingarinnar sé það besta sem fyrir stjórnarflokkana hefur komið í langan tíma. Það verður áhugavert að sjá hvort að tilkoma þess framboðs tryggi traustan og öruggan þingmeirihluta ríkisstjórnarinnar eftir 20 daga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Stefán

Myndi ekki afskrifa Frjálslynda. Þeir munu koma inn manni í NV kjördæmi en yrðu samkvæmt þessu með Guðjón einann inni. Hinsvegar held ég að Ómar Ragnarsson verði að fara í naflaskoðun þegar hans yfirlýsta stefna að fella ríkisstjórnina er að mistakast ekki síst vegna Íslandshreyfingarinnar. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.4.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Guðmundur

Ég tel að Guðjón Arnar komist inn, en það gæti farið svo að hann verði einn á báti. Þá hættir Frjálslyndi flokkurinn í raun að skipta nokkru máli og er þannig séð algjörlega utanveltu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.4.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband