"Ljóskan" í menntamálaráðuneytinu

JBH Það var með ólíkindum að heyra Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, kalla Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformann Sjálfstæðisflokksins, "ljóskuna" í menntamálaráðuneytinu í Silfri Egils í gær. Þessi karlremba í Jóni Baldvini er honum algjörlega til skammar.

Ætla valkyrjurnar, bloggvinkonur mínar, á Trúnó, ekki að skrifa grein um þessa karlrembu Jóns Baldvins?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég hefði tíma myndi ég geta skrifað margar síður um það hvað mér finnst hann taktlaus að láta svona út úr sér - arrgg

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 16:31

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Maðurinn ætti að skammast sín! verst að hann virðist algjörlega vera búinn að missa sens fyrir því hvað maður má gera og hvað ekki, og er núna að verða að búinn að mála sig út í horn í vitleysu! Ég sem er sammála honum algjörlega í gagnrýni hans á ríkistjórnina nenni ekki að þurfa að bakka þennan mann upp, og er bara nokkuð feginn að hann skuli ekki spila stærri rullu en hann gerir innan Samfylkingarinnar.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 23.4.2007 kl. 17:18

3 Smámynd: Páll Einarsson

Hvað er að því að hann kalli hana ljósku ? þetta  er taktlaust en veit ekki hversu mikil karlremba er í þessu hjá honum !

Páll Einarsson, 23.4.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég horfði ekki á þennan þátt en ef Jón Baldin hefur sagt þetta, þá er honum skömm að því.  Jafnmikil og þegar Steingrímur Sigfússon segir kvenkynsstjórnmálamönnum að þegja eða þegar hann sagði um daginn í útvarpsþætti:  "Það sem Siv var að reyna að segja var......"  

Það er ágætt að skreyta sig með feminískum fjöðrum fyrir kosningar en vera í raun einhver versta karlremba í íslenskru pólitík fyrr og síðar. 

Ég var á fyrirlestri Valgerðar Sverrisdóttur á Jafnréttistorgi í Háskólanum á Akureyri í dag.  Erindi Valgerðar veitti góða innsýn í reynsluheim kvenna í stjórnmálum.  Ég skora á menn að líta á kynjahlutföll flokkanna, í efstu sætum framboðslista, í sætum framboðslista almennt og í ráðherrastólum.  Að því loknu ættu jafnréttissinnaðir að greiða atkvæði.

Hreiðar Eiríksson, 23.4.2007 kl. 19:54

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Anna: Já, þetta var alveg svakalegt komment hjá manninum.

Jónas: Gaman að lesa þetta, skil ykkur mjög vel, enda er þetta svakalega dómgreindarlaust og í raun óverjandi. Ég held að JBH sé alveg að flippa yfirum.

Páll: Hvað heldurðu að væri sagt ef Davíð Oddsson kæmi í viðtal og talaði um ISG sem ljóskuna. Held að það yrði allt galið. Þetta voru slöpp ummæli og manni af kalíberi JBH ekki sæmandi.

Hreiðar: Já, þetta eru ótrúleg ummæli. Sammála þér með Steingrím J. Hann er auðvitað enginn femínisti. Þeir sem eru í vafa ættu að lesa pólitíska ævisögu Margrétar Frímannsdóttur.

Sófús: Nákvæmlega. :) Tek undir þessar pælingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.4.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband