Boris Jeltsín látinn

Boris Jeltsín Boris Jeltsín, fyrrum forseti Rússlands, er látinn, 76 ára ađ aldri. Jeltsín var ađalleikari í atburđarásinni eftirminnilegu í upphafi tíunda áratugarins er Sovétríkin liđu undir lok og kommúnistaveldin í Austur-Evrópu bognuđu stig af stigi eftir fall Berlínarmúrsins. Hann varđ fyrsti lýđrćđislega kjörni forseti Rússlands eftir einrćđisstjórn kommúnista og var einn valdamesti mađur heims á örlagatímum í alţjóđastjórnmálum eftir ţáttaskilin sem urđu óneitanlega er Sovétríkin gufuđu upp.

Ţađ er ansi sterkt í minningunni hvernig ađ Jeltsín greip frumkvćđiđ í Sovétríkjunum ţegar ađ veldi kommúnismans hrundi eins og dómínókubbaröđ. Hann tók af skariđ er hik var á mörgum lykilmönnum og hann spilađi lykilhlutverk í ţví ađ brjóta valdarániđ í Sovétríkjunum í ágúst 1991 á bak aftur. Hann markađi sér ógleymanlegan sess ţar sem hann stóđ upp á skriđdrekanum í miđborg Moskvu á ţeim örlagaríka degi ađ Gorbachev hafđi veriđ lokađur af í stofufangelsi í sumarleyfi á Krím-skaga og rćndur völdum.

Jeltsín varđ ađalleikari á svćđinu međ ţessu táknrćna frumkvćđi. Valdarán harđlínukommanna sem reyndu ađ snúa vörn í sókn fór út um ţúfur. Gorbachev kom aftur heim til Moskvu eftir ţessa örlagaríku ágústdaga en stađan var gjörbreytt. Jeltsín var viđ völd, hann hafđi náđ lykilstöđu sem talsmađur lýđrćđis og frjálsrćđis í augum vesturveldanna og Gorbachev horfđi á stöđuna breytast dramatískt. Veldi kommúnistanna hrundi hratt eftir ţetta. Kommúnistaflokkurinn var lagđur niđur fyrir lok ágústmánađar og Jeltsín sem forseti Rússlands tók forystu. Sovétríkin liđuđust í sundur fyrir árslok 1991 og Gorbachev stóđ eftir snuprađur sem leiđtogi ríkis sem ekki var lengur til.

Jeltsín var mjög litríkur ţjóđarleiđtogi. Hann náđi ađ blómstra eftir ađ Gorbachev hrökklađist frá völdum og Sovét-tíminn leiđ undir lok. Jeltsín var ţekktur fyrir eftirminnilegan lífsstíl. Hann var mjög heilsulaus meginhluta forsetaferilsins og gekkst undir nokkrar mjög tvísýnar hjartaađgerđir. Feluleikurinn međ veikindi hans er eftirminnilegur, en hann stóđ mjög tćpt á árinu 1996 er hann gekkst undir tvísýna og erfiđa hjartaađgerđ sem haldiđ var í fyrstu leyndri fyrir fjölmiđlum en síđar opinberuđ eftir ađ sýnt var fram á ađ myndir sem áttu ađ sýna forsetann viđ störf voru í raun eldgamlar og settar fram til ađ reyna ađ loka á orđróm.

Jeltsín vann eftirminnilegt endurkjör á árinu 1996 ţrátt fyrir erfiđ veikindi. Ţá var sennilega baráttan gegn fornum kommúnistum undir merkjum sósíalista tvísýnust. Jeltsín tókst ađ vinna andstćđingana međ ansi sterkum hćtti ţá, en kosningarnar voru tvísýnni ţá milli fylkinga en var eftir ađ Jeltsín fór frá, í forsetakosningunum 2000 og 2004. Drykkjusemi Jeltsíns var eftirminnileg ennfremur en ástríđa hans á vodka fór ekki framhjá neinum. Ţekkt voru drykkjulćti hans jafnvel í opinberum heimsóknum. Hann stjórnađi hljómsveit í Ţýskalandsför og svaf af sér fund međ forsćtisráđherra Írlands í viđkomu til Dublin svo fátt sé nefnt. 

Ţrátt fyrir ađ flestir hafi ekki átt von á ađ Jeltsín fćri fram í forsetakosningunum 2000 kom mörgum ađ óvörum ađ hann skyldi segja af sér í áramótarćđu á skrifstofu sinni í Kreml á gamlársdag 1999. Náđi Jeltsín ađ koma öllum á óvart og hann yfirgaf forsetaembćttiđ og Kreml međ tilţrifamiklum hćtti međ snöggum hćtti, ţvert á ţađ sem margir höfđu átt von á. Tíđ forsćtisráđherraskipti einkenndu forsetaferil Jeltsíns. Undir lok forsetaferilsins lagđi Jeltsín allt traust sitt á KGB-manninn forna Vladimir Putin. Hann varđ starfandi forseti viđ afsögnina og var kjörinn í mars 2000 og hefur setiđ viđ völd, ćgisterkur, alla tíđ síđan.

Jeltsín markađi söguleg ţáttaskil á litríkum stjórnmálaferli. Hann var umdeildur og stuđađi mjög á forsetaferlinum. En hann var einn lykilţátttakenda í sögulegri atburđarás sem lengi verđur í minnum höfđ.

mbl.is Boris Jeltsín fyrrum Rússlandsforseti látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband